Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 19
RANNSÓKN Tafla II. Meðhöndlun utanlegsþykktar á Islandl 2000-2009. Heildarfjöldi N = 836 2000-2004 N = 444 2005-2009 N = 392 n % n % n % Biðmeðhöndlun 16 1,9 7 1,6 9 2,3 MTX-meðferð 27 3,2 2 0,4 25 6,4 Árangurslaus lyfjameðferð 6 22,2 Aðgerð 793 94,9 435 98,0 358 91,3 Enduraðgerð 21 2,7 MTX I kjölfar aðgerðar Innan 24 tíma frá aðgerð 2 0,3 Eftir 24 tíma frá aðgerð 13 1,6 14,1/1000 skráðar þunganir (p=0,003) og úr 14,1/10000 konum í 11,7/10000 (p<0,009). Meðalaldur við greiningu var 30,6 ár (bil 15-46 ára). Atta konur voru í aldurshópnum 45-46 ára. Að þeim meðtöldum var nýgengið á öllu tímabilinu 12,2/10000 konur á ári. Mynd 1 sýnir nýgengi í hverjum 5 ára aldurshópi miðað við 1000 þunganir og breytingu milli 5 ára tímabilanna. Með aðgerð voru staðfestar 799 utanlegsþykktir; þar af 786 í eggjaleiðara (98,4%), 8 á eggjastokk (1,0%) og 5 í leghluta eggja- leiðara (0,6%). Af þeim konum sem voru með eggjaleiðaraþykkt var ein með utanlegsþykkt í báðum eggjaleiðurum og fjórar með staðvilluþungun (þungun á sama tíma innan og utan legs, hete- rotopic pregnancy). Af þeim gengu þrjár fulla meðgöngu eftir að utanlegsþykktin var fjarlægð og fæddu lifandi barn. Yfirlit um meðferð og aðgerðartækni á öllu landinu eru í töflum II og III. Á fyrra 5 ára tímabilinu fóru 98,0% í aðgerð sem fyrstu meðferð og aðeins tvær konur fengu MTX sem fyrstu meðferð. Á seinna tímabilinu fóru 91,3% kvennanna í aðgerð og 6,4% fengu MTX (p<0,0001). Lyfjameðferð með MTX var aðeins veitt á Land- spítala. Af 27 konum sem fengu MTX sem fyrstu meðferð fóru 6 (22,2%) í aðgerð vegna misheppnaðrar lyfjameðferðar. Meðaltal ji-hCG þéttni í sermi við upphaf MTX-meðferðar var 918,2 IU/L (bil 193,9-2186 IU/L) hjá konum sem þurftu aðgerð eftir lyfjameð- ferð, en 617,3 IU/L (bil 82,0-2723 IU/L) þar sem MTX-meðferðin dugði. Smæð hópanna gerði frekari samanburð ekki raunhæfan. Alls fóru 14,7% í opna skurðaðgerð en 85,3% í kviðsjáraðgerð eingöngu. Marktæk fjölgun varð á kviðsjáraðgerðum milli 5 ára tímabila (p<0,0001). Eggjaleiðari var fjarlægður hjá 571 konu (72,0%) en skilinn eftir hjá 222 (28,0%). Eggjaleiðarinn var tekinn í 77,8% opinna skurðaðgerða en 71,0% kviðsjáraðgerða. Þessi munur reyndist ekki marktækur, hvorki fyrir allt tímabilið né milli 5 ára tímabila. Alls fór 21 kona í enduraðgerð og 13 konur fengu viðbót- armeðferð með MTX þegar liðnar voru meira en 24 klukkustundir frá aðgerð, sem tókst hjá 10 konum en þrjár þurftu enduraðgerð þrátt fyrir MTX. Samtals þurfti því 31 kona (3,9%) viðbótarmeð- ferð eftir skurðaðgerð, það er aðra skurðaðgerð, MTX eða hvort tveggja. Af þeim voru 26 konur þar sem eggjaleiðari var skilinn eftir í fyrstu aðgerð eða 11,7% af þeim 222 þar sem eggjaleiðarinn var skilinn eftir. Meirihluti meðferða var á Landspítala (77,4%), en þar fóru 605 konur af 647 (93,5%) í aðgerð sem fyrstu meðferð; 34 (5,6%) í opna skurðaðgerð og 571 (94,4%) í kviðsjáraðgerð eingöngu. Marktæk fjölgun varð á kviðsjáraðgerðum, úr 91,3% á fyrra 5 ára tímabilinu í 98,1% á því seinna (p<0,001). Tíu konur voru lagðar inn vegna fylgikvilla innan 30 daga. Eggjaleiðari var fjarlægður hjá 423 (69,9%) en skilinn eftir hjá 182 (30,1%). Um 7 sinnum meiri líkur voru á að eggjaleiðari væri tekinn ef aðgerð var opin (94,1%), mið- að við kviðsjáraðgerð (68,5%)(OR: 7,37, 95% CI 1,75-31,07, p<0,002). Ekki var marktækur munur milli 5 ára tímabilanna. Alls voru 189 konur meðhöndlaðar utan Landspítala og allar fóru í aðgerð sem fyrstu meðferð nema ein sem fékk biðmeðhöndl- un á seinna tímabilinu. I opna skurðaðgerð fóru 83 konur (44,2%) og 105 (55,8%) í kviðsjáraðgerð eingöngu. Milli tímabilanna fjölg- aði kviðsjáraðgerðum (p<0,001). Eggjaleiðari var fjarlægður hjá 148 konum (78,7%) en skilinn eftir hjá 40 (21,3%). Rúmlega tvöfalt minni líkur voru á að eggjaleiðari væri tekinn ef aðgerð var opin, miðað við kviðsjáraðgerð (OR: 0,44, 95% CI 0,22-0,90, p<0,03). Eggjaleiðari var skilinn eftir í 28,9% opinna skurðaðgerða en 15,2% kviðsjáraðgerða. Ekki var marktækur munur milli 5 ára tímabila á því hvort eggjaleiðarinn var tekinn eða skilinn eftir í opinni skurðaðgerð annars vegar og kviðsjáraðgerð hins vegar. Á öllu landinu var meðallega eftir opna skurðaðgerð 3,2 dagar en 0,9 dagar eftir kviðsjáraðgerð (p<0,001). Meðallega eftir opna aðgerð styttist úr 3,4 dögum á fyrra tímabilinu í 2,6 daga á því seinna (p<0,01). Meðallega eftir kviðsjáraðgerð breyttist ekki milli tímabilanna. Á Landspítala styttist meðallega eftir opna skurðað- gerð úr 3,5 dögum í 1,4 daga (p=0,0006), en engin breyting varð á meðallegu eftir kviðsjáraðgerðir. Meðallega eftir kviðsjáraðgerð á sjúkrastofnunum á landsbyggðinni styttist úr 1,5 degi í 1,1 dag (p<0,02) og eftir opna skurðaðgerð úr 3,4 í 2,8 daga milli tímabil- anna (ekki marktæk breyting). Tafla III. Aðgerðartækni notuð við meðferð á utanlegsþykkt á Islandl 2000-2009. Heildarfjöldi, N = 793 2000-2004, N = 435 2005-2009, N = 358 n % n % n % Opin kviðskurðaðgerð 47 5,9 32 7,3 15 4,2 Eggjaleiðari fjarlægður 42 89,4 29 90,6 13 86,7 Eggjaleiðari skilinn eftir 5 10,6 3 9,4 2 13,3 Opin kviðskurðaðgerð, skipt úr kviðsjáraðgerð 70 8,8 53 12,2 17 4,7 Eggjaleiðari fjarlægður 49 70,0 37 69,8 12 70,6 Eggjaleiðari skilinn eftir 21 30,0 16 39,2 5 29,4 Kviðsjáraðgerð 676 85,3 350 80,5 326 91,1 Eggjaleiðari fjarlægður 480 71,0 239 68,3 241 73,9 Eggjaleiðari skilinn eftir 196 29,0 111 31,7 85 26,1 LÆKNAblaðið 2013/99 567
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.