Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 53
Gullfoss, skip Eimskipafélags íslands hf. Gullfoss var smíðaöur í Danmörku árið 1950 og var fram um 1970 lengst afí áætlunarsiglingum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar. Myndin er úr viðtaii við Kristján Aðalsteinsson, skipstjóra, í jólablaði Tímans 1976. (Myndvinnsla: Jóhannes Long.) reyna að sauma sárið saman. Valdi ég til þess stærstu nálarnar í kistunni. Óþarfi mun að segja læknum að höfuðleður á fullorðnum er bæði þykkt og seigt. Fór því svo að nálarnar gengu ekki í gegn, heldur flettust út og beygluðust til ónýtis. Ég leitaði nú að sáraklemmum í kistunni, en fann engar. Fannst mér því sem hér væri í fyllsta óefni komið. Skyndilega skaut upp þeirri hugsun að ágætur nafni minn, Þor- kell Gunnarsson búrmaður, myndi eiga nálar sem dygðu á höfuðleður! í Gullfossi var rómað kalt borð sem Guðmundur Þórðarson bryti og Þorkell Gunnarsson búrmaður höfðu mestan veg og vanda af. Ég vissi að Þorkell bjó af metnaði sínum til suma kjötréttina sjálfur, þar á meðal rúllupylsu. Ég taldi því víst að í eldhúsinu væru öflugar rúllupylsu- nálar sem stinga mætti gegnum þykk kjötslög. Lét ég nú sækja þessar nálar og sjóða nokkrar þeirra. Með þessum öflugu nálum og ágætri hjálp þriggja manna úr áhöfn skipsins tókst mér á endanum að sauma höfuðleður mannsins saman þarna á messaborðinu. Minnir mig að ég hafi að lokum komið 10 eða 11 sporum í höfuð- leðrið með þessum happanálum nafna míns þannig að það héldist örugglega uppi. Ásjóna mannsins var að vísu ekki falleg, en sem betur fer var enginn spegill honum nærtækur! Ég gaf manninum svo sýklalyf til þess að draga úr hættu á sýk- ingu, einhver róandi lyf og verkjadeyfandi lyf í töfluformi úr lyfjakistunni. Næsta dag hafðist maðurinn mest við í klefa sínum í umsjá áhafnarinnar og þurfti ég ekki að hafa afskipti af honum frekar. Morguninn eftir var svo komið til Kaupmannahafnar. Ég frétti það síðar af manninum að hann hefði komist sinna erinda á Borgar- spítalann í Kaupmannahöfn og aftur heim með skipinu. Faðir minn lét þau boð ganga til mín nokkrum vikum síðar, að maðurinn hefði náð sér eftir slysið og ekki borið nein óhæfileg mein af þessari grófu læknisaðgerð. Létti mér við þá fregn. Að lokum er þess að geta að um kvöldið eftir þetta fór ég aftur upp í reyksal og lauk þar 2-3 spilum fyrir lokun. Var mér þá greinilega nokkuð brugðið og var skjálfhentur þegar ég tók til spil- anna. Hefur þetta sennilega ekki dulist góðkunningja mínum, brytanum, því að hann sendi þegjandi til mín vænt viskí- glas. Breiddi það óneitanlega skýjahulu yfir óhappaatvik kvöldsins og bjó í haginn fyrir slakan svefn að aflíðandi miðnætti. LÆKNAblaðið 2013/99 601
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.