Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2013, Side 30

Læknablaðið - 15.12.2013, Side 30
UMFJÖLLUN O G GREINAR Arangur spítalans var að hluta fenginn að láni - segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Páll Matthíasson var settur forstjóri Landspítalans til 6 mánaða í byrjun októ- ber í kjölfar uppsagnar Björns Zoega. Páll starfaði sem framkvæmdastjóri geðsviðs spítalans og hefur setið í fram- kvæmdastjórn spítalans í rúm fjögur ár. Hann var jafnframt staðgengill forstjóra í fjarveru hans. Páll var því flestum hnútum kunnugur við stjórn spítalans þegar hann tók við forstjórastarfinu í haust. „Það er fátt við rekstur spítalans sem hefur komið mér á óvart, en ég verð þó að segja að ég hef haft sérstaka ánægju af því að fá tækifæri til að fara um allar deildir spítalans og sjá með eigin augum hversu fjölbreytt og margbreytileg starfsemin er." Páll segir verkefnin sem þurfi að vinna fjölmörg og að þau verði ekki leyst með því að starfsmenn hlaupi hraðar. „Það er mikilvægt fyrir mig að hafa yfirsýn yfir alla starfsemina, en spítalanum er skipt í einingar sem stýrt er af framkvæmda- stjórum og það léttir verulega á starfi forstjórans. Starfið felst í stefnumótun stofnunarinnar og samskiptum við samfé- lagið, stjórnmálamenn og stjórnvöld. Þar liggur áherslan að verulegu leyti en einnig á innri stefnumörkun spítalans." Páll játar því að vissulega sé erfitt að koma á stefnubreytingu innan spítalans án þess að viðbótarfjármagn komi til. „Það er hægt að gera vissa hluti án peninga, en maður rekst samt fljótt á veggi. f mínum huga er einkum tvennt sem knýr á um aðgerðir strax. Annars vegar er starfs- andi sums staðar erfiður og líðan starfs- fólks bág. Það tengist auðvitað að hluta kjörum en það tengist líka starfsumhverfi, sem hefur liðið fyrir skort á fjármagni til rekstrar og viðhalds spítalans. Ég lít á það sem eitt verkefni mitt að efla Landspítala sem góðan vinnustað og nú einbeitum við okkur að starfsanda, að efla traust og trúnað inn á við - á meðan við bíðum lausnar á fjárhagsvandanum." Yfirdráttur í mannauði Páll rekur hversu gríðarlegur niðurskurð- ur hefur átt sér stað í rekstri Landspítalans á undanförnum árum. „A verðlagi ársins 2012 hefur Landspítalinn skorið niður rekstrarkostnað sinn um 41,7 milljarða á 6 árum. Nokkur hluti af þessum niður- skurði er jákvæður árangur vegna þess að dregið hefur úr sóun og skilvirkni aukist. Verulegur hluti rekstrarárangursins er hins vegar í raun fenginn að láni - á yfir- drætti í mannauði og endurnýjun tækja og húsnæðis. Það er löngu tímabært að greiða þann yfirdrátt til baka. Það er mikilvægt að hafa í huga að það var ekki feitan gölt að flá þarna haustið 2008 þegar ráðist var í þessar miklu aðhaldsaðgerðir, fyrir kreppu hafði spítalinn búið við skertar fjárveitingar á hverju ári - Land- spítali naut ekki góðærisins og fékk svo virkilega að finna fyrir kreppunni. Það er líka mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að verulegur hluti af þessum niðurskurði felst í því að gengið er nær starfsfólki en góðu hófi gegnir. Það þýðir að ekki er hægt að búast við að starfsfólk haldi út við slíkar aðstæður nema tiltekinn tíma. Það er ekki mögulegt að hugsa sér að þetta sé varanlegt ástand. Önnur birtingarmynd vandans er að spítalinn hefur haldið að sér höndum við endurnýjun tækja og við- hald húsnæðis. Þetta þrennt, úthald starfs- fólks, tæki og húsnæði er nú komið að þeim mörkum að ekki verður lengur við unað. Þetta verða stjórnvöld og samfélagið að skilja. Rekstur spítalans er kominn niður fyrir öll viðmiðunarmörk og sem dæmi má nefna að kostnaður á hverja framleiðnieiningu er allt að 58% lægri en á sambærilegum þjóðarsjúkrahúsum í Sví- þjóð, Karolinska og Sahlgrenska-sjúkra- húsunum, þrátt fyrir að þau séu margfalt stærri og ættu því að hafa meiri möguleika á hagkvæmni." Bjartsýni og aukið fjármagn Páll bendir á að á undanförnum árum hefur sjúklingahópur Landspítalans breyst og það kalli á breyttar áherslur. „Helm- ingur þeirra sem leggst inn á spítalann er 67 ára og eldri, og fjórðungur er eldri en 80 ára. Þunginn í okkar spítalarekstri tengist meðferð eldra fólks. Eðli málsins samkvæmt eykst álagið ár frá ári með hækkandi aldri þjóðarinnar, auk þess sem kostnaður við ýmis smærri innkaup hefur vaxið umfram verðlagsþróun." Páll lýsir því sem gerðist þegar fjárlaga- frumvarpið kom fram í haust. „Það var eins og vonin væri tekin frá starfsfólkinu. Væntingar höfðu byggst upp í kringum kosningar í vor, væntingar um að nú ætti að fara að styrkja heilbrigðiskerfið. Síðan kom fjárlagafrumvarpið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Mitt hlutverk í kjölfarið hefur kannski öðru fremur verið að stíga inn og minna starfsfólk á það að við erum frábær og erum að vinna ómetanlegt starf fyrir þjóðina - á sama tíma og ég hef tekið þátt í að útskýra fyrir Alþingi hvers vegna 578 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.