Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2013, Side 19

Læknablaðið - 15.12.2013, Side 19
RANNSÓKN Tafla II. Meðhöndlun utanlegsþykktar á Islandl 2000-2009. Heildarfjöldi N = 836 2000-2004 N = 444 2005-2009 N = 392 n % n % n % Biðmeðhöndlun 16 1,9 7 1,6 9 2,3 MTX-meðferð 27 3,2 2 0,4 25 6,4 Árangurslaus lyfjameðferð 6 22,2 Aðgerð 793 94,9 435 98,0 358 91,3 Enduraðgerð 21 2,7 MTX I kjölfar aðgerðar Innan 24 tíma frá aðgerð 2 0,3 Eftir 24 tíma frá aðgerð 13 1,6 14,1/1000 skráðar þunganir (p=0,003) og úr 14,1/10000 konum í 11,7/10000 (p<0,009). Meðalaldur við greiningu var 30,6 ár (bil 15-46 ára). Atta konur voru í aldurshópnum 45-46 ára. Að þeim meðtöldum var nýgengið á öllu tímabilinu 12,2/10000 konur á ári. Mynd 1 sýnir nýgengi í hverjum 5 ára aldurshópi miðað við 1000 þunganir og breytingu milli 5 ára tímabilanna. Með aðgerð voru staðfestar 799 utanlegsþykktir; þar af 786 í eggjaleiðara (98,4%), 8 á eggjastokk (1,0%) og 5 í leghluta eggja- leiðara (0,6%). Af þeim konum sem voru með eggjaleiðaraþykkt var ein með utanlegsþykkt í báðum eggjaleiðurum og fjórar með staðvilluþungun (þungun á sama tíma innan og utan legs, hete- rotopic pregnancy). Af þeim gengu þrjár fulla meðgöngu eftir að utanlegsþykktin var fjarlægð og fæddu lifandi barn. Yfirlit um meðferð og aðgerðartækni á öllu landinu eru í töflum II og III. Á fyrra 5 ára tímabilinu fóru 98,0% í aðgerð sem fyrstu meðferð og aðeins tvær konur fengu MTX sem fyrstu meðferð. Á seinna tímabilinu fóru 91,3% kvennanna í aðgerð og 6,4% fengu MTX (p<0,0001). Lyfjameðferð með MTX var aðeins veitt á Land- spítala. Af 27 konum sem fengu MTX sem fyrstu meðferð fóru 6 (22,2%) í aðgerð vegna misheppnaðrar lyfjameðferðar. Meðaltal ji-hCG þéttni í sermi við upphaf MTX-meðferðar var 918,2 IU/L (bil 193,9-2186 IU/L) hjá konum sem þurftu aðgerð eftir lyfjameð- ferð, en 617,3 IU/L (bil 82,0-2723 IU/L) þar sem MTX-meðferðin dugði. Smæð hópanna gerði frekari samanburð ekki raunhæfan. Alls fóru 14,7% í opna skurðaðgerð en 85,3% í kviðsjáraðgerð eingöngu. Marktæk fjölgun varð á kviðsjáraðgerðum milli 5 ára tímabila (p<0,0001). Eggjaleiðari var fjarlægður hjá 571 konu (72,0%) en skilinn eftir hjá 222 (28,0%). Eggjaleiðarinn var tekinn í 77,8% opinna skurðaðgerða en 71,0% kviðsjáraðgerða. Þessi munur reyndist ekki marktækur, hvorki fyrir allt tímabilið né milli 5 ára tímabila. Alls fór 21 kona í enduraðgerð og 13 konur fengu viðbót- armeðferð með MTX þegar liðnar voru meira en 24 klukkustundir frá aðgerð, sem tókst hjá 10 konum en þrjár þurftu enduraðgerð þrátt fyrir MTX. Samtals þurfti því 31 kona (3,9%) viðbótarmeð- ferð eftir skurðaðgerð, það er aðra skurðaðgerð, MTX eða hvort tveggja. Af þeim voru 26 konur þar sem eggjaleiðari var skilinn eftir í fyrstu aðgerð eða 11,7% af þeim 222 þar sem eggjaleiðarinn var skilinn eftir. Meirihluti meðferða var á Landspítala (77,4%), en þar fóru 605 konur af 647 (93,5%) í aðgerð sem fyrstu meðferð; 34 (5,6%) í opna skurðaðgerð og 571 (94,4%) í kviðsjáraðgerð eingöngu. Marktæk fjölgun varð á kviðsjáraðgerðum, úr 91,3% á fyrra 5 ára tímabilinu í 98,1% á því seinna (p<0,001). Tíu konur voru lagðar inn vegna fylgikvilla innan 30 daga. Eggjaleiðari var fjarlægður hjá 423 (69,9%) en skilinn eftir hjá 182 (30,1%). Um 7 sinnum meiri líkur voru á að eggjaleiðari væri tekinn ef aðgerð var opin (94,1%), mið- að við kviðsjáraðgerð (68,5%)(OR: 7,37, 95% CI 1,75-31,07, p<0,002). Ekki var marktækur munur milli 5 ára tímabilanna. Alls voru 189 konur meðhöndlaðar utan Landspítala og allar fóru í aðgerð sem fyrstu meðferð nema ein sem fékk biðmeðhöndl- un á seinna tímabilinu. I opna skurðaðgerð fóru 83 konur (44,2%) og 105 (55,8%) í kviðsjáraðgerð eingöngu. Milli tímabilanna fjölg- aði kviðsjáraðgerðum (p<0,001). Eggjaleiðari var fjarlægður hjá 148 konum (78,7%) en skilinn eftir hjá 40 (21,3%). Rúmlega tvöfalt minni líkur voru á að eggjaleiðari væri tekinn ef aðgerð var opin, miðað við kviðsjáraðgerð (OR: 0,44, 95% CI 0,22-0,90, p<0,03). Eggjaleiðari var skilinn eftir í 28,9% opinna skurðaðgerða en 15,2% kviðsjáraðgerða. Ekki var marktækur munur milli 5 ára tímabila á því hvort eggjaleiðarinn var tekinn eða skilinn eftir í opinni skurðaðgerð annars vegar og kviðsjáraðgerð hins vegar. Á öllu landinu var meðallega eftir opna skurðaðgerð 3,2 dagar en 0,9 dagar eftir kviðsjáraðgerð (p<0,001). Meðallega eftir opna aðgerð styttist úr 3,4 dögum á fyrra tímabilinu í 2,6 daga á því seinna (p<0,01). Meðallega eftir kviðsjáraðgerð breyttist ekki milli tímabilanna. Á Landspítala styttist meðallega eftir opna skurðað- gerð úr 3,5 dögum í 1,4 daga (p=0,0006), en engin breyting varð á meðallegu eftir kviðsjáraðgerðir. Meðallega eftir kviðsjáraðgerð á sjúkrastofnunum á landsbyggðinni styttist úr 1,5 degi í 1,1 dag (p<0,02) og eftir opna skurðaðgerð úr 3,4 í 2,8 daga milli tímabil- anna (ekki marktæk breyting). Tafla III. Aðgerðartækni notuð við meðferð á utanlegsþykkt á Islandl 2000-2009. Heildarfjöldi, N = 793 2000-2004, N = 435 2005-2009, N = 358 n % n % n % Opin kviðskurðaðgerð 47 5,9 32 7,3 15 4,2 Eggjaleiðari fjarlægður 42 89,4 29 90,6 13 86,7 Eggjaleiðari skilinn eftir 5 10,6 3 9,4 2 13,3 Opin kviðskurðaðgerð, skipt úr kviðsjáraðgerð 70 8,8 53 12,2 17 4,7 Eggjaleiðari fjarlægður 49 70,0 37 69,8 12 70,6 Eggjaleiðari skilinn eftir 21 30,0 16 39,2 5 29,4 Kviðsjáraðgerð 676 85,3 350 80,5 326 91,1 Eggjaleiðari fjarlægður 480 71,0 239 68,3 241 73,9 Eggjaleiðari skilinn eftir 196 29,0 111 31,7 85 26,1 LÆKNAblaðið 2013/99 567

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.