Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 18
RANNSÓKN Tafla I. Fjöldi utanlegsþykkta og nýgengi utanlegsþykktar á Islandi árin 2000-2009. Ár/Tímabil Fjöldi utanlegsþykkta Nýgengi (n/1000 þunganir) Nýgengi (n/10000 konur á ári) 2000 95 17,8 14,9 2001 108 21,1 17,0 2002 78 15,7 12,4 2003 85 16,6 13,5 2004 78 15,1 12,4 2005 86 16,6 13,5 2006 65 12,2 9,7 2007 74 13,5 11,0 2008 88 15,1 13,0 2009 79 13,2 11,4 2000-2004 444 17,3 14,1 2005-2009 392 14,1 11,7 2000-2009 836 15,6 12,9 Megintilgangur þessarar rannsóknar var að meta breytingar á nýgengi og meðhöndlun utanlegsþykktar á íslandi á árunum 2000-2009, en einnig að skoða breytingar á aðgerðartækni og öðrum þáttum meðferðar. Efniviður og aðferðir Upplýsinga var aflað um greiningar á öllum sjúkrahúsum á ís- landi þar sem utanlegsþykkt var til meðferðar. Leitað var eftir ICD-10 greiningarnúmerum 000-000.9 fyrir tímabilið 01.01.2000 til 31.12.2009 í vistunarskrá Embættis landlæknis og sjúklinga- bókhaldi Landspítala, St. Jósefsspítala, Sjúkrahússins á Akureyri, og heilbrigðisstofnunum Suðurlands, Vestmannaeyja, Suðurnesja, Vesturlands, Vestfjarða, Sauðárkróks, Fjallabyggðar, Þingeyinga og Austurlands, að fengnu leyfi vísindasiðanefndar (tilvísun: VSNb20U 110020/03.7), Persónuverndar (tilvísun: 2012010047HGK) og viðkomandi yfirlækna sjúkrahúsanna eða gæsluaðila sjúkra- skráa. Upplýsingar voru skráðar úr sjúkraskrám um aldur við grein- ingu (miðað við ártal), tegund meðferðar, legutíma eftir aðgerð, fylgikvilla, endurinnlagnir og staðsetningu þungunar. Hjá þeim konum sem fengu MTX-meðferð var skoðuð hæsta (1-hCG þéttni í sermi. Konum með skráða greiningu sem ekki var staðfest við nánari athugun var sleppt, svo og þeim sem höfðu utanlegsþykkt í leghálsi og keisaraöri, enda orsakir annars eðlis en í eggjaleiðara eða eggjastokk. Nýgengi var reiknað miðað við fjölda þungana (skráðar fæð- ingar, fóstureyðingar og utanlegsþykktir) á almanaksári (n/1000) og fjölda kvenna á frjósemisaldri 15-44 ára (n/10000), og miðað við fjölda kvenna og þungana í 5 ára aldurshópum (15-19, 20-24, 25-29, 30-34, 35-39, 40-44). Konur 45 ára og eldri voru ekki teknar með í nýgengisútreikninga þegar miðað var við fjölda kvenna á frjósemisskeiði, en gerð grein fyrir þeim sérstaklega. Upplýsingar um fjölda fóstureyðinga fengust á heimasíðu Embættis landlækn- is (landlaeknir.is), um fjölda fæðinga hjá Landsskráningu fæðinga og fjölda kvenna á frjósemisaldri á heimasíðu Hagstofu íslands (hagstofan.is). Meðhöndlun utanlegsþykktar var skoðuð fyrir landið í heild, og sérstaklega fyrir Landspítala og aðrar sjúkrastofnanir, þar með talið hlutföll varðandi aðgerð sem fyrstu meðferð, hlutfall kvenna sem fóru í opna skurðaðgerð og kviðsjáraðgerð, og hvort eggja- leiðari eða aðeins utanlegsþykktin voru fjarlægð. Ef skipt var úr kviðsjáraðgerð í opna skurðaðgerð flokkaðist það sem opin aðgerð. Meðallegutími var reiknaður fyrir báðar aðgerðartegundir. Ef kona fór heim samdægurs var lega enginn dagur, en einn dagur fyrir hverja sjúkrahúsnótt. Upplýsingar voru skráðar um fjölda kvenna sem fengu MTX í fyrirbyggjandi skyni við aðgerð og eftir 24 klukkustundir vegna viðvarandi hækkunar á p-hCG. Athug- aður var fjöldi biðmeðhöndlunar og enduraðgerða. Vegna mögu- lega vanskráðra síðkominna fylgikvilla voru þau tilvik tekin með sem kölluðu á endurinnlögn innan 30 daga frá aðgerð. Staðsetning var skoðuð ef kona fór í aðgerð. Reiknað var meðaltal (i-hCG gilda við upphaf meðferðar, hvort sem lyfjameðferð heppnaðist eða mis- heppnaðist, til að athuga forspárgildi (i-hCG mælinganna. Upplýsingar um fjöldatölur á íslandi fyrir árin 1985-1998 voru fengnar úr fyrri rannsókn,6 og fyrir árið 1999 hjá Embætti land- læknis. Breyting á nýgengi utanlegsþykktar yfir allt rannsóknartíma- bilið var könnuð með leitniprófi (Cochran-Armitage trend test), en á nýgengi milli 5 ára tímabilanna 2000-2004 og 2005-2009 með kí-kvaðrat prófi. Breyting á meðferð og aðgerðartækni milli 2000- 2004 og 2005-2009 var könnuð með kí-kvaðrat prófi og prófi Fis- hers. Jafnframt voru líkindahlutföll (odds ratio, OR) og 95% vik- mörk (confidence interval, CI) reiknuð fyrir mun á aðgerðartækni. Munur á legutíma var skoðaður með t-prófi. Ef p-gildi var <0,05 taldist munur marktækur. Öll tölfræðiúrvinnsla var unnin í SAS Enterprise Guides 4.3 (sas.com). Niðurstöður Samtals fundust 877 konur með greiningarnúmer utanlegsþykkt- ar, en af þeim reyndust 39 með óstaðfesta greiningu. Ein kona var með utanlegsþykkt í leghálsi og önnur í keisaraöri. Lokaúrtak var því 836 utanlegsþykktir hjá samtals 774 konum, en 56 fengu tvær utanlegsþykktir á tímabilinu og þrjár konur fengu þrjár utanlegsþykktir. Upplýsingar um árlegan heildarfjölda utanlegsþykkta og nýgengi utanlegsþykktar eru sýndar í töflu I. Nýgengi á öllu tímabilinu var 15,6/1000 skráðar þunganir og 12,9/10000 konur á frjósemisskeiði og varð marktæk lækkun á nýgengi, bæði miðað við þunganir (p=0,0006) og fjölda kvenna (p<0,003, línulegt leitni- próf). Breyting á nýgengi milli 5 ára tímabila var úr 17,3/1000 í 15-19,iia 20-24 áia 25-29áta 30-34ára 35-39ára 40-44ára Mynd 1. Brcytingar á nýgengi utanlegsþykktar á íslandi miðað við 1000 þiiiiganir, í 5 ára aldiirsliópiiin milli timabilanna 2000-2004 og 2005-2009. 566 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.