Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Síða 165
„FRÆGÐIN HEFUR F.KKF.RT BREYTT MÉR“
stein skálds og ráðherra. Báturinn vísar fram til heimastjórnaráranna og
nú kannski einnig til þeirrar leiðtogasýnar sem stjórnmálaforingjar Sjálf-
stæðisflokksins hafa haldið á loftd upp á síðkastið. Atburðina í Dýrafirði
má einnig sjá sem táknsögu baráttunnar fýrir fiskimiðunum, fyrsta dæmið
um áratuga langar fiskveiðideilur íslenskra landhelgisvarða við breska
togarasjómenn. Sagan af Ingjaldi er harmsaga, en sigur fæst þó að lokum
rúmum 70 árum síðar þegar íslendingar hafa fært landhelgina í 200 mílur.
Hvemig á að ljúka svona sögu? Málafyktir eru í ratm þær að breski
skipstjórinn er handtekinn í danskri landhelgi, dæmdur í tveggja ára
betrunarhússvinnu og til að greiða ekkjunum bætur. Hvers vegna fylgir
þá frásögnin á spjaldi Þjóðminjasafnsins honum í vota gröf við Islands-
strendur nokkrum árum seinna? Hvað merkir lokasetningin? Lýtur hún
kannski frásagnarlögmálum nítjándu aldarinnar þar sem dramatískar
sögur eru aðeins sagðar að fullu í dauða aðalleikenda? Hlýtur Nilsson
skipstjóri makleg málagjöld illmennis á hinum gamla vettvangi glæpsins?
Skárust æðri máttarvöld kannski í leikinn?61 Hugsanlega hefði verið best
að fella lokasetninguna niður. Þó að hún sé sagnfræðilega rétt erum við
tilneydd að lesa skáldskaparlega fullnægju í hana.
Sýningunni lýkur eins og áður sagði í flughöfh nútímans þar sem erill
„21. aldarinnar er tákngerður með færibandi, flæði upplýsinga úr öllum
áttum og gnægð lífsgæða“.62 Þessi leið var farin til að endurspegla hrað-
ann í íslenskum samtíma, en á færibandinu eru 2 5 litlir flekar sem er rað-
að í tímaröð firá upphafi 20. aldar tdl loka hennar.63 Með hverjum fleka
fleytir okkur því fram um fáein ár. Færibandið opinberaði óðagot nútíma
Islendinga á óvæntan hátt þau skiptd sem ég stóð við það. Gestunum þóttd
það augljóslega of hæggengt því að smám saman tóku þeir að mjaka sér á
mótd stefnu færibandsins til þess að geta gleypt fleiri ár á skemmri tíma.
Það síðasta sem ber fyrir augun áður en haldið er niður bogaþrepin
61 I fyrsta bindi ævisögu Kristjáns Albertssonar nm Hannes Hafstein segir um endalok
Nilssons skipstjóra: „En 1902, í fyrstu veiðiför hans til Islands eftir að hann kom úr
fangelsi, fórst togarinn sem hann stýrði, og allir sem á skipinu voru. Eitt hkið rak
höfuðlaust, og var talið vera Nilsson; „hafði sennilega hákarl klippt af honum
hausinn, en almenningur lagði út sem „æðri stjóm“, og með réttu“. Sjá Hannes
Hafstein. Ævisaga. Reykjavík, Almenna bókafélagið 1961, bls. 182. Lýsingunni er
haldið í eins bindis útgáfu ævisögunnar sem Jakob F. Asgeirsson stytti. Sjá Hannes
Hafstein. Ævisaga. Stytt útgáfa. Reykjavík, Bókafélagið Ugla, 2004, bls. 122.
6: Brynhildur Ingvarsdóttir: „Lifandi menning". Þjóð verónr til: Menning og samfélag í
1200 ár. Ritstj. Hrefna Róbertsdóttir, bls. 13.
63 Sjá „Endurspegla hraða 20. aldarinnar“, Morgunblaðið, 1. september 2004.
í63