Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 48
UMFJÖLLUN O G GREINAR Á markaðnum í Hoi An, - gamalli hafnarborg þar sem Japanir, Kín- verjar, Hollendingar og Indverjar gerðu sig heimakomna við verslun og viðskipti á 17. og 18. öld. Gamli bærinn er óbreyttur síðan á dögum þessara kaupmanna, hann er lágreistur og lifandi og ansi hipp og kúl, þar eru skraddarar og kjólameistarar og hönnuðir á hverju horni, og þar fœst krydd og dúkar, teppi og alls kyns varningur og matargerðin er í heimsklassa. Grœnmeti á markaðnum gœti ekki ferskara og holl- ara verið, það er sumt mjög miðaldalegt útlits og minnir varla á mat, en hér er hvorki notuðfrystivara né örbylgja. Til tnarks um hversu „lifandi" staðurinn er má geta þess að á hótelherbergi okkar voru tveir froskar að tsjilla og annar þeirra gerðist laumufarþegi í veskinu mínu. Hann skaut svo upp smetti í næstu borg og mœttiþargrimmum örlögum sínum. Við geitin í Asíu Védís Skarphéðinsdóttir Ég á tvær dætur, Ingibjörgu og Guðrúnu, og ef þær hefðu fæðst þegar ég var um tvítugt hefðu þær líklega heitið Hneta og Rjúpa. En þess í stað bera þær klassísk íslensk nöfn en hafa alltaf verið kallaðar ýmsum nöfnum, oftast apríkósa og geit. Það var geitin sem fór með mér í Asíureisu sem hér verður rakin. I blaðamannssamningi við útgefendur eru þeir dásamlegu skilmálar að blaða- maður geti á nokkurra ára fresti fengið þriggja mánaða leyfi. Þetta leyfi tók ég síðastliðið vor og þegar Guðrún var búin með prófin stungum við af út í spegil- sléttan flóann sem Víetnam hringar sig í kringum. A leiðinni þangað urðum við að gera stuttan stans í Dúbæ, og þegar við höfðum gert Víetnam skil flugum við til Siem Reap í Kambódíu og þaðan til Bang- kok í Tælandi. Nýstiídenlar í Hanoi í víetnömskum spari- fötum að sjálfsögðu - í gamla háskólanum eða bókmenntahofinu sem var stofnsett árið 1070. Nöfn nemenda eru hoggin út í þykkar sleintöflur sem hvíla á bakinu á skjaldbökum. Þau dýr eru í hávegum liöfð á þessum slóðum og allir trúa á risaskjaldböku sem býr í tjörn í 101 Hanoi. Dúbæ gæti átt innkomu í Star Wars, fríkaður staður og áttunarvandinn liggur einsog mara yfir öllu. Gull og gersemar, fleiri flugvélar en bílar, talandi gos- brunnar, kvikasilfrið fast við 40 gráður eða ofar, og ef einhver vara fæst ekki í borginni þá er hún bara einfaldlega ekki til! Mannfólkið einsog í 1001 nótt, með öll sín öpptúdeit fjarskiptatæki frá apple, emírar og kalífar og ómarar í nýþvegnum og pressuðum snjóhvítum kuflum og svo heilu hjarðirnar af kvenfólki f kolsvörtum brakandi búrkum. Við héldum fluginu áfram með Emir- ates, konungum sandsins. Næsta mál á dagskrá: HCMC, Ho Chi Minh City, eða bara Saigon einsog borgin hét sem var nefnd í hverjum einasta fréttatíma í víðri veröld í ameríska stríðinu einsog Víetnamar kalla það - allir aðrir segja Víetnamstríðið. Stóreygar mæðgur ofan af íslandi eru fagnaðarefni á þessum slóðum og einkum Þessum leiguhjólara leist vel á íslensku sparibaukana sem þurftu að komast uppá lagið með að reikna út loka- prísinn. 283.000 víetnömsk dong jafngilda 10 evrum sem eru 1600 kall - það kostaði til dæmisfyrsta máltíðin sem samanstóð afþremur stórum hrísgrjónaréttum, einum bjór og einum ferskum ávaxtasafa. vildu leiguhjólamenn hafa af okkur fé, en það voru upphæðir sem skiptu engu máli. Við fyrstu kynni er Saigon hræðileg: stór, menguð, ruglingsleg, sjóðheit, ljóslaus og göturnar alveg pakkaðar af ærandi vél- hjólum. Það er útilokað að komast yfir breiðgöturnar þeirra án þess að krækja saman höndum og leggja á djúpið, fyrst gargaði ég dáldið á leiðinni en eftir 6 vikna ferðalag á vélhjólaslóðum vorum við orðnar alveg sallakúl og gengum ákveðið, óhræddar og virðulegar gegnum bullandi umferð á 8 akreina götum og vorum eins og Móses á svipinn og hjólafljótið vék fyrir okkur hvar sem við stigum niður fæti. Framhald ferðasögunnar er rakið í myndatextum. Ekki margar bókabúðir sem urðu á vegi okkar. íþessari búð fengust bara vel með farnar gamlar teiknimynda- sögur, í strangri röð og reglu, og það var bannað að koma á skónum inn í búðina. 596 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.