Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 113
UNDIR HÆLUM ATHAFNAMANNA
Hér sjáum við berlega að vemdargildi er algerlega oforselt gamaldags
notagildi. Það sem er raunvemleg hindrun fyrir athafnamenn em lög,
reglur eða alþjóðasamningar. Friðun og hátt vemdargildi valda kannski
einhverjum óþægindum en þegar á hólminn er komið skipta þessi atriði
engu máh.
Svipaðar hugmyndir um hvað gefur tilefni til friðunar má finna hjá
talsmönnum Landsvirkjunar. A Orkuþingi 2001 varpaði Þorsteinn
Hfilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, fram eftirfarandi spum-
ingu: Hversu sterk er krafan um náttúravemd? Hann svaraði þessari
spumingu með eftirfarandi orðum:
Hún er ekki réttmæt ef hún er byggð á því að náttúrunni beri vemd
gagnvart umsvifum mannsins, heldur er hún réttmæt að því marki
sem sannir hagsmunir manna felast í vemd náttúmfyrirbæra.13
í orðum Þorsteins Hilmarssonar felst tvennt. í fyrra lagi að sönnunar-
byrði hvíli á herðum friðunarsinna fremur en framkvæmdaaðila. I seinna
lagi að það eitt telst gild rök - þ.e. rök sem styðja kröfu um friðun - sem
er „sönnum hagsmunum manna“ tdl framdráttar.14 Hátt vemdargildi
hefur, eitt og sér, enga þýðingu. Hér birtist því erm varnarstöðuhug-
myndin um friðun: Kröfuna um friðun er ekki hægt að byggja á
forsendum náttúmnnar sjálfrar, og slíka kröfu er heldur ekki hægt að
byggja á almennum viðmiðum eins og þeim að við eigum að sýna
hófstillingu í umgengni okkar við náttúruna, að við eigum að sýna
náttúrunni virðingu, eða að náttúran eigi að njóta vafans þegar ekki
verður séð hvaða afleiðingar athafnir manna hafa. Krafan um friðun
verður einungis byggð á forsendum sem samrýmast lífssýn virkjunar-
sinna.
13 Þorsteinn Hilmarsson, „Orkunýting og umhverfissiðfræði“, erindi flutt á Orkuþingi
2001, bls. 3. Vefiir Landsvirkjunar, http://www.lv.is/files/2002_10_13_orkuthing
_2001_THH_texti.pdf (Skoðað 21. október 2003).
14 I orðum Þorsteins felst ekki einungis mannlægt sjónarmið til náttúrunnar, það
sjónarmið að gildi náttúrunnar ráðist á endanum af gildi náttúrunnar fyrir
manneskjur, heldur einnig ákveðin afetaða til réttmætis krafiia um friðun sem gengur
lengra en óbrotin mannlæg afstaða. Það er vel hægt að hafa mannlæga afstöðu til
náttúrunnar, en vera samt sem áður þeirrar skoðunar að kröfu um friðun megi styðja
m.t.t. náttúrulegra gilda, t.d. lífffæðilegrar fjölbreymi, eða með vísun í þá
aðferðafræðilegu reglu að betra sé að fara varlega þegar um óvissu er að ræða.
III