Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 40
UMFJÖLLUN O G GREINAR Lækning eða kukl? Hendur& inngrip Hugmyndir& hugrænar meðferðir Remedíur og efni Grasalækningar Úr Iffríkinu ■O =1 o Teygjur Nudd Hljóðbylgjur Hnykkingar Vatnsmeöferö Nálastungur Gufuböö Hitameöferö Osteópatla Leirböð Raförvun Þ P Magneslum Melantonin Trönuberjasafi - UTI Olíur í eyra - OMA Afrískt sveskjutré - BPH Pendúlgreiningar Viöbragöafræöi Eyrnakerti Höfuöbeina- og spjaldhryggsjöfnun Bowen-nudd Árunudd Frumöskurs- meöferö Geimveru- læknar Gegnumsýni M öils- ðlæknir Endurheimt lingar minni meöferð Lithimnulestur Draumaráöningar Endurfæöingarmeðferö Heilagt Læknandi vatn dýrðlingar HandanhugleiÖsla Hinn himneski spádómur Hómeópatla Gerviskurðlækningar Ristilskolanir Höfuðkúpuboranir Frelsun Tímabylgja Núll Reiki Lófalestur Chakras Heilun And-alnæmi Númeraspár Raflínuótti Rafsviösjöfnun Jónabönd Nanó-plástrar blóöflokka- fæði Heilagt strlö - gegn vestrænni bólusetningu Margfaldir Seglameðferð dagskammtar Kristallar vítamlna og steinefna Mfkroskópistar Sýru- basa-fæöi Þungt vatn Natúrópatla Ayurvedic remedlur Kjarnaoliur Saga Pro FoodDetective fæöuóþolspróf Blómadropar Aloa vera Sveppir Skfriífisber - PMS Palmettorunni - BPH Brenninetlusafi - BPH llmollumeðferð Olíur með efnum < LD O Djöflasæringar Gemsaótti And-bólusetningar /7 And-lyQanotkun Brennsludrykkir (coffeine) Kava Eitursveppir Ricin Senecio Lækning eða kukl? Yfirlitsmynd um hinar ýnisu „sérgreinar" hjá- lækninga í samantekt Svans Sigurbjörtis- sonar. eru meðferðir með einangruðum efnum eins og magnesíum, háskammta vítamín- um og fleiru úr fæðubótageiranum. Síðan eru til ótal aðferðir og meðferðir sem eru ýmiss konar blanda af ofangreindu, svo sem höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, orkulækningar, heilun, miðlar og fleira." Ekki vinsældakeppni eða smekksatriði Á vefsíðunni upplyst.is má lesa ágætar greinar raunvísindafólks og sérfræðinga um óhefðbundna heilsustarfsemi, heil- brigðismál og matvæli. Um markmið síðunnar segir: „I desember 2012 var stofn- aður vinnuhópur fagfólks sem hefur það markmið að vekja athygli á og berjast gegn ýmis konar bábiljum tengdum heilsu og matvælum sem vaða uppi í samfélaginu. Hópurinn kallast Upplýst og í honum eru ríflega 20 sérfræðingar á ýmsum sviðum heilbrigðisfræða og raungreina (læknis-, lyfja-, líf-, lífefna-, sál-, erfða- og næringar- fræði). Sumt það sem við beinum sjónum okkar að stríðir beinlínis gegn lögum og reglugerðum um neytendavernd, til dæmis órökstuddar fullyrðingar um heilsufars- áhrif á umbúðum matvæla, fæðubótarefna eða á öðrum vörum eða þjónustu með heilsufarslega tengingu. Hópurinn mun veita hér og víðar vandaða og óháða al- menningsfræðslu á þessu sviði. í augum okkar lækna og háskólamennt- aðra heilbrigðisstarfsmanna er næsta augljóst hverjir eru gervivísindamenn og kuklarar og hverjir ekki. Við skulum hafa í huga að í augum sumra kuklara erum við læknar kuklararnir. Það þykir ekki fallegt í heimi hins opna hugarfars að segja að einn hafi rétt fyrir sér og annar ekki. Allar skoðanir eru þar jafn réttháar. Læknir sem leggur út á völl rökræðunnar og gagn- rýnir þá óhefðbundnu er fljótt sagður hrokafullur, neikvæður og jafnvel illvilj- aður. Það þjónar kuklinu vel að þvæla út mörkin og eftir því sem kukl og kuklarar tileinka sér vísindalegra tungutak og blandast inn í vísindalegt umhverfi og jafnvel inn í praktík heilbrigðisstarfsfólks á heilbrigðisstofnunum verður æ erfiðara að greina hvar mörkin liggja. Leikmenn eiga æ erfiðara með að greina muninn. En vísindi og lækningar eru í kjarna sínum ekki vinsældakeppni, lýðræðismál eða smekksatriði. Lífeðlisfræðileg ferli lúta ákveðnum lögmálum sem hafa ekki marg- ar andstæðar skýringar. Það er ekki hægt að hafa mismunandi „skoðun" á slíku. Það geta ekki allir haft rétt fyrir sér en verst er þó þegar heilbrigðisstarfsfólk hefur hleypt kukli inn í stofnanir sínar, háskólafólk tekur að sér að verja kukl og háskólalært fólk iðkar kukl. Afleiðingar kukls eru fyrst og fremst fólgnar í skemmdum á raunverulegri vísindalegri þekkingu fólks. Það útheimtir mikla orku, tíma og peninga að leiðrétta alls kyns haldvillur sem vaða uppi og það er hrein sóun á mannauði að hundruð ungs fólks eyði bestu árum ævi sinnar með ærnum tilkostnaði í að læra kukl. Jafnvel menntamálaráðuneytið hefur lagt blessun sína yfir skóla í kukli með því að kennslufræðilegi þátturinn stenst einhver viðmið ráðuneytisins en faglegi þátturinn er algjörlega látinn lönd og leið." Svanur segir að lokum að ein algeng- asta viðbáran við gagnrýni á kukl og heilsusvindl sé hvort þetta sé ekki bara allt í lagi ef fólk er ánægt. „Nei, því lyfleysu- áhrifin eru skammvinn og það leiðir krafta okkar frá leit að raunverulegum lausnum. Ánægja fólks getur einnig breyst í heilsufarslega martröð þegar í ljós kemur að árangurinn er í rauninni enginn og siðferðislega er þetta einfaldlega ekki verjandi." 588 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.