Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 32

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 32
Lyfjaskömmtun Enn hagkvæmari kostur2013 í nýju greiðsluþátttökukerfi lyfja á árinu 2013 verður lyfjaskömmtun Lyfjavers enn hagkvæmari kostur og þar njóta viðskipta- vinir bestu kjara. Fylgist vel með á Lyfjaver.is gera er að skerpa fókus spítalans; leggja megináherslu á kjarna- starfsemi, sérhæfðari og flóknari þjónustu sem aðrir geta ekki sinnt. Gott dæmi um slíka vinnu er ákvörðun frá því í haust að opna hjúkrunardeild fyrir aldr- aða á Vífilsstöðum og létta þar með álagi af lyflækningasviði Landspítala. Þarna er ákveðinn fjöldi sjúklinga sem þarf á umönnun hjúkrunardeildar að halda en ekki flókinni spítala- þjónustu. Með því að flytja fólk sem þarf hjúkrunarrými af bráðadeildum, minnkar álagið á spítalanum og hjúkrunar- sjúklingarnir fá betri umönnun í rólegra umhverfi." Framtíðin bíður ekki Þessu fjölþætta hlutverki fylgir sérstök þörf fyrir húsnæði og þau mál hafa verið til umræðu um árabil. Undirbúningur að byggingu nýs spítala á Land- spítalalóðinni við Hringbraut er vel á veg kominn en óljóst er um framhaldið. „í mínum huga er bygging nýs Landspítala ekki spurning um hvort heldur hve- nær. Nútímalæknisfræði af þeim gæðum sem við viljum stunda á Landspítala kallar á nýjar bygg- ingar og breytingar á þeim sem fyrir eru. Það er löngu tímabært að ráðist sé í slíkt. í rauninni lýkur ekki þeirri vegferð sem hófst með sameiningu sjúkra- húsanna í Reykjavík um aldamót fyrr en bráðastarfsemi og rann- sóknastofur eru allar komnar á einn stað. Þetta ástand sem við höfum búið við síðan ráðist var í sameininguna var þá og er enn bráðabirgðalausn sem er óheyrilega kostnaðarsöm og neyðir okkur til að gera ýmsa hluti á mörgum stöðum sem hagkvæmara og öruggara væri að gera á einum stað. Þó að mönnum vaxi kannski í augum að kostnaður við nýjar bygg- ingar sé jafnvel um 60 milljarðar, er ársvelta spítalans um 40 milljarðar og það getur varla kallast óraunhæft að byggja á þeim forsendum. Það er ekki boðlegt að þurfa stundum að flytja bráðveikt fólk á milli Foss- vogs og Hringbrautar - nema til algerra bráðabirgða, á meðan verið er að byggja upp á einum stað. Rekstur spítalans á ýmsum stöðum í Reykjavík kostar spítal- ann um 3 milljarða aukalega á ári. Þetta kalla ég að henda peningum útum gluggann. Við getum hins vegar ekki bara beðið nýs húsnæðis. Upp- bygging verður að hefjast strax, við þurfum fé í það sem ég hef kallað viðspyrnu. Það er bæði fé til að bæta Landspítalann sem vinnustað og við stjórnendur höfum nú í haust verið að kort- leggja leiðir til þess. En það þarf líka fé til að gera ýmsar ráð- stafanir og breytingar í skipu- lagi sjúkrahússins með flæði sjúklinga í huga. Breytingar sem ekki er hægt að bíða með. Svo ég nefni sem dæmi þá verður ekki lengur beðið með að kaupa aðgerðaþjarka til skurðlækninga í neðra kviðarholi, svo sem þvag- færa- og kvensjúkdómaskurð- lækninga. Þetta er dýrt tæki sem við getum ekki beðið lengi með að kaupa ef við eigum ekki að missa af ungum sérfræðingum sem vilja ekki vinna með öðru en bestu fáanlegu tækjum með besta mögulega árangri. Fram- tíðin bíður ekki eftir okkur. Við þurfum að stíga ákveðin skref og gefa fólkinu okkar von um fjár- muni til viðspyrnu svo það geti veitt bestu mögulega þjónustu og laðað til baka ungt fólk með nýjustu þekkingu í læknisfræði og heilbrigðisvísindum." APDTEK + LYFJASKÖMMTUN SUÐURLANDSBRAUT 22 + SÍMI 533 6100 + LYFJAVER.IS 580 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.