Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 37
UMFJÖLLUN O G GREINAR Aðalfundur Alþjóðasamtaka lækna 2013 Jón Snædal jsnaedal@landspitali. is Aðalfundur Alþjóðasamtaka lækna, WMA, var haldinn utan við borgina Forta- leza á norðausturströnd Brasilíu dagana 16.-19. október síðastliðinn. Helstu fréttir af þessum fundi eru samþykkt nýrrar endurskoðunar Helsinki-yfirlýsingarinnar en vinna við hana hefur staðið yfir í tvö ár með opnu umsagnarferli. Nánari grein verður gerð fyrir því í Læknablaðinu síðar í vetur. WMA hefur aukið starfsemi sína á undanförnum árum með þátttöku í æ fleiri verkefnum og má nefna átak til að vekja athygli á heilbrigðisafleiðingum gróðurhúsaáhrifanna, þátttaka í ýmsum mannréttindamálum og aukið samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir og WHO. Þetta leiðir af sér aukin útgjöld á sama tíma og tekjur hækka lítið og þrátt fyrir aðhald lítur út fyrir taprekstur á næstu árum. Tekjur samtakanna eru nánast eingöngu með aðildargjöldum en mjög ströng skilyrði eru sett við móttöku framlaga frá utanaðkomandi aðilum. Það gerist þó í einhverjum mæli en þá eingöngu í tengslum við sérstök verkefni en ekki til kjarnastarfsemi. Greinarhöfundur lagði, fyrir hönd LÍ, fram tillögu um réttlátari skiptingu aðildargjalda. Þetta er viðkvæmt mál þar sem sum stór læknafélög greiða lítið á meðan önnur greiða verulegar upphæðir en aðildarfélögum er þetta í sjálfsvald sett. Það var pólitískt auðveldara fyrir lítið félag eins og okkar að setja fram slíka tillögu en þau stóru og var tillagan unnin í samvinnu við framkvæmdastjóra WMA. Þetta verður núna til umfjöllunar í vinnuhópi sem verið er að skipa. Annað mál sem íslenskum læknum gæti þótt athyglisvert er endurskoðun álits um gagnagrunna á heilbrigðissviði en þetta mál komst í upphafi á dagskrá WMA í kjölfar umræðunnar hér á landi um hinn miðlæga gagnagrunn á heil- brigðissviði. Ég er formaður vinnuhóps um efnið og er núna að boða til fundar hér í Reykjavík í mars næstkomandi þar sem einnig verður boðið sérfræðingum á þessu sviði. Upphaflega álitið var samþykkt árið 2002 en hefur haft fremur lítil áhrif. Núna er meiningin að gera meira úr málinu og einnig hefur verið ákveðið að fjalla sam- tímis um lífssýnabanka. A aðalfundinum tók við nýr forseti, Margaret Mungherera frá Uganda, og er hún fyrsta svarta konan sem gegnir þessu embætti. Hún hefur á dagskrá sinni að vinna að heilbrigðismálum og mál- efnum lækna í Afríku og einnig að jöfnuði kynjanna í læknastétt. Árið 2018 verður Læknafélag íslands 100 ára. Væri ekki við hæfi að aðalfundur WMA verði haldinn hér á landi það ár? Það hefur aldrei verið gert áður, en Læknafélagið er þó eitt af 27 stofnaðilum árið 1947 en aðilar að WMA eru í dag 106. Bréf til Læknablaðsins Persónuvernd óskar eftir birtingu eftirfarandi athugasemdar í Læknablaðinu f 11. tölublaði 99. árgangs Læknablaðsins birtist greinin „Farið í hringi og bitið í skott" eftir Reyni Tómas Geirsson pró- fessor og yfirlækni. í greininni er meðal annars fjallað um þá kröfu Persónuvernd- ar að leyfi skrárhaldara liggi fyrir áður en stofnunin veitir leyfi til aðgangs að skrám. Þá segir: „Nú ber hins vegar svo við í vinnureglum vísindasiðanefndar og Persónuverndar að hvor um sig biður um leyfið frá hinum áður en þeir geta afgreitt sitt." Af þessu tilefni vill Persónuvernd benda á að samkvæmt leyfum stofnunar- innar til vinnslu persónuupplýsinga í þágu vísindarannsókna, sem og 6. gr. verklagsreglna nr. 340/2003 um afgreiðslu umsókna um aðgang að sjúkraskrám, er þess krafist að skrárhaldari veiti ekki aðgang að gögnum nema fyrir liggi sam- þykki siðanefndar eða vísindasiðanefndar á rannsókninni. í þessu felst ekki að áður en Persónuvernd afgreiðir umsókn efnis- lega fari hún fram á að leyfi vísindasiða- nefndar liggi fyrir. Hins vegar er þess krafist að afstaða skrárhaldara liggi fyrir eins og fram kem- ur í leyfisskilmálum og 3. gr. fyrrnefndra verklagsreglna. I því sambandi ber að hafa í huga að það getur skipt sköpum við leyfisveitingu að skrárhaldari hafi fengið vitneskju um umsókn fyrirfram, m.a. til að geta bent á hvaða verklag hann heimili við veitingu aðgangs að skrám sem hann er ábyrgur fyrir, til að geta leiðrétt mögulegan misskilning umsækjanda um til dæmis hvaða upplýsingar sé að finna í skrám og til að koma á framfæri afstöðu sinni til þess hvort rétt sé yfirhöfuð að veita umbeðinn aðgang. Ef skrárhaldari fær ekki tækifæri til að koma afstöðu sinni á framfæri getur því komið til þess að Persónuvernd bindi leyfi óhentugum skilmálum um verklag eða veiti til dæmis leyfi til aðgangs að upplýsingum sem ekki eru til. Meðal annars af þessum ástæðum telur stofnunin það í anda vandaðrar stjórnsýslu að afstaða skrárhaldara liggi fyrir áður en veitt er leyfi til aðgangs að skrám. LÆKNAblaðið 2013/99 585
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.