Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 13
RANNSÓKN
Tafla II. Nýgengi tilkynntra óhappa á Landspítala.
Ár 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Nýgengi/100.000 legudaga 52,3 79,6 81,4 64,8 71,0 71,1 88,6 81,3 100,8
Nýgengi/100 inniliggjandi sjúklinga 19,1 29,1 29,7 23,7 25,9 26,0 32,4 29,4 36,8
Nýgengi/100 unnin stöðugildi Vantar Vantar 4,9* 5,7 5,6 5,3 6,2 4,7 7,5*
'frá 01.05.2005
Mynd 1. Hlutfallsleg dreifing tilkynntra óhappa eftir deildum á irunum 1986-2011.
yfir árabilið 2003-2011. Samsvarandi hækkun sást þegar nýgengi
óhappa eftir fjölda inniliggjandi sjúklinga var skoðað. Það hækk-
aði um 92,6% yfir árabilið 2003-2011 og var að meðaltali 27,7/100
inniliggjandi sjúklinga á ári. Nýgengi á 100 stöðugildi hækkaði
um 53,1% á tímabilinu 01.05.2005-31.12.2011 og var að meðaltali
5,7/100 stöðugildi á ári.
I heildina fundust 94 óhappatilkynningar þar sem sjúklingur
var sagður smitandi og var hlutfall áhættuóhappa 2,6% af til-
kynntum óhöppum. Blóðs var aflað úr 2578 sjúklingum sem
tengdust tilkynntum stunguóhöppum, eða í 71,8% tilvika. í kjölfar
995 óhappa var blóðs ekki aflað hjá sjúklingi þar sem hann var
óþekktur, eða læknir taldi það óþarft í kjölfar áhættumats á smit-
hættu. Alls fundust 80 óhappatilkynningar þar sem sjúklingur var
sagður smitandi af HBV, HCV eða HIV í kjölfar blóðrannsóknar. Á
14 óhappatilkynningum var tilgreint að vitað væri að sjúklingur
væri smitandi og blóðrannsókn ekki framkvæmd. Fjöldi áhættu-
óhappa var misjafn milli ára og sum árin fundust engin en árin
2005 og 2011 voru áhættuóhöpp 5,2% tilkynntra óhappa (tafla I).
Algengast var að sjúklingar sem tengdust áhættuóhöppum væru
smitandi af HCV, eða í 64,9% tilvika (n=61). í 18,1% tilvika (n=17)
■ Hjúkruntrfraeðingsr og nemar
Mynd 2. Tildrög tilkynntra óliappa eftir starfsstéttum á árunum 1986-2011.
var sjúklingur með HIV og í 12,8% tilvika HBV (n=12). Um sam-
sýkingu af völdum HIV og HBV var að ræða í 3,2% tilvika (n=3)
og HBV og HCV í 1,0% tilvika (n=l).
Tveir starfsmenn sem tilkynntu óhapp greindust með HCV
smit á tímabilinu. Það jafngildir smiti í 3,2% tilvika þar sem sjúk-
lingur var sagður smitandi af HCV í óhappatilkynningu. Fyrra
tilvikið tengdist uppsetningu æðaleggs en seinna tilvikið líklega
skurðaðgerð. Það fundust engir starfsmenn sem höfðu smitast af
HBV eða HIV á tímabilinu.
Á tímabilinu 2005-2011 skiluðu 1288 starfsmenn óhappatil-
kynningu og fóru í blóðrannsókn í kjölfar óhapps en 1790 blóð-
sýni merkt „stunguóhöpp" fundust á veirufræðideild fyrir þetta
tímabil. Því fóru 502 fleiri starfsmenn í blóðrannsókn eftir stungu-
óhapp en þeir sem bæði tilkynntu óhapp og fóru í blóðrannsókn.
Samkvæmt því var vanskráning óhappa 28% á tímabilinu en hún
sveiflaðist milli ára. Lægst var vanskráningin árið 2007 (21%) en
hæst árið 2008 (38,2%).
Umræður
Á rannsóknartímabilinu urðu að minnsta kosti 4089 óhöpp en af
þeim voru 3587 tilkynnt. Af tilkynntum óhöppum reyndust 85,4%
vera stunguóhöpp tengd holum nálum og beittum hlutum, sem er
í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna.6-9
Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar tilkynntu flest óhöpp
og læknar og læknanemar næstflest. Ungt starfsfólk og starfs-
fólk með stuttan starfsaldur tilkynntu um þriðjung óhappanna
og bæði stéttir og starfsaldur eru sambærileg við erlendar rann-
sóknaniðurstöður. 3‘7'10-n
Hlutfall starfsmanna sem voru bólusettir gegn HBV þegar þeir
tilkynntu óhapp hækkaði yfir tímabil rannsóknarinnar. Það var
komið í 81,1% í lok tímabilsins en meðaltalshlutfallið yfir tímabilið
var 50,3%. Erlendar rannsóknir sýna að 40,0% til 94,5% starfs-
manna eru bólusettir gegn HBV.12'15-17
Algengustu tildrög óhappa á Landspítala tengdust því að setja
nál í hulstur, skurðaðgerðum og blóðtökum en saumaskapur
tengdist fáum óhöppum. Flest óhöppin voru tilkynnt af starfs-
fólki lyflækningadeilda og því næst af starfsfólki á skurðstofum.
Erlendar rannsóknir sýna að þar sem notkun á öryggisnálum
og öryggishlutum er lítil tengjast stunguóhöpp oft notkun holra
nála.6-19-20 Þar sem notkun á öryggisnálum og öryggishlutum
er mikil fækkar óhöppum tengdum holum nálum og þá eru al-
gengustu tildrög óhappa skurðaðgerðir, lyfjagjöf með stungu og
saumaskapur. Óhöpp á skurðstofum verða áberandi, sem skýrist
af því að þar er mikil notkun á beittum og oddhvössum áhöldum
en oft lítil notkun á öryggishlutum (til dæmis öryggisskurðhnífar,
öryggissaumnálar og fleira) og hætta á líkamsvessamengun er
mikil.7-9-14-20-26
LÆKNAblaðið 2013/99 561