Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 51
LÖGFRÆÐI 6. PISTILL Læknar eru hvattir til að koma á framfæri við ritstjórn eða pistlahöfund ábendingum um efni sem þeir vilja að fjallað verði um. Aðgangur að sjúkraskrám Það teljast sjálfsögð mannréttindi að sjúklingar eigi aðgang að eigin sjúkraskrá. Það er því merkilegt til þess að hugsa að það eru einungis 30 ár síðan fyrstu laga- ákvæðin um þennan rétt voru lögfest. Hér og í næsta pistli verður fjallað um aðgang að sjúkraskrám, fyrst er það saga lagaákvæðanna en í næsta efnisreglurnar sjálfar. Aðgangur sjúklinga að eigin sjúkraskrá var fyrst lögfestur með lögum um kerfis- bundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni, nr. 63/1981 (tölvulög). Með 2. mgr. 10. gr. laganna var opnað fyrir aðgang sjúklinga að eigin sjúkraskrá. Akvæðið var svohljóðandi: Nú telur maður, að upplýsingar um hagi sína séu ritaðar í sjúkraála eða önnur sjúkra- registur eða sjúklingaskrár, og vill hann fá vitneskju um efni þeirra. Skal hann þá óska þess við heimilislækni sinn, eða annan þann lækni, sem fjallað hefur um heilsuhagi hans, að hann leiti eftir upplýsingum þessum frá þeim, sem ábyrgur er fyrir skráningu. Þessi aðili skýrir lækninum frá upplýsingunum, svo að honum sé kleift að koma þeim á fram- færi við viðkomanda. I skýringum með ákvæðinu segir að það eigi sér danska fyrirmynd. Reglan styðjist við tvenns konar sjónarmið. í fyrsta lagi væru skráðar upplýsingar oft torskildar fyrir annan en læknis- fróðan mann, og myndu því í mörgum tilvikum koma að takmörkuðum notum fyrir sjúklinginn sjálfan. í öðru lagi geti beinlínis verið skaðlegt, eða að minnsta kosti varhugavert, að sjúklingur fái beinar upplýsingar um heilsuhagi sína. Því væri nærlægast, að sá læknir, sem fjallað hefði um heilsuhagi sjúklingsins, meti þetta.1 Löggjafinn taldi því ástæðu til að stíga afar varlega til jarðar þegar þessi nú sjálfsögðu mannréttindi voru fyrst lögfest. Tölvulögin voru lögfest á ný með lögum nr. 39/1985 og ákvæðið um aðgang sjúklinga að eigin sjúkraskrá óbreytt í 10. gr. þeirra. Með læknalögum nr. 53/1988 var þessi réttur sjúklinga rýmkaður verulega og læknum gert skylt að afhenda sjúklingi sjúkraskrána, alla eða að hluta. Sá fyrirvari var þó gerður að afhendingin þjónaði hagsmunum sjúklings. Léki vafi á nauð- syn afhendingar eða ef ástæða þótti til vegna ákvæða laganna um þagnarskyldu var lækni heimilt að afhenda landlækni sjúkragögnin sem trúnaðarmál til frekari fyrirgreiðslu. I skýringum kom fram að hér væri um að ræða nýmæli í lögum, en ekki framkvæmd.2 Strax reis ágreiningur um hvort aðgangsheimildin væri afturvirk, það er hvort hún næði til sjúkraskráa sem færðar voru fyrir gildistöku læknalaganna. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um hann í máli nr. 79/1989 og taldi heimildina ná til allrar sjúkraskrárinnar. Með lögum nr. 50/1990 var þó ákveðið að aðgangurinn næði ekki til sjúkraskráa sem færðar voru fyrir gildistöku laganna. Fór löggjafinn þar aðra leið en lögð hafði verið til í frum- varpi ráðherra. Fleiri breytingar voru gerðar á 16. gr. læknalaga, meðal annars sú að lögfest var að sjúkraskrá væri eign þeirrar heilbrigðisstofnunar þar sem hún var færð eða þess læknis sem hana færði. Sömuleiðis var skýrt tekið fram í lagatextanum að það væri afrit af sjúkra- skránni sem sjúklingurinn fengi afhent en ekki sjúkraskráin sjálf. Agreiningnum um aðgang að sjúkra- skrám lauk með setningu upplýsingalaga Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Læknafélags íslands DoggP@lis.is nr. 50/1996.1 25. gr. laganna var felldur brott sá hluti 2. mgr. 16. gr. læknalaga sem bannaði aðgang sjúklinga að eigin sjúkraskrá sem færð var fyrir 1. júlí 1988. í athugasemdum vegna breytingarinnar kemur fram að hún sé nauðsynleg meðal annars vegna lögfestingar mannréttinda- sáttmála Evrópu hér á landi með lögum nr. 62/1994. Auk þess fælist í breytingunni sú samræming að færa ákvæði læknalaga um aðgang að eigin sjúkraskrá megin- reglum upplýsingalaga varðandi aðgang einstaklinga að upplýsingum um þá sjálfa.3 Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 gengu í gildi 1. júlí 1997. Lagaákvæði um sjúkraskrár voru í 14. gr. og var hún í samræmi við 16. gr. læknalaga, eins og henni hafði verið breytt með upplýsinga- lögunum. Þó var sú meginbreyting gerð á ákvæðinu að felld var brott reglan um að sjúkraskrá væri eign heilbrigðisstofnunar þar sem hún var færð eða þess læknis sem hana færði. Þess í stað var lögfest að sjúkraskrá skyldi varðveita hjá þessum aðilum. í framsögu formanns heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis kom fram ástæða þessarar breytingar væri sú að það væri siðferðilega ekki hægt að segja að sjúkraskrá sem fæli í sér sjúkrasögu einstaklingsins væri eign einhvers annars en viðkomandi sjúklings.1 Heimildir 1. althingi.is/altext/103/s/pdf/0002.pdf - nóvember 2013 2. Sjá athugasemdir við 15. gr. í frumvarpi til læknalaga. Alþt. 1986, A-deild, bls. 1175). í fullyrðingunni felst að framkvæmdin hafi í raun verið önnur en tölvulögin mæltu fyrir um. 3. althingi.is/altext/120/s/0630.html - nóvember 2013 4. althingi.is/altext/121/05/rl6252817.sgml - nóvember 2013 LÆKNAblaölð 2013/99 599
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.