Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 35

Læknablaðið - 15.12.2013, Page 35
UMFJOLLUN OG GREINAR „Okkur cr fullkoinlega Ijóst að ef við náum ekki ungu sér- fræöingunum heim og missum unglæknana frá okkur hrynur íslenska heilbrigðiskerfið," segir Sigurveig Pétursdóttir formaður samninganefndar Læknafélags íslands. greiðslum til lækna á landsbyggðinni sem eru nánast alltaf í vinnunni, á vakt eða bakvakt, og greiðslurnar til þeirra því eðlilegar þegar skoðað er í því samhengi. Ef við tökum dæmi af ungum lækni sem er að koma út á vinnumarkaðinn eftir samfellt nám í grunnskóla, menntaskóla og læknadeild háskólans er hann 26 ára gamall þegar hann byrjar að vinna fyrir launum. Byrjunarlaun hans eru rúmar 300.000 krónur á mánuði. Með því að taka allar vaktir sem bjóðast getur hann búist við mánaðarlaunum upp á 450.000 krónur. Margir ungir læknar eru einnig að stofna fjölskyldur og þeir vilja einfaldlega ekki vinna svo mikið að þeir sjái fólkið sitt aldrei. Hver vill það? Erfið vaktavinna styttir sannanlega lífið og fólk á ekki að þurfa að byggja lífsafkomu sína á því að standa margar næturvaktir í mánuði um- fram eðlilegan vinnutíma. Hér hefur verið mikið misræmi í samanburði á launum á milli stétta, þar sem heildarlaun lækna með óheyrilegri vaktabyrði eru borin saman við dagvinnulaun annarra stétta. Það á auðvitað að miða við dagvinnulaun og ekkert annað." Almennir læknar verst settir Það var viðurkennt að í síðustu kjarasamn- ingum lækna hafi megináherslan verið lögð á að hækka laun ungra sérfræðinga og laun almennra lækna hafi setið eftir í samningagerðinni. Seyðið hefur greinilega verið sopið af þeirri stefnu. Sigurveig segir að ekki verði unað við þetta lengur. „I samninganefnd Læknafélags Islands eru tveir fulltrúar almennra lækna og við vinnum mjög þétt saman öll nefndin og það verður enginn skilinn eftir í komandi samningagerð. Það er mín einlæga sann- færing að læknar séu einn hópur og þeir eiga að standa saman og þeir þurfa þess. Ég held að það hafi aldrei verið jafnljóst og núna. Ég er ekki bara að tala um sjúkra- húslækna heldur einnig sjálfstætt starf- andi sérfræðinga utan spítalans. Mikil- vægi samstöðunnar hefur aldrei vegið jafnþungt og nú. Því ég geri mér engar grillur um að við munum sækja launa- hækkanir til viðsemjenda með auðveldum hætti. Það verður barátta og það verður erfitt." Sigurveig segir að innan samninga- nefndarinnar ríki mikill einhugur og samstaða en hún leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að nefndin hafi sterkt bakland í stéttinni. Hún er ómyrk í máli: „Okkur er fullkomlega ljóst að ef við náum ekki ungu sérfræðingunum heim og missum unglæknana frá okkur hrynur íslenska heilbrigðiskerfið. Við sem erum hér heima, og höfum lokið okkar sérfræði- námi, getum ekki haldið kerfinu gangandi upp á eigin spýtur. Þetta þurfa viðsemj- endur okkar að skilja og sýna vilja til að snúa þessu við. I þessu felst engin hótun heldur er þetta hinn grimmi veruleiki sem blasir við. Þetta er það sem okkur í samn- inganefnd Læknafélags íslands finnst við bera ábyrgð á að ná tökum á." Verðum að ná samningi Hún kveðst ekki tilbúin til að nefna neinar tölur eða prósentur í væntanlegri kröfu- gerð en segist gera sér ljósa grein fyrir því að félagsmenn muni ekki samþykkja hvað sem er. „Þetta verður að vera samningur sem færir okkar fólki verulega kjarabætur. Ég vil helst ekki hugsa það til enda hvað tekur við ef félagsmenn fella samning og við stöndum uppi samningslaus. Þá er hætt við að læknar leiti annað í auknum mæli og því getum við ekki stjórnað. Ef ekki næst samningur sem læknar sætta sig við, eru þeir í þeirri stöðu að geta farið. Þeir eru eftirsóttur vinnukraftur alls staðar í kringum okkur. Spurningin er hvort við sem þjóð viljum einnig sýna að við sækjumst eftir kröftum þeirra." LÆKNAblaðið 2013/99 583

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.