Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 34
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Erfið barátta framundan
- segir Sigurveig Pétursdóttir
formaður samninganefndar LÍ
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
„Hugur íslenskra lækna hefur aldrei
staðið jafn sterkt til þess að fara héðan
og núna," segir Sigurveig Pétursdóttir
formaður samninganefndar Læknafélags
Islands. Framundan eru kjaraviðræður
við samninganefnd ríkisins og Sigur-
veig segir ljóst að verulegar kjarabætur,
launahækkanir, verði að koma til yfir
línuna eigi læknar ekki einfaldlega að
greiða atkvæði unnvörpum með fót-
unum.
„í Noregi og Svíþjóð vantar alls staðar
lækna og þar kvarta læknar yfir lækna-
skorti og miklu vinnuálagi þess vegna.
Það er því auðfengin vinna annars staðar
og íslenskir sérfræðilæknar hafa aldrei
snúið aftur út í jafnmiklum mæli og nú;
íslenskir læknar erlendis hafa aldrei verið
jafn tregir og nú til að flytja heim og þar
við bætist sístækkandi hópur sem vinnur
hlutavinnu í Noregi og Svíþjóð en er þó
enn búsettur hér á íslandi, þó farið sé
út allt að 2-3 vikur í mánuði. Loks eru
unglæknarnir sem greinilega reyna allt
hvað þeir geta til að komast sem fyrst út
í sérnám og staldra því skemur við eftir
almenna læknanámið en tíðkaðist. Aður
voru þeir kannski hér heima í tvö til fjög-
ur ár, nú eru það eitt til tvö að meðaltali."
Sigurveig er sérfræðingur í bæklunar-
skurðlækningum barna og starfar sem
læknir á bæklunardeild Landspítalans.
Hún lauk læknanámi frá Háskóla íslands
1984 og stundaði framhaldsnám og sér-
fræðilækningar í Svíþjóð um 15 ára skeið
áður en hún flutti heim aftur til íslands
fyrir um 11 árum. Hún er í 100% starfi
á Landspítala og starfar ekki sjálfstætt
utan hans. Hún vakti athygli á aðalfundi
Læknafélags íslands í október þar sem
hún stóð upp og skýrði heilbrigðisráðherra
frá því að laun hennar væru um 515.000 á
mánuði með alla þessa menntun að baki,
ábyrgð í starfi og mánaðarlegar vinnu-
stundir. Svar hans var að laun hans sem
alþingismanns væru svipuð.
„Þessi samanburður er móðgandi þar
sem hann er kosinn vinsældakosningu
óháð menntun en ég ekki. Ég gæti tekið að
mér hans starf fyrirvaralaust en hann ekki
tekið við mínu. Svo einfait er það."
Aðspurð um hvaða áhrif það hafi á
starfið á spítalanum að margir læknanna
eru í hlutastarfi erlendis, segir Sigurveig
að það hafi augljósar takmarkanir í för
með sér. „Viðkomandi læknir er ekki við
nema að hluta og ekki hægt að ná í hann
svo auðveldlega ef eitthvað kemur uppá
þar sem hann er í öðru landi. Hann er ein-
faldlega ekki í vinnu hér á meðan hann
er erlendis svo einhver annar verður að
vinna vinnuna því ekki er alltaf hægt að
segja sjúklingum að bíða. Þetta finnum
við sem erum þó enn í fullri vinnu hér á
spítalanum."
Allir að skoða auglýsingar
Sigurveig dregur enga fjöður yfir að and-
inn meðal íslenskra lækna hafi gerbreyst
á undanförnum misserum. „Það eru allir
að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að fara
eða vera. Hvar sem maður kemur í hóp
lækna er umræðuefnið það sama. Nánast
allir fylgjast með atvinnuauglýsingum
erlendis frá og velta því fyrir sér - í mis-
mikilli alvöru sannarlega - hvort þeir eigi
að slá til. Hér áður var fólk ekkert að spá
í þetta og hafði engan áhuga á því hvort
væru lausar læknisstöður á sjúkrahúsum
í Noregi eða Svíþjóð. Nú er þetta aðalum-
ræðuefnið. Á mínu heimili hefur þetta enn
ekki komið til umræðu þó eiginmaður
minn sé sænskur og atvinnumöguleikar
hans talsvert meiri þar en hér. Þegar ég
spurði hann um daginn hvort hann væri
til í að flytja út aftur sagði hann: „Láttu
mig bara vita hvenær ég á að setja niður í
töskurnar." Það sem heldur í okkur er 14
ára gömul dóttir okkar sem vill alls ekki
flytja og ég veit að tregða til að rífa börnin
upp úr umhverfi sínu er ein algengasta
ástæða þess að fólk situr enn um kyrrt."
Greiða atkvæði með fótunum
Unglæknum hefur fækkað, segir Sigur-
veig, og það veldur ýmsum vandkvæðum
í daglegu starfi spítalans. „Það munar
verulega um það hvort unglæknarnir eru
hér að meðaltali í tvö ár áður en þeir fara
í framhaldsnám eða bara eitt og hálft ár.
Það er ekki svo auðvelt að fylla í það skarð
þó það virðist ekki stórt. Og aðalatriðið
hvað unglæknana varðar er að þeir fá
betri laun annars staðar. Ef launin þeirra
væru sómasamleg lægi þeim ekki svona
á að komast í burtu. Það er einfaldlega að
stinga hausnum í sandinn að ímynda sér
að nýjar byggingar og ný tæki muni leysa
allan vanda. Það er hluti af lausninni en
án betri launa er það til lítils."
Framundan er kjarabarátta sem Sigur-
veig segir alveg ljóst að verði að færa
læknum verulegar launahækkanir ef sátt
eigi að nást.
„Laun lækna hafa dregist aftur úr
sambærilegum háskólastéttum og sér-
staklega hafa laun almennra lækna dregist
afturúr. Þau eru einfaldlega skammarlega
lág og er þá nánast sama við hvað er
miðað. í umræðunni um laun lækna hefur
gjarnan verið horft á heildarlaunin sem
fengin eru með gríðarlega mikilli vinnu,
ýmist endalausum vöktum eða bakvakta-
582 LÆKNAblaðið 2013/99