Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.12.2013, Blaðsíða 29
Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Hálffullt glas Guðrún Jóhanna Georgsdóttir heimilislæknir Heilsugæslunni Firði Hafnarfirði gjgeorgs@gmail. com Það er mér hugðarefni að leita að nokkrum dropum hér og þar til að glasið verði frekar hálffullt en ekki hálftómt. Það hefur þó reynst mér nokkuð torvelt undanfarið, sérstaklega varðandi stöðu heilbrigðismála og það sem snýr að okkur læknunum. Það er mér þó mikið ánægjuefni að nefna að ungir læknar eru kraftmikið og duglegt fólk sem vill leggja sitt af mörkum til þess að staða lækninga verði betri í framtíðinni. Á dögunum tóku ungir verð- andi sérfræðingar í heimilislækningum sig til og héldu fund um framtíðarsýn heilsu- gæslunnar og kjaramál. Þar voru meðal annars kynntar niðurstöður úr starfs- ánægjukönnun sérnámslækna, sem og hugmyndir þeirra að úrbótum á launum og starfsemi heilsugæslunnar. Ánægjulegt var að þangað mættu ýmsir forsvarsmenn innan heilsugæslunnar til að fylgjast með, en heilbrigðisráðherra sá sér því miður ekki fært að koma og var enginn fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins á fundinum. Á fundinum voru lagðar fram tvær ályktunartillögur. Sú fyrri var svohljóð- andi: Sérnámslæknnr í heimilislækningum ítreka þá skoðun að stærsti vandi íslenska heilbrigðiskerfis- ins er að það er ekki fýsilegur vinnustaður fyrir lækna. Sérnámslæknar í heimilislækningum skora á fjármálaráðherra að liækka laun lækna myndarlega og leiðrétta kjararýrnun undanfarinna ára. I greinargerð með tillögunni kom fram að launaþróun lækna síðustu 5 ár hefur dregist verulega aftur úr ákveðnum við- miðunarhópum. Þar kemur fram að dag- vinnulaun lækna hafa hækkað um 20,3% en dagvinnulaun ljósmæðra hafa hækkað um 54,4% á sama tímabili. I greinargerð með tillögunni kom einnig fram að verulegur mönnunarvandi er framundan. Hækkandi aldur og brott- flutningur starfandi sérfræðinga ásamt takmarkaðri nýliðun eru helstu ástæður vandans. Síðan 2009 hefur starfandi sérfræðing- um undir 50 ára aldri fækkað um 50%. Á sama tíma hefur starfandi sér- fræðingum yngri en 40 ára fækkað um 71%. Þetta gerir það að verkum að um 30% af þeim ríflega 180 heimilislæknum sem eru á landinu hætta störfum á næstu 10 árum vegna aldurs, eða um 54 heimilis- læknar. Þó er vandinn í raun enn meiri því ekki er tekið tillit til allra þeirra lækna sem sinna þess utan fleiri en sínum eigin sjúklingum. Ástæðan er sá mikli fjöldi íslendinga sem hefur ekki skráðan heim- ilislækni, ólíkt því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Þá voru á fundinum kynntar niður- stöður úr starfsánægjukönnun meðal sérnámslækna í heimilislækningum. Niðurstöðurnar voru sláandi og ekki til þess fallnar að bæta stöðuna. Þær benda til frekari brottflutnings sérnámslækna vegna gríðarlegrar óánægju með kjör, starfsaðstæður, ósveigjanleika yfirstjórnar, óínáanlegra yfirmanna í stjórnsýslu, skipulagsleysis við framkvæmdir, skort á samvinnu milli stétta og milli sérfræðinga. Það kemur því kannski ekki á óvart að hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hafi í tillögu sinni nr. 77 lagt það til að auka ætti afköst heilsugæslunnar. Ef halda á uppi sama þjónustustigi og nú með færri heimilislæknum þarf augljóslega að auka afköst þeirra sem eftir verða. Það gæti þó auðveldlega orðið tvíeggjað sverð og leitt til enn meiri flótta vegna aukins álags. Seinni ályktunartillagan var svohljóð- andi: Sérnámslæknar í heimilislækningum vilja minna heilbrigðisyfirvöld á að núverandi vandi heil- brigðiskerfisins var fyrirséður. Eigi ekki aðfara illa fyrir heilsugæslunni þarf þegar í stað að grípa til aðgerða til þess að tryggja að heilsugæslan verði ákjósanlegur vinnustaður fyrir heimilislækna. Sér- námslæknar skora á heilbrigðisyfirvöld að grípa til eftirfarandi aðgerða: 1. Tryggja öllum íslendingum (sem þess óska) skráningu hjá heimilislækni, þó þannig að stærð samlags séfaglega verjandi. 2. Ljúka við samtengingu rafrænnar sjúkraskrár yfir allt landið svo læknar geti nálgast upp- lýsingar um lyf, rannsóknir og heilsufars- vandamál sjúklinga sinna á rauntíma, fljótt og auðveldlega. 3. Draga úr miðstýringu heilsugæslunnar. 4. Standa viðfyrirheit um fjölbreyttari rekstrar- form. 5. Gera starf læknis á heilsugæslu aðfjárhags- lega fýsilegum valkosti og stuðla að því að hún verði samkeppnishæfur vinnustaður, bæði innanlands og í samanburði við ná- grannaþjóðirnar. 6. Efla og tryggja sérnám í heimilislækningum. Þá fylgdi tillögunum greinargerð með frekari útfærslum á framkvæmd ofan- greindra þátta. Þær útfærslur gætu klárlega verið til þess fallnar að gera heilsugæsluna að fýsilegri vinnustað fyrir íslenska lækna. Þar sem ég hef setið tvívegis á fundum Læknafélags íslands að undanförnu og hlustað á langa tölu heilbrigðisráðherra þar sem hann óskaði meðal annars eftir tillögum frá læknum, vona ég að hann hlusti vel á þessar til- lögur frá verðandi heimilislæknum. í leit minni að fleiri dropum í glasið verður fróðlegt að fylgjast með framkvæmd á til- lögu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar nr. 76 um að hafin verði markviss vinna við innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár. Munu nýútkomnar hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar bæta dropum í glasið þannig að það verði hálffullt? Framtaks- semi og hugmyndir sérnámslæknanna hafa í það minnsta bætt nokkrum dropum í mitt glas, en hvað með þitt? Stjórn LÍ Þorbjörn Jónsson, formaður Orri Þór Ormarsson, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Salome Á. Arnardóttir, ritari Björn Gunnarsson Guðrún Jóhanna Georgsdóttir Magdalena Ásgeirsdóttir Ólöf Birna Margrétardóttir Þórarinn Ingólfsson I pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoöanir en ekki félagsins. LÆKNAblaöið 2013/99 577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.