Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 26
SJÚKRATILFELLl Mynd 2. Myndfrá vélindaspcglun sýnir hvítleitar útfellingar íslímhúð og rákir eftir endilöngu sem hefur verið lýst í tengslum við rauðkyrningabólgu í vélinda. Seinna tilfelli Stúlka var þriðja barn foreldra sinna og fæddist eftir eðlilega 40 vikna meðgöngu. Strax á fyrstu vikum var hún óvær, kastaði upp og frá upphafi ungbarnaeftirlits var þyngdaraukning slæleg. Hún var eingöngu á brjósti fyrstu 6 vikurnar en var mjög óvær við brjóst, hætti oft að drekka í miðri gjöf og varð loks afhuga brjósti. Því var foreldrum ráðlagt að hætta brjóstagjöf vegna óværðar og vegna þess að hún þyngdist ekki. Vansæld og vanþrif héldu þó áfram, hitaeiningatalning benti til þess að hún innbyrti ekki nóg. Fram yfir eins árs aldurs var hún tíður gestur á heilsugæslu og bráðamóttöku vegna þessara einkenna. Bakflæðilyf breyttu engu né lystarörvandi lyf (Cípróheptadín). Itarlegar rannsóknir sýndu eðlilegan almennan blóðhag, sölt, lifrarensím, skjaldkirtilspróf, zink, insúlínvaxtarþætti 1 og insúlínbindipróf, jafnframt eðlilega litninga, og þvagprufur. Myndgreining af vélinda, maga, görn og höfði var eðlileg. Við rúmlega eins árs aldur hafði stúlkan fallið um tvö staðalfrávik á vaxtarkúrfu í lengd og þyngd frá fæðingu og áhyggjur vöknuðu um seinan hreyfiþroska. Var hún þá spegluð og vefjasýni frá vélinda sýndu rauðkyrningabólgu í vélinda. Of- næmispróf bæði á húð og í blóði sýndu svörun við mjólk, eggjum og fiski. í framhaldi var prófuð þurrmjólk sem innhélt niðurbrotin eggjahvítuefni (Nutramigen). Þannig eggjahvítuefni í þurrmjólk- inni eru tví- og þrípeptíð eða amínósýrur eingöngu og því litlar líkur á ofnæmisvökum. Stúlkunni leið nú betur en þyngdist samt hægar en ásættanlegt var vegna lítils áhuga á fæðu og var hún því spegluð aftur hálfu ári seinna. Enn sást rauðkyrningabólga í vefja- sýnum, þó í minna magni. Næst var því prófuð þurrmjólk sem eingöngu innihélt amínósýrur (Neocate) og var hún gefin í fyrstu gegnum magaslöngu í nefi. Þyngdist hún vel, þroski og orka tóku við sér. Hún hafði hins vegar takmarkaðan áhuga á mat eða drykk og var því sett varanleg magaslanga með magaraufun. Við 5 ára aldur er hún enn með magaslöngu og fær stóran hluta næringar sinnar frá amínósýrublöndu vegna þess hve takmarkað hún þolir af fæðutegundum. Hún er jafnfætis jafnöldrum í þroska. Hún hefur töluvert exem og astma sem versnar ef hún kemst í tæri við þekkta ofnæmisvalda í fæðu. Umræða I þessum sjúkratilfellum lýsum við tveimur birtingarformum rauðkyrningabólgu í vélinda. Við viljum með þessu vekja athygli á tiltölulega nýjum sjúkdómi. Við teljum tilfellin lýsa vel einkennum bólgunnar, erfiðleikum við að finna undirliggjandi orsök einkenna og ólíkri meðferð. Einkenni rauðkyrningabólgu í vélinda eru ólík eftir aldri, yngri börn eru óvær, neita að borða og þyngjast jafnvel illa, en í stálpuðum börnum eru einkennin oft frekar uppköst og magaverkir og í eldri börnum og unglingum er lýst brjóstverkjum og kyngingarerfiðleikum.61 töflu I eru helstu einkenni bólgunnar tekin saman. Rauðkyrningabólgu í vélinda í börnum var fyrst lýst á 10. ára- tug síðustu aldar þegar barnalæknar sáu að börn sem höfðu verið greind með vélindabólgu svöruðu ekki meðferð gegn vélindabak- flæði sem fram að því var talin nær eina ástæða vélindabólgu, að frátöldum sýkingum. Þegar vefjasýni frá vélinda barna sem ekki svöruðu sýruhemjandi lyfjum voru skoðuð nánar, kom í ljós að þau innihéldu fleiri rauðkyrninga samanborið við sýni frá börn- um með vélindabólgu vegna staðfests sýrubakflæðis sem höfðu lagast á sýruhemjandi lyfjum.2'4 Rauðkyrningabólga í vélinda er greind með vélindaspeglun, ákveðinni áferð slímhúðar í speglun hefur verið lýst, annars vegar hvítum rákum eftir endilöngu vélinda eins og í tilfelli 1 og einnig stundum hringjum. Útlit slímhúðar eitt og sér nægir ekki til greiningar. Endanleg greining er eingöngu fengin með því að taka sýni úr vélinda sem meinafræðingur skoðar. Rauðkyrningar eru ekki til staðar í heilbrigðu vélinda en þá má stundum sjá sem hluta af bólgusvari í vélindabakflæði. Rauðkyrningar í bólgunni eru fleiri en sjást að öllu jöfnu í vélindabakflæði og dreifast um allt vélindað og eru jafnvel flestir í nærlægu vélinda, ólíkt því sem sést í vélindabakflæði þar sem bólga er fyrst og fremst við vélindamagamót. Eftir nokkra endurskoðun eru nýjustu viðmið fyrir greiningu á rauðkyrningabólgu í vélinda 15 rauðkyrningar í HPF (high power field), einnig eru rauðkyrningaörkýli, úrkornun Tafla I. Einkenni rauðkyrningabólgu ivéiinda ibörnum og fullorðnum.5s Börn Unglingar/Fullorðnir Vanþrif Kyngingarörðugleikar Uppköst/gúlpa upp í munn Fæðuklumpar fastir í vélinda Nábítur/brjóstsviði, svara ekki sýruhömlun Nábitur/brjóstsviði, svara ekki sýruhömlun Kyngingarörðugleikar Fæðuklumpar/ótilar i vélinda Verkir í efri hluta kviðar 574 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.