Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 39
„Vísindi og lækningar eru i kjarna sínum ekki vinsælda- keppni, iýðræðismál eða smekksatriöi. Lífeðlisfræðileg ferli lúta ákveðnum lögmálum sem liafa ekki margar andstæðar skýringar," segir Svamir Sigur- björnsson lyflæknir. segularmbönd, aloe vera og kvöldvorrós- arolía. Blekkingin um bætta líðan felist í lyfleysuáhrifum sem eru vel þekkt en þau vari skammt. Fyrirlestur Edzard Ernst er á slóðinni: upplyst.org/fundir-og-malthing/ malthing- magnusar/ Pottur viða brotinn í eftiriiti „Læknar hafa lengst af bara fylgst með kukli og brosað út í annað og lítið gert af því að gagnrýna þessa þróun. Hið sama má segja um Embætti landlæknis sem hefur lítið beitt sér gegn þessu þó ein- staka læknar, eins og prófessor Magnús Jóhannsson, hafi skrifað pistla gegn því," segir Svanur. Hann segir að það sé ekki allt kukl innan óhefðbundinnar heilsustarfsemi og í því sambandi megi nota hugtakið hjá- lækningar á jákvæðan máta á eftirfarandi hátt. „Lækningar eru greiningar og með- ferð sem hafa með sannanlegum hætti og vísindalegri aðferð sýnt fram á marktækt gildi sitt til einhvers eða fulls bata ein- staklings af sjúkdómi. Hjálækningar eru tilraun til lækninga af ófaglærðum eða lærðum í greinum utan læknisfræði sem geta haft sannanleg áhrif til aukins bata. Besta dæmið um slíkt eru grasalækningar en sýnt hefur verið fram á gagnsemi ým- issa virkra efna sem eru í þeim plöntum sem notaðar eru til grasalækninga. Virku efnin eru þó ekki einangruð því þá værum við að tala um lyf, heldur eru þau notuð eins og þau koma af plöntunni, síuð út í vatni eða vínanda, það er remedía eða tinktúra." Svanur segir víða pott brotinn í opinberu eftirliti með kukli og heilsu- svindli. „Kukl er einfaldlega meðferð af einhverju tagi sem stenst ekki skoðun og heilsusvindl er markaðssetning á vörum, tækjum og meðferðum sem seldar eru á almennum markaði undir því falska yfirskyni að þau bæti heilsu og lækni sjúkdóma. Lyfjalögin er alveg skýr því ekki er heimilt að lofa lækningu við sjúkdómum nema um gagnreynt lyf sé að ræða og neytendalöggjöfin kveður á um að færa verði sönnur á þær fullyrðingar sem seljandi hefur uppi um vöru sína." Árið 2005 voru samþykkt Græðaralög á Alþingi og ná til starfsemi þeirra sem eru í Bandalagi íslenskra græðara (BIG). „Meginatriði þessara laga er að skrá græð- ara sem þá aðila sem stunda heilsutengda þjónustu utan heilbrigðisþjónustunnar. Skráningarkerfið er frjálst og er stýrt af BIG en í lögunum er kveðið á um þá skyldu græðara að vera með ábyrgðar- tryggingu, virða trúnaðar- og þagnar- skyldu og skrá upplýsingar um veitta þjónustu. Takmarkanir á starfsemi græð- ara samkvæmt lögunum eru að sinna ekki meðferð við alvarlegum sjúkdómum, veita ekki lyfjameðferð og halda sig á sínu af- markaða sviði. Þetta síðasttalda er reyndar mjög opið og óljóst. Það sem er þó verst við þessi lög er að þau kveða ekki á um að þjónustan sem BIG-félagar veita falli undir og standist faglega skoðun. Það má líka benda á að í umsögn Heilsugæslunnar um lögin á frumvarpstigi árið 2004 segir: „Þeir sem hvorki geta né vilja skrá sig í kerfið eru ef til vill þeir sem helst þyrftu eftirlits með."" Listinn yfir þá sem ekki eru skráðir í Bandalag íslenskra græðara er býsna langur og skrautlegur og má nefna lækna- miðla, ristilskolara, heilara, fjarheilun á fésbókinni, eyrnakertameðferð, stofn- frumuheilun og sveltispa. í Græðaralög- unum segir þó í 1. gr. 2. mgr.: „Lögin taka til skráðra græðara og eftir því sem við á annarra græðara þótt óskráðir séu." Ef óhefðbundin heilsustarfsemi er flokkuð lítur hún svona út að mati Svans. „í fyrsta lagi eru grasalækningar með mögulega virkum efnum. Mekanískar greinar þar sem beitt er höndum og tækj- um ýmiss konar, nudd, hnykkingar og nálastungur. Þá taka við alls kyns aðferðir og meðferðir sem útskýrðar eru með hug- myndakerfum, svo sem lithimnulestur. Þá LÆKNAblaðið 2013/99 587
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.