Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 14
RANNSÓKN Nær þriðjungur óhappanna urðu þegar nál var sett í hulstur, þegar frágangur á notaðri nál var rangur og þegar unnið var við nálabox og tengdust því að starfsfólk vann ekki rétt samkvæmt grundvallarsmitgát. Þetta vekur upp spurningar um þekkingu starfsfólks á grundvallarsmitgát og umgengni við beitta og odd- hvassa hluti. Tildrögin blóðtaka, lyfjagjöf og uppsetning æðaleggja voru að um fjórðungi óhappa og holar nálar tengdust meira en helmingi óhappa. Það vekur upp spurningar um hvort innleiðing og notkun öryggisnála og öryggishluta eins og getið er um í til- skipun Evrópusambandsins27 myndi fækka óhöppum af þessum toga. Nýgengi óhappa eftir legudögum nærri tvöfaldaðist yfir ára- bilið 2003-2011 en var að meðaltali 75,8/100.000 legudaga á ári. Það er hátt í samanburði við erlenda rannsókn sem sýnir að nýgengi óhappa er 44,0/100.000 legudaga á ári fyrir innleiðingu öryggis- nála og öryggishluta.28 Nýgengi óhappa eftir fjölda inniliggjandi sjúklinga yfir árabilið 2003-2011 nærri tvöfaldaðist líka og var að meðaltali 27,7/100 inniliggjandi sjúklinga á ári. Þetta er sam- bærilegt við erlendar rannsóknir sem sýna nýgengistölur á bilinu 16,2/100 inniliggjandi sjúklinga til 33,5/100 inniliggjandi sjúklinga á ári.7'8'28 Lægri erlendar nýgengistölur má ef til vill skýra með meiri notkun á öryggisnálum og öryggishlutum en á Landspítala og hærri erlendar nýgengistölur með betri skráningu óhappa. Ný- gengi óhappa eftir stöðugildum yfir tímabilið 01.05.2005-31.12.2011 hækkaði einnig mikið (53,1%) en var að meðaltali 5,7/100 stöðugildi á ári. Það er lægra en í erlendri rannsókn sem sýnir að nýgengið lækkar úr 10,6/100 stöðugildi í 6,4/100 stöðugildi í kjölfar fræðslu- átaks en fyrir innleiðingu öryggisnála og öryggishluta.29 Þennan mun má ef til vill skýra með betri skráningu óhappa í erlendu rannsókninni. Þessa miklu hækkun á nýgengi óhappa eftir öllum þremur breytunum má líkast til skýra að hluta með auknum fjölda óhappa á tímabilinu en einnig með bættri skráningu. Ahættuóhöpp voru fá, eða 2,6% af öllum tilkynntum óhöppum. Þau voru oftast tengd sjúklingum með HCV (64,9%) og er það í samræmi við erlendar rannsóknir. Hlutfall áhættuóhappa á Land- spítala var lægra en sést í mörgum erlendum rannsóknum en samkvæmt þeim eru áhættuóhöpp 6,9-12,5% óhappa.3A14'27 Þessi lága tíðni áhættuóhappa skýrist líkast til af því að algengi HBV, HCV og HIV er lágt á íslandi. Á árunum 1997-2011 greindust á íslandi 5-21/100.000 íbúa með HBV, 13-33/100.000 íbúa með HCV og 2-8/100.000 íbúa með HIV (tafla III).30 Það fundust tveir starfs- menn sem smituðust af HCV á tímabilinu. Því varð smit í 0,06% tilkynntra óhappa og í 3,2% tilvika þar sem vitað var að sjúklingur var smitandi af HCV. Smithætta var í samræmi við erlendar rann- sóknir sem sýna að líkur á smiti eftir stunguóhapp í tengslum við HCV smitandi sjúkling er 1,8-10,0%.12 Mikilvægt er að leita leiða til að fækka óhöppum, fyrst og fremst stunguóhöppum tengdum holum nálum. Erlendar rann- sóknir sýna að hægt er að gera það með innleiðingu öryggisnála og öryggishluta (nálar og hlutir sem eru sérstaklega hannaðir til að minnka hættu á stunguóhöppum) og efla fræðslu um grund- vallarsmitgát og rétta umgengni við beitta og oddhvassa hluti.4'28 Bólusetning gegn HBV er árangursrík vörn gegn HBV-smiti og starfsmenn sem eru í hættu á því að verða fyrir óhappi ættu að vera bólusettir.1-2 Verði starfsmaður fyrir óhappi tengdu smitandi sjúklingi er hægt að veita árangursríka forvarnarmeðferð gegn HIV. Miklar framfarir eru í þróun forvarnarmeðferðar og með- Tafla III. Fjöldi einstaklinga sem greindust með HBV, HCV eða HIV á Islandi á árí á hverja per 700.000 ibúa. Unnið úrgögnum um tilkynningaskylda sjúkdóma á heimasíðu Embættis landlæknis.30 Ár HBV per 100.000 HCVper 100.000 HIV per 100.000 1997 8 20 3 1998 5 24 3 1999 16 30 4 2000 17 31 4 2001 21 27 3 2002 14 24 2 2003 8 13 3 2004 13 21 2 2005 11 15 3 2006 5 18 4 2007 15 31 4 2008 19 29 3 2009 7 33 4 2010 9 19 8 2011 9 23 7 ferðar gegn HBV og HCV en HCV er nú álitinn læknanlegur sjúk- dómur í flestum tilfellum.1 Áætluð vanskráning óhappa á árabilinu 2005-2011 var svipuð og lág (28,0%) í samanburði við margar erlendar rannsóknir sem sýna vanskráningu óhappa á bilinu 25,0-85,0%.4'20'24Ástæða þessa munar gæti meðal annars falist í mismunandi rannsóknarað- ferðum. I okkar rannsókn var eingöngu kannað hve margir fóru í blóðrannsókn í kjölfar óhapps án þess að tilkynna það. Þar sem sá hópur starfsmanna sem varð fyrir óhappi og hvorki fór í blóð- rannsókn né tilkynnti óhappið er óþekktur, má gera ráð fyrir að vanskráning óhappa sé hærri en niðurstöður okkar gefa til kynna. Hlutfall starfsstétta sem tilkynntu óhapp var frábrugðið því sem kemur fram í erlendum rannsóknum.7'914'20'27 Hlutfall tilkynntra óhappa frá læknum og læknanemum var lágt í samanburði við erlenda starfsfélaga þeirra. Það vekur spurningar um vanskrán- ingu óhappa af hálfu lækna og læknanema og hvort þeir fari oft í blóðrannsókn í kjölfar óhapps án þess að tilkynna það. Brýnt er að gera frekari rannsóknir til að fá nákvæmari mynd af óhöppum meðal starfsmanna Landspítala og finna leiðir til að fækka þeim. Mikilvægt er að finna þann hóp starfsmanna sem enn er óbólusettur gegn HBV til að hægt sé að bólusetja hann. Takmarkanir rannsóknarinnar voru ýmsar. Rannsóknin byggði á tilkynningum sem starfsfólk sendi sjálfviljugt í kjölfar óhapps. Því er mögulegt að óhöpp sem ekki voru tilkynnt myndu breyta myndinni af óhöppum starfsmanna ef upplýsingar um þau væru til staðar. Truflandi þættir sem ekki var leiðrétt fyrir og upplýsing- ar skorti um, voru meðal annars aldur allra starfsmanna spítalans og einnig aldur eftir starfsstéttum á tímabilinu 1986-2011. Því var notuð lýsandi tölfræði við rannsóknina. Vanskráning óhappa á árunum 1986-2011 og stundum illa útfylltar óhappaskýrslur höfðu áhrif á upplýsingaöflun. Upplýsingar um starfsaldur komu ekki fram í óhappatilkynningum og upplýsingar um heildarfjölda starfsmanna eftir starfsstéttum fyrir 01.05.2005 voru ekki aðgengi- legar á rafrænu formi og torvelt að nálgast þær á pappírsformi. Upplýsingar um varnandi meðferð gegn HBV eða HIV voru illa 562 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.