Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 43
UMFJÖLLUN O G GREINAR 8. grein (vísindalegt gildi) Allar rannsóknir skulu vera vísindalega réttlætanlegar, skulu fullnægja almennt viðurkenndum vísindalegum skilmerkjum og skulu framkvæmdar samkvæmt við- eigandi faglegum kröfum og undir eftirliti til þess bærs vísindamanns. ÞRIÐJI KAFLI - Siðanefnd 9. grein (óháö athugun siðanefndar) 1. Sérhverja rannsóknaráætlun skal leggja fyrir siðanefnd til óháðrar athugunar á siðfræðilegum grunni hennar. Slíkar áætlanir skulu lagðar fram til óháðrar athugunar í hverju þvf ríki þar sem ætlunin er að einhver hluti rannsóknar- innar fari fram. 2. Tilgangur fjölfaglegrar athugunar á siðfræði rannsóknaráætlunar er að vernda reisn, réttindi, öryggi og velferð þeirra sem taka þátt í rannsóknum. Mat á siðfræði skal studd viðeigandi sérfræðiþekkingu og reynslu og skal á fullnægjandi hátt endurspegla viðhorf sérfræðinga og leikmanna. 3. Siðanefndin skal setja fram rökstutt álit. 10. grein (sjálfstæði siðanefndarinnar) 1. Aðilar að þessum Viðbótarsamningi skulu gera ráðstafanir til að tryggja sjálfstæði siðanefndar. Nefndin má ekki verða fyrir ótilhlýðilegum ytri áhrifum. 2. Þeir sem sæti eiga í siðanefnd skulu greina frá hverjum þeim aðstæðum sem gætu leitt til hagsmunaárekstra. Verði slíkir árekstrar, skulu þeir sem hlut eiga að máli ekki taka þátt í þeirri athugun. 11. grein (upplýsingar fyrir siðanefndina) 1. Allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir siðfræðilegt mat á rannsóknar- áætlun, skulu veittar siðanefndinni skriflega. 2. Sérstaklega skal veita upplýsingar um atriði sem er að finna í viðauka þessa Viðbótarsamnings að því leyti sem þær hafa þýðingu fyrir rannsóknina. Nefndin getur, samkvæmt 32. grein Samningsins*, breytt viðaukanum með 2/3 hluta greiddra atkvæða. (•Verkefnin sem ætluð eru „nefndinni" í 32. og í 29. grein skal Fastanefndin um lífsiðfræði (Steering Committee on Bioethics) annast eða hver sú nefnd sem ráðherranefndin tilnefnir, sjá LæknablaÖiÖ 1996; 82: 584-9.) 12. grein (ótilhlýðileg áhrif) Siðanefndin verður að vera þess fullviss að ekki verði beitt ótilhlýðilegum áhrifum, þar með talin áhrif fjárhagslegs eðlis, til þess að fá fólk til þess að gerast þátt- takendur í rannsókn. I þessu sambandi verður að veita þeim sem eru berskjaldaðir eða háðir öðrum sérstaka athygli. FJÓRÐI KAFLI - Upplýsingar og samþykki 13. grein (upplýsingar fyrir pátttakendur) 1. Þeim sem beðnir eru um að taka þátt í rannsókn, skulu veittar nægjanlegar og auðskiljanlegar upplýsingar. Þessar upplýsingar skulu vera skriflegar. 2. Upplýsingarnar skulu vera um tilgang, skipulag og hugsanlega áhættu og kosti af rannsókninni og þeim skal fylgja álit siðanefndarinnar. Aður en viðkomandi er beðinn um að samþykkja þátttöku í rannsókn, skal hann/hún, í samræmi við eðli og tilgang rannsóknarinnar, upplýst sérstaklega: i. um eðli, umfang og tímalengd þeirra aðferða sem beitt verður og þá sérstaklega um það álag sem rannsóknaráætlunin leggur á við- komandi; ii. um þær forvarna-, greiningar- og meðferðaraðferðir sem tiltækar eru; iii. um ráðstafanir til þess að bregðast við aukaverkunum eða áhyggjum þátttakenda; iv. um ráðstafanir til þess að virða einkalíf og tryggja trúnað um persónuleg gögn; v. um ráðstafanir varðandi aðgang að upplýsingum um þátttakand- ann, er koma fram í rannsókninni eða af heildarniðurstöðum; vi. um ráðstafanir til sanngjarnra bóta verði þátttakandi fyrir skaða; vii. um hver þau fyrirsjáanlegu frek- ari not, þar með talin viðskipta- not, sem gætu orðið af niður- stöðum rannsóknar, gögnum eða líffræðilegum efniviði; viii. um fjármögnun rannsóknar. 3. Að auki skulu fyrirhugaðir þátttakend- ur vera upplýstir um rétt sinn eins og hann kemur fram í lögum og reglugerð- um, einkum um rétt þeirra til að neita þátttöku eða hætta þátttöku hvenær sem er, án þess að þurfa að verða fyrir mismunun af neinu tagi, einkum að því er varðar rétt til heilbrigðisþjónustu. 14. grein (samþykki) 1. Enga rannsókn má gera að uppfylltum skilyrðum í 5. kafla og 19. grein án þess að væntanlegur þátttakandi gefi upp- lýst, frjálst, ótvírætt, sértækt og skjalfest samþykki sitt. 2. Neiti einstaklingur að gefa samþykki sitt til þátttöku í rannsókn, skal það ekki leiða til neins konar mismununar gagnvart viðkomandi og sérstaklega ekki að því er varðar rétt til heilbrigðis- þjónustu. 3. Þegar vafi leikur á um hæfi einstak- lings til þess að veita upplýst samþykki, skal vera hægt að ganga úr skugga um það hvort viðkomandi er hæfur eða vanhæfur í þessu tilliti. FIMMTI KAFLI - Vernd einstaklinga sem ekki eru hæfir til að veita samþykki fyrir þátttöku i rannsókn. 15. grein (vernd einstaklinga sem ekki eru hæfir til að veita samþykki) 1. Rannsókn á einstaklingi sem ekki er hæfur til að veita samþykki sitt fyrir rannsókn má því aðeins gera ef öllum þessum sértæku skilyrðum er fullnægt: i. niðurstöður rannsóknarinnar geti mögulega orðið að raunverulegu og beinu gagni fyrir heilbrigði viðkomandi, ii. sambærileg rannsókn verði ekki gerð á einstaklingum sem hæfir eru til að veita samþykki sitt fyrir rannsókn; iii. einstaklingurinn sem gengst undir rannsóknina hafi verið fræddur um réttindi sín og um þá vernd honum til handa sem mælt er fyrir um í lögum, nema við- komandi sé ekki í ástandi til að taka við upplýsingunum; iv. nauðsynleg heimild hafi verið veitt, sértækt og skriflega, af for- ráðamanni viðkomandi eða af stjórnvaldi, einstaklingi eða aðila sem lög mæla fyrir um, eftir að einstaklingurinn hefur fengið þær upplýsingar sem mælt er fyrir um í 16. gr. og skal taka tillit til óska og mótmæla sem við- komandi kann áður að hafa látið LÆKNAblaðið 2013/99 591
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.