Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 12
RANNSÓKN Þátttakendur voru flokkaðir í fjóra flokka eftir starfsstéttum í hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema, lækna og læknanema, sjúkraliða og sjúkraliðanema, og annað starfsfólk og aðra nema en í þeirra hópi voru einnig þeir sem ekki tilgreindu starfsheiti. Hlutfall starfsmanna sem voru bólusettir gegn HBV þegar þeir tilkynntu óhapp var ákvarðað en í kjölfar óhapps var framkvæmd blóðrannsókn hjá starfsmönnum til að meta mótefni þeirra gegn HBV, HCV og HIV. Niðurstöður mælinga á því hvort starfsmenn væru með verndandi mótefni eftir HBV-bólusetningu voru færðar í óhappatilkynningar þeirra þegar svör lágu fyrir. Reiknað var hlutfall tilkynntra óhappa eftir aldri og starfsstétt- um og dreifing óhappa eftir deildum og tildrögum fyrir tímabilið 01.01.1986 til 31.12.2011. Gögn voru fengin frá hagdeild Landspítala til að reikna árlegt nýgengi óhappa eftir þremur breytum: legudögum, fjölda inni- liggjandi sjúklinga frá 01.01.2003 til 31.12.2011 og fjölda stöðugilda frá 01.05.2005 til 31.12.2011. Starfsmenn sem ekki sinntu sjúkling- um og þeir sem ekki unnu í umhverfi sjúklinga voru undanskildir. Starfsmenn í þvottahúsi voru teknir með því oddhvassir hlutir bárust í þvottahús með líni og starfsmannafatnaði. Áhættuóhapp var skilgreint sem óhapp þar sem tilgreint var á óhappatilkynningu að sjúklingur væri smitandi af HBV, HCV eða HIV. Ýmist voru þetta sjúklingar sem vitað var að væru smit- andi eða þeir greindust óvænt við blóðrannsókn vegna óhappsins. Hlutfall áhættuóhappa var skoðað út frá heildarfjölda tilkynntra óhappa. Einnig var ákvarðað hlutfall starfsmanna sem smituðust og hlutfallsleg dreifing HBV, HCV og HIV meðal smitandi sjúk- linga. Sjúkraskrár starfsmanna voru ekki skoðaðar til að meta varnandi meðferð og langtímaeftirfylgd eftir áhættuóhöpp. Upplýsingar fengust frá veirufræðideild um heildarfjölda starfsmanna sem fóru í blóðrannsókn vegna óhapps á tímabilinu 01.01.2005 til 31.12.2011 en vitað var hve margir starfsmenn höfðu bæði tilkynnt óhöpp og farið í blóðrannsókn. Hlutfall vanskrán- ingar óhappa var reiknað sem hlutfall þeirra sem fóru í blóðrann- sókn án þess að tilkynna óhapp af öllum sem fóru í blóðrannsókn vegna óhapps. Sá hópur starfsmanna sem varð fyrir óhappi og hvorki tilkynnti það né fór í blóðrannsókn vegna þess var óþekkt- ur. Fengið var leyfi frá siðanefnd spítalans (siðanefndarnúmer 30/2011) til að vinna nauðsynleg gögn úr óhappatilkynningum starfsmanna (aldur, starfsstétt og deildir, auk upplýsinga um til- drög óhappa og niðurstöður blóðrannsókna sjúklinga og starfs- manna). Framkvæmdastjóri lækninga veitti leyfi fyrir rannsókn- inni, framkvæmdastjóri mannauðssviðs veitti leyfi fyrir aðgangi að rafrænu atvikaskráningarkerfi starfsmanna og tilkynning var send Persónuvernd. Niðurstöður Á árabilinu 1986-2011 urðu að minnsta kosti 4089 óhöpp en 3587 þeirra voru tilkynnt. Flestar tilkynningar komu frá starfsfólki Landspítala Hringbraut og Fossvogi en fjöldi tilkynninga sveiflað- ist milli ára en jókst eftir því sem leið á tímabilið (tafla I). Af til- kynntum óhöppum reyndust 3062 vera stunguóhöpp (85,4%), 146 líkamsvessamengun (4,1%) og 41 bit (1,1%) en í 338 tilfellum (9,4%) skorti allar upplýsingar um tildrög í óhappatilkynningar. Flestar tilkynningar bárust frá starfsmönnum yngri en 30 ára, eða 1117 (31,1%), en í þeim aldurshópi eru nemar og starfsmenn Tafla I. Yfirlit yfir fjölda tilkynninga um óhöpp, hlutfall áhættuóhappa og hlutfall starfsmanna sem voru bólusettir gegn HBVþegarþeir tilkynntu óhapp á árunum 1986-2011. Ár Fjöldi tilkynninga Hlutfall áhættuóhappa (%) Hlutfall starfsmanna sem voru bólusettir gegn HBV þegar þeir tilkynntu óhapp (%) 1986 9 0 0,0 1987 7 0 0,0 1988 91 4,4 2,2 1989 126 0,8 5,6 1990 114 0,9 29,8 1991 75 0,0 29,3 1992 133 2,3 39,8 1993 139 0,0 35,3 1994 132 3,8 36,6 1995 94 0,0 37,2 1996 137 2,2 39,4 1997 153 3,3 22,9 1998 140 2,9 37,9 1999 143 4,2 51,0 2000 158 4,4 48,1 2001 154 0,6 42,2 2002 145 2,8 46,9 2003 145 1,4 46,2 2004 204 2,0 58,3 2005 210 5,2 52,9 2006 166 4,2 73,5 2007 173 0,6 71,7 2008 165 1,8 81,8 2009 196 3,6 78,6 2010 166 2,4 76,5 2011 212 5,2 81,1 með litla starfsreynslu. Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar tilkynntu flest óhöpp, 1765 (49,2%), því næst læknar og læknanem- ar, 641 (17,9%), sjúkraliðar og sjúkraliðanemar tilkynntu 262 óhöpp (7,3%). Hópurinn annað starfsfólk og nemar (í hópnum voru einnig þeir sem ekki tilgreindu starfsheiti) tilkynnti 919 óhöpp (25,6%). Yfir allt tímabilið reyndust 50,3% starfsmanna (n=1805) bólusettir gegn HBV þegar þeir urðu fyrir óhappi en hlutfallið hækkaði eftir því sem leið á tímabilið (tafla I). Dreifing tilkynntra óhappa var misjöfn eftir sjúkradeildum en flestar tilkynningar komu frá starfsmönnum lyflækningadeilda, eða 847 (23,6%) (mynd 1). Holar nálar tengdust 1675 stunguóhöppum (54,7%), saumnálar 96 (3,1%) og aðrir gegnheilir hlutir 252 (8,2%) en í 283 stungu- óhöppum (9,2%) voru nálar ekki aðgreindar í holar eða gegnheilar. í 756 tilvikum (24,7%) skorti upplýsingar í óhappatilkynningar um tegund áhalds. Óhapp tengdist röngum vinnubrögðum starfsmanna sam- kvæmt óhappatilkynningu í að minnsta kosti 30,2% tilvika (n=1084). Það var þegar nál var sett í hulstur, við rangan frágang nála og vinnu við nálabox (mynd 2). Nýgengi óhappa hækkaði yfir tímabilið, óháð því hvaða breytur voru notaðar við útreikninga (tafla II). Nýgengi óhappa var að meðaltali 75,8/100.000 legudaga á ári og hækkaði um 92,7% 560 LÆKNAblaöið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.