Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 56
Sjúkrahúsið á Akureyri
ÖRYCCI - SAMVINNA - FRAMSÆKNI
Sjúkrahúsið á Akureyri
Sérfræðingur í lyflækningum
Laus er til umsóknar 100% staöa sérfræðings í lyflækningum.
Staöan veitlst frá 1. janúar 2014 eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Fagleg ábyrgð á meðferð sjúklinga og stefnumótun innan faggreinar
Boðið er upp á fjölbreytt faglegt starf í örvandi starfsumhverfi
Kennsla og leiðsögn til unglækna og nema
Hæfniskröfur
Gilt lækningaleyfi og sérfræðingsréttindi í lyflækningum
Góðir samskiptahæfileikar
Réttindi í undirsérgrein eru æskileg
Reynsla í vísindavinnu og kennslu er æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Á sjúkrahúsinu starfa í dag 6 -7 lyflæknar og þjónusta
sjúklinga á legudeild, göngudeild og bráðamóttöku. Til viðbótar starfa húðsjúkdómalæknir, lungnalæknir, taugalæknir og krabbameinslæknar
í minni starfshlutföllum. Á ársgrundvelli eru um 1500 legur á legudeild, 2400 komur dagsjúklinga, 4000 viðtöl á göngudeild, 1400 speglanir, og
5900 rannsóknir á lífeðlisfræðideild, auk fjölda annarra rannsókna. Sérfræðingar í lyflækningum ganga bakvaktir. Á deildinni starfa kandídatar
og deildarlæknar, einnig eru læknanemar og aðrir nemar í starfsnámi.
Nánari upplýsingar veita Nick Cariglia, forstöðulæknir, nick@fsa.is og Gróa B. Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs, groaj@fsa.
is, bæði í síma 4630100.
Umsóknarfrestur er til og með 7. desember 2013
Umsóknum skal skilaö, á umsóknareyðublaði um læknisstöður sem er á www.fsa.is . Umsóknir sendist til starfsmannastjóra Sjúkrahússins á Akureyri, Eyrar-
landsvegi, 600 Akureyri eða á netfang starf@fsa.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil með upplýsingum um fræðilegar rann-
sóknir og ritstörf, auk kennslustarfa og staðfest afrit fylgi gögnum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru ÖRYGGI - SAMVINNA - FRAMSÆKNI. Við
ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins sem er reyklaus vinnustaður.
604 LÆKNAblaðið 2013/99