Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 15
RANNSÓKN skráðar eða hreinlega óskráðar í óhappatilkynningar. Því er ekki vitað um fjölda starfsmanna sem fengu slíka meðferð og hvort hún var alltaf veitt í kjölfar áhættuóhapps. Reiknað var nýgengi óhappa eftir breytunum legudögum, fjölda inniliggjandi sjúklinga og fjölda stöðugilda til samanburðar við erlend sjúkrahús. Öll óhöpp á slysa- og bráðamóttökudeildum voru tekin með í nýgengisreikninga, óháð afdrifum sjúklinga þar sem upplýsingar skorti um þau (innlögn eða ekki). Ómögulegt er að útiloka að skortur á upplýsingum um starfsmenn, vanskráning óhappa og illa útfylltar óhappaskýrslur hafi haft áhrif á niður- stöður rannsóknarinnar. Veirufræðideild gat ekki staðfest að allir sjúklingar sem voru tilgreindir smitandi af HBV, HCV eða HIV á óhappatilkynningum hefðu í raun verið smitandi þegar óhapp varð, sökum skorts á upplýsingum um sjúklinga í sumum tilkynningunum. Því var ákveðið að líta svo á að allir sjúklingar sem voru merktir smitandi í óhappatilkynningum hafi verið smitandi, sem hefur líklega leitt til ofmats á áhættuóhöppum. Styrkleiki rannsóknarinnar er að unnið var úr öllum tilkynn- ingum um óhöpp sem fundust á Landspítala, þannig að um er að ræða heildstætt safn gagna frá einni stofnun yfir langt tímabil. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að meira en helm- ingur stunguóhappa á spítalanum tengdust holum nálum og til- drög óhappa líktust því sem gerist á sjúkrahúsum þar sem lítil notkun er á öryggisnálum og öryggishlutum. Því má vænta þess að innleiðing öryggisnála og öryggishluta fækki stunguóhöppum. Nálægt þriðjungur óhappa tengdist slakri fylgni við grundvall- arsmitgát og rangri umgengni við beitta og oddhvassa hluti. Því má vænta þess að regluleg fræðsla um grundvallarsmitgát og rétta umgengni við beitta og oddhvassa hluti fækki óhöppum. Allir starfsmenn Landspítala sem eru í hættu að verða fyrir óhappi ættu að vera bólusettir gegn HBV. Hættan á því að starfsmenn smituðust af sjúklingum sem voru tilgreindir smitandi af HCV var sambærileg því sem kemur fram í erlendum rannsóknum. Þar sem nálægt þriðjungur óhappa var ekki tilkynntur, er nauðsynlegt að fræða starfsmenn um mikilvægi tilkynningar á óhappi, sérstak- lega lækna og læknanema. Þakkir Örn Ólafsson fær þakkir fyrir aðstoð og ráðleggingar við töl- fræðilega úrvinnslu gagna. Starfsfólk Landspítala á hagdeild og veirufræðideild fær þakkir fyrir veitta aðstoð, sem og Linda Björnsdóttir starfsmannahjúkrunarfræðingur spítalans. Velferðar- ráðuneytið (áður heilbrigðisráðuneytið) fær þakkir fyrir að styrkja gerð gagnagrunnsins sem rannsóknin byggir á. Heimildir 1. World Health Organization. Prevention & Control of Viral hepatitis Infection. Framework for Global Action. 2012. who.int/csr/disease/hepatitis/Framework/en/ - ágúst 2013. 2. Centers for Disease Control and Prevention and USDoHaHS. Updated U.S. Public Health Service Guidelines for the Management of Occupational Exposures to HBV, HCV and HIV and Recommendations for Postexposure Prophylaxis. Atlanta: U.S. Department of Health and Human Service, Centers for Disease Control and Prevention (CDC); 2001. cdc.gov/mmwr/PDF/rr/ rr5011.pdf - janúar 2012. 3. Elder A, Paterson C. Sharps injuries in UK health care: a review of injury rates, viral transmission and potenhal efficacy of safety devices. Occup Med (Lond) 2006; 56:566- 74. 4. Trim JC, Elliott TSJ. A review of sharps injuries and preventative strategies. J Hosp Infect 2002; 53: 237-42. 5. Wilbum SQ. Needlestick and sharps injury prevention. Online J Issues Nurs 2004; 9:5. 6. Alamgir H, Cvitkovich Y, Astrakianakis G, Yu S, Yassi A. Needlestick and other potential blood and body fluid exposures among health care workers in Brihsh Columbia, Canada. Am J Infect Control 2008; 36:12-21. 7. Perry JPG, Jagger J. EPINet Report: 2007 Percutaneous Injury Rates. healthsystem.virginia.edu/intemet/epinet/ epinet-2007-rates.pdf - júní 2011. 8. Colombo C, Masserey V, Ruef C. Incidence of needleshck injuries and other sharps exposures in Swiss acute care hospitals: results of a sentinel surveillance study. J Hosp Infect 2011; 77:181-3. 9. Withby RM, McLaws ML. Hollow-bore needleshck injuries in a tertiary teaching hospital: epidemiology, educahon and engineering. Med J Aust 2002; 177:418-22. 10. Davanzo E, Frasson C, Morandin M, Trevisan A. Occupahonal blood and body fluid exposure of university health care workers. Am J Infect Control 2008; 36: 753-6. 11. Clarke SP, Rockett JL, Sloane DM, Aiken LH. Organizahonal climate, staffing, and safety equipment as predictors of needleshck injuries and near-misses in hospital nurses. Am J Infect Control 2002; 30: 207-16. 12. Pruss-Ustun A, Hutin Y. Sharps injuries: global burden of disease from sharps injuries to health-care workers. WHO Environmental Burden of Disease Series, 2003; No. 3. 13. Dannetun E, Tegnell A, Tomer A, Giesecke J. Coverage of hepatitis B vaccinahon in Swedish healthcare workers. J Hosp Infect 2006; 63:201-4. 14. Frijstein G, Hortensius J, Zaaijer HL. Needleshck injuries and infechous pahents in a major academic medical centre from 2003 to 2010. Neth J Med 2011; 69:465-8. 15. Wicker S, Jung J, Allwinn R, Gottschalk R, Rabenau H. Prevalence and prevenhon of needleshck injuries among health care workers in a German university hospital. Int Arch Occup Environ Health 2008: 347-54. 16. Kable AK, Guest M, McLeod M. Organizahonal risk management and nurses' percephons of workplace risk associated with sharps including needlestick injuries in nurses in New South Wales, Australia. Nurs Health Sci 2011; 25:1442-2018. 17. Tohme RA, Ribner B, Huey MJ, Spradling PR. Hepahhs B Vaccinahon Coverage and Documented Seroprotechon among Matriculating Healthcare Students at an Academic Inshtuhon in the United States. Infect Control Hosp Epidemiol 2011; 32: 818-21. 18. Jagger J, Berguer R, Phillips EK, Parker G, Gomaa AE. Increase in sharps injuries in surgical settings versus nonsurgical settings after passage of nahonal needleshck legislation. Aom J 2011; 93: 322-30. 19. Tarantola A, Golliot F, Astagneau P, Fleury L, Brucker G, Bouvet E. Occupahonal blood and body fluids exposures in health care workers: four-year surveillance from the Northem France network. Am J Infect Control 2003; 31: 357-63. 20. Wicker S, Ludwig AM, Gottschalk R, Rabenau HF. Needleshck injuries among health care workers: occupa- honal hazard or avoidable hazard? Wien Klin Wochenschr 2008; 120:486-92. 21. Kessler CS, McGuinn M, Spec A, Christensen J, Baragi R, Hershow RC. Underreporhng of blood and body fluid exposures among health care students and trainees in the acute care setting: a 2007 survey. Am J Infect Control 2011; 39:129-34. 22. Gabriel J. Reducing needlestick and sharps injuries among healthcare workers. Nurs Stand 2009; 23: 41-4. 23. Elmiyeh B, Whitaker IS, James MJ, Chahal CA,Galea A, Alshafi K. Needle-shck injuries in the Nahonal Health Service: a culture of silence. J R Soc Med 2004; 97: 326-7. 24. Salzer HJ, Hoenigl M, Kessler HH, Stigler FL, Raggam RB, Rippel KE, et al. Lack of risk-awareness and reporting behavior towards HIV infection through needleshck inj- ury among European medical students. Int J Hyg Environ Health 2011; 214: 407-10. 25. Foley M, Leyden AT. American Nurses Associahon - Independent Study Module Needlestick Safety and Prevenhon. 2004. who.int/occupahonal_health/achvi- hes/lanaism.pdf - ágúst 2013. 26. Bi P, Tully PJ, Boss K, Hiller JE. Sharps injury and body fluid exposure among health care workers in an Australian terhary hospital. Asia-Pac J Pub Health 2008; 20:139-47. 27. Tilskipun ráðs Evrópusambandsins 2010/32 ESB um fram- kvæmd rammasamnings um forvamir gegn áverkum af völdum beittra og oddhvassra áhalda á sjúkrahúsum og við heilsugæslustörf. efta.int/sites/default/files/docu- ments/eea-supplements/icelandic/2012-is/su-nr-07- is-02-02-2012.pdf - október 2013. 28. Valls V, Lozano MS, Yanez R, Martinez MJ, Pascual F, Lloret J, et al. Use of safety devices and the prevention of percutaneous injuries among healthcare workers. Infect Control Hosp Epidemiol 2007; 28:1352-60. 29. Reddy SG, Emery RJ. Assessing the effect of long-term availability of engineering controls on needleshck injuries among health care workers: A 3-year preimplementahon and poshmplementahon comparison. Am J Infect Control 2001; 29:425-7. 30. Embæth landlæknis. Tilkynningarskyldir sjúkdómar. landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/til- kynningarskyldir-sjukdomar/ - september 2013. LÆKNAblaðið 2013/99 563
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.