Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 27
SJÚKRATILFELLI (degranulation) á rauðkyrningum og samansöfnun rauðkyrninga við yfirborð þekju vísbending um bólguna.7 Einkenni sjúklings, fjöldi rauðkyrninga í blóði, ofnæmispróf eða geislagreining eru ekki talin nægjanleg til greiningar án vefjasýna þó þessi einkenni geti vissulega verið hjálpleg.7 Óljóst er hvað orsakar rauðkyrningabólgu í vélinda en tengsl við ofnæmi eru sterk. Allt að 70% einstaklinga með bólguna eru með jákvæð ofnæmispróf eða sterka sögu um ofnæmi.8'9 Jafnvel þeir sem ekki eru með staðfest ofnæmi svara samt fæðumeðferð þar sem algengir ofnæmisvaldar í fæðu eru útilokaðir.8 Loftbornir ofnæmisvakar eins og frjókorn hafa jafnframt verið tengdir rauð- kyrningabólgu og sjúklingar lýsa mismunandi miklum einkenn- um eftir árstíðum.10 Arangursrík meðferð með barksterum styrkir tilgátu ofnæmis sem aðalorsök.11'12 Dýra- og mannarannsóknir benda sterklega til að um sé að ræða Th2 svörun eða blandaða Thl/ Th2 svörun. Líkt og í öðrum Th2 sjúkdómum virðist meingerðin tengjast ofnæmisvökum í einstaklingum sem eru erfðafræðilega viðkvæmir.13 Rauðkyrningabólga í vélinda er algengari í þeim sem hafa sterka ættarsögu um astma og ofnæmi og í börnum hefur verið lýst að 9% eigi systkini eða foreldri með bólguna.14 Karlmenn virðast í meirihluta sjúklinga og gæti það skýrst af breytingum í geni á X-litningum sem lýst hefur verið við bólguna. Sú gena- breyting gæti haft áhrif á IL13 sem aftur á móti stýrir framleiðslu á Eotaxin 3 sem sterklega tengist rauðkyrningabólgu.13 Meðferð rauðkyrningabólgu í vélinda snýr fyrst og fremst að því að reyna að útiloka þær fæðutegundir sem kunna að orsaka bólgu. Ofnæmispróf, hvort heldur húðpróf eða blóðprufur, geta verið hjálpleg.7 Ef ekki er hægt að finna ákveðna fæðu sem of- næmisvald, má reyna útilokunarmataræði þar sem kerfisbundið er tekin út fæðu. Mjólkurvörur, egg, hveiti, soja, skeldýr og hnetur eru fæðuflokkar sem eru fjarlægðir og þá mjólk oftast fyrst. Ef ekki er gerlegt eða vilji til að taka fæðuflokka út úr mataræði, má prófa að nota eingöngu næringarblöndur þar sem eggjahvítuefni eru niðurbrotin tví- eða þrípeptíð eða innihalda eingöngu amínósýrur og er þetta gagnlegt, einkum í ungum börnum.15 Þá er fylgst með einkennum og/eða endurtekin speglun meðan fæðutegundum er bætt aftur inn í mataræðið, einni í senn, í þeim tilgangi að finna viðeigandi mataræði. Ef ekki tekst að lækna bólguna með mat- aræði má nota barkstera, annaðhvort með því að kyngja innúðas- terum sem að jafnaði eru notaðir við astma eða steralausn sem sérstaklega er ætlað að virka staðbundið í vélinda1112 en sjaldnar með hefðbundnum sterum vegna aukaverkana. Samkvæmt nýj- ustu greiningarskilmerkjum þarf að byrja á að meðhöndla rauð- kyrningabólgu í vélinda með sýruhemjurum til að útiloka aðrar ástæður slíkrar bólgu, það er vegna sýrubakflæðis (PPl responsive eosophageal eosinophilia). Astæðan er sú að í vélindabólgu vegna sýrubakflæðis má finna rauðkyrninga, þó í minna mæli sé, og það er nokkuð algengt að til staðar sé rauðkyrningabólga sem uppfyllir öll skilmerki hennar en lagast á prótón-pumpuhemjurum.5 Báðir sjúklingar höfðu viðvarandi einkenni. Ekki er ljóst hverjar langtímahorfur rauðkyrningabólgu í vélinda eru. Sökum þess hve nýlega greining þessa sjúkdóms hófst, vitum við lítið um náttúru- legan gang hans. Af 660 börnum sem fylgt var í 14 ár gátu aðeins 10% hópsins farið aftur á almennt fæði.8 Svo virðist sem viðvarandi þrengsli geti myndast í fullorðnum og rannsókn á endurteknum sýnum frá vélinda benda til þess að örvefur myndist í sumum einstaklingum.13 Enn er óljóst hvort langvinn sterameðferð breyti gangi sjúkdómsins. Heimildir 1. Landres R, Kuster G, Strum W. Eosinophilic esophagitis in a patient with vigorous achalasia. Gastroenterology 1978; 74:1298-130. 2. Kelly KJ, Lazenby AJ, Rowe PC, Yardley JH, Perman JA, Sampson HA. Eosinophilic esophagitis attributed to gastroesophageal reflux: improvement with an amino acid-based formula. Gastroenterology 1995; 109:1503-12. 3. Orenstein SR, Shalaby TM, Di Lorenzo C, Putnam PE, Sigurdsson L, Mousa H, et al. The spectrum of pediatric eosinophilic esophagitis beyond infancy: a clinical series of 30 children. Am J Gastroenterol 2000; 95:1422-30 4. Liacouras CA, Wenner WJ, Brown K, Ruchelli E. Primary eosinophilic esophagitis in children: successful treatment with oral corticosteroids. J Pediatr Gastroenterol Nutr 1998; 26: 380-5. 5. Fox VL, Nurko S, Furuta GT. Eosinophilic esophagitis: it's not just kid's stuff. Gastrointest Endosc 2002; 56: 260-70. 6. Khan S, Orenstein SR, Di Lorenzo C, Kocoshis SA, Putnam PE, Sigurdsson L, et al. Eosinophilic esophagitis: strict- ures, impactions, dysphagia. Dig Dis Sci 2003; 48: 22-9. 7. Liacouras CA, Furuta GT, Hirano I, Atkins D, Attwood SE, Bonis PA, et al. Eosinophilic esophagitis: updated consensus recommendations for children and adults. J Allergy Clin Immunol 2011; 128:3-20. 8. Spergel JM, Brown-Whitehom TF, Beausoleil JL, Franciosi J, Shuker M, Verma R, et al. 14 years of eosinophilic esophagitis: clinical features and prognosis. J Pediatr Gastroenterol Nutr 2009; 48: 30-6. 9. Erwin EA, James HR, Gutekunst HM, Russo JM, Kelleher KJ, Platts-Mills TA. Semm IgE measurement and detection of food allergy in pediatric patients with eosinophilic esophagitis. Ann Allergy Asthma Immunol 2010; 104:496- 502. 10. Almansa C, Krishna M, Buchner AM, Ghabril MS, Talley N, DeVault KR, et al. Seasonal distribution in newly diagnosed cases of eosinophilic esophagitis in adults. Am J Gastroenterol 2009; 104: 828-33. 11. Dohil R, Newbury R, Fox L, Bastian J, Aceves S. Oral viscous budesonide is effective in children with eos- inophilic esophagitis in a randomized, placebo-controlled trial. Gastroenterology 2010; 139: 418-29. 12. Konikoff MR, Noel RJ, Blanchard C, Kirby C, Jameson SC, Buckmeier BK, et al. A randomized, double-blind, placebo-controlled trial of fluticasone propionate for pediatric eosinophilic esophagitis. Gastroenterology 2006; 131:1381-91. 13. Blanchard C, Rothenberg ME. Basics pathogenesis of eosinophilic esophagitis. Gastrointest Endosc Clin N Am 2008; 18:133-43. 14. Noel RJ, Putnam PE, Rothenberg ME. Eosinophilic esop- hagitis. N Engl J Med 2004; 351: 940-1. 15. Spergel JM, Brown-Whitehom TF, Cianferoni A, Shuker M, Wang ML, Verma R, et al. Identification of causative foods in children with eosinophilic esophagitis treated with an elimination diet. J Allergy Clin Immunol 2012; 130:461-7. LÆKNAblaðið 2013/99 575
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.