Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2013, Side 52

Læknablaðið - 15.12.2013, Side 52
ÖLDUNGADEILD Gert að höfuðleðri um borð í Gullfossi Saga af 50 ára gömlu læknisverki úti á rúmsjó Á árunum 1953-1963 var ég við nám og störf í Danmörku og fór margsinnis heim til Islands ýmissa erindagerða. Oftast með Gullfossi, farþegaskipi Eimskipafélags Is- lands, sem var í reglubundnum ferðum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar með viðkomu í Leith. Farþegar gátu mest orðið rúmlega 200, ef ég man rétt, og að auki var áhöfn skipsins. Það bar því ekki sjaldan við að á mig dæmdust ýmis lækn- isverk fyrir farþegana, sem allmargir voru jafnan nokkuð við aldur. Faðir minn starf- aði í áratugi á skrifstofu Eimskipafélagsins og þekkti því flesta yfirmenn á skipum félagsins, og þeir vissu þannig deili á mér. Mátti því segja að ég hafi í þessum ferðum „setið vel við bón", ef eitthvað kom upp á um borð! Langflest læknisverkin voru þó sem betur fer ómerkileg og óminnisverð utan það eitt sem hér er rifjað upp og ég hef nýlega verið beðinn að setja á blað. Atburðurinn varð vissulega löngu áður en þyrlur voru notaðar til að sækja veikt fólk eða slasað um borð í skip á rúmsjó og aðgerð af þessu tagi heyrir því nú vonandi í einu og öllu fyrndinni til. Eftir að hafa lokið starfsskyldu í héraði í lok ágúst 1959 hélt ég aftur utan með Gull- fossi. Við brottför komst ég í kynni við íslensk hjón, nokkru eldri en ég,,og roskna konu, sænska, á þeirra vegum. Við áttum vel saman og styttum okkur stundir með því að spila bridge þegar færi gafst. Svo var og að kvöldi þriðjudags eftir brottför frá Leith. Veður var gott og skipið lá vel á sjónum. Kom sér vel að vita það með tilliti til þess sem á eftir fór. Nokkuð snemma kvölds kom annar stýrimaður, ungur mað- ur, hár og vörpulegur, að spilaborðinu til okkar og var ærið vandræðalegur á svip. Erindið var að biðja mig um að koma með sér hið bráðasta niður í matsal yfirmanna. Þegar niður kom blasti við heldur ófögur sjón. Á matarborðinu lá ríflega miðaldra karlmaður með höfuðleðrið (galea aponeurotica) hoggið sundur nær eyrna á milli. Féll framhlutinn fram yfir augun, líkt og villtur Indíáni úr sögum sem lesnar voru á mínum unglingsárum hefði verið þar á ferð með öxi sína. Höfuð- kúpan virtist heil og óbrotin, sárið hreint og blæðing ótrúlega lítil. Maðurinn var talsvert vankaður og hefur því án efa verið með einkenni um heilahristing eða enn frekari höfuðmeiðsl. Maðurinn var aðstoðarmaður í vélarrúmi skipsins og hafði fallið í einum af járnstigunum þar. Við það hafði hann skollið með höfuðið á brún eins þrepsins í stiganum og hoggið sundur höfuðleðrið. Mér var sagt að mað- urinn ætti erindi á Borgarspítalann í Kaupmannnahöfn, meðan skipið væri þar í höfn. Var það skoðun eða eftirlit vegna truflaðs jafnvægisskyns, en einmitt það kann að hafa legið bak við og valdið þessu hrapallega slysi. Mitt verkefni var að reyna að tjasla manninum saman þannig að hann kæmist að minnsta kosti sjáandi á Borgarspítalann! Annar stýrimaður kom nú með skips- kistuna, sem svo er nefnd, með lyfjum og læknisáhöldum. Þar voru saumnálar (sveignálar) af nokkrum stærðum, seymi, nálatangir, aðrar tangir, skæri, lyfjadælur, ýmis lyf og sitthvað annað eins og vera ber. Hins vegar vantaði sárlega staðdeyf- ingarlyf (prókaín, lídókaín) sem þar skyldu vera. Féll mér við þetta nær allur ketill í eld, því að öllum aðgerðum og saumaskap í húð er mjög þröngur stakkur skorinn ef staðdeyfingarlyf skortir og ekki er um svæfingu að ræða. Að vísu var klóretýl (Aethyli chloridum) í kistunni. Klóretýl má nota til stuttrar frystideyfingar, ef úðað er á húð rétt fyrir stungu. Slík frystideyfing er samt venjulega ófullnægjandi. Ef gera átti manninum eitthvað frekar til góða, varð nauðsynlega að koma upp fyllri deyfingu en tækist með frystideyf- ingu einni og sér. Morfín átti að vísu að vera í skipskistunni. Mér hugnaðist samt ekki að gefa manninum morfín vegna hættu á klígju og uppsölu, sem hefði getað gert hugsanlegan heilaskaða enn verri. Ég lét því í staðinn senda eftir stórum skammti af viskíi. Fékk ég svo lipran mann úr áhöfninni til þess að gefa mann- inum viskíið hægt og rólega og smá vatn eftir hvern sopa. Með þessu móti hugðist ég ná þéttni etanóls í blóðinu, sem deyfði verkina marktækt án þess að vera úr hófi slævandi. Samtímis bað ég manninn sem stýrði viskíinu að tala stöðugt við hinn slasaða og halda honum vakandi með því að dreifa hug hans sem kostur væri. Jafn- framt bað ég hann um að hafa gætur á hvort hinn slasaði fyndi fyrir klígju eða flökurleika. Næst var fyrir hendi að klippa hárið niður sem næst var sáraröndunum og laga þær. Hafði ég annan lipran mann úr áhöfninni til þess að hjálpa mér við þetta, og svo hinn þriðja til þess að frystideyfa með klóretýl eftir minni forsögn. Það kom mér í raun á óvart hve klóretýlfryst- ingin virtist duga, en etanólverkunin var vissulega einnig að baki. Þá kom að því að Idungadeild Lseknafélags íslands Stjórn úldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðmundur Oddsson, Guðrún Agnarsdóttir. öldungaráð Umsjón síðu Jóhann Gunnar Þorbergsson, Jón Hilmar Páll Ásmundsson Alfreðsson, Kristín Guttormsson, Sigurður E. Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson, Valgarður Egilsson. 600 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.