Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Qupperneq 249
TVEIR HJARTANS \TNIR: FORNLEIFAFRÆÐI OG TEXTAR
Textar, myndir og minjastaðir fela öll í sér fjölbreytta tjáningu; áhersla
hvers miðils er breytileg með hætti sem við getum nú sagt að sé hugsuð
frekar en tdlviljanakermd eða afleiðing varðveislu. Hvers vegna leggur ein
kynslóð memað í grafhauga þegar sú næsta sinnir ffemur höggmyndalist?
Er það til marks um pólitískan þrýsting eða breyttan hugsunarhátt? Bréfa-
skriftir tóku feildlegan kipp í Englandi á 12. öld og veita sagnfræðingum
þannig nýjan aðgang að þjóðfélagsstétmm og hugsunarhættí - um eignar-
tilhögun, sambönd og k'f fyrir og efrir dauðann (Clanchy 1993, inngangur
og bls. 60). I efhismenningu sést á svipaðan hátt hvemig tjáningin finnur
sér nýjan farveg: Minnisvarðar úr steini breiðast hratt út í Jórvíkurskíri á
tímum víkinganna (Lang 1991), kirkjur spretta upp í hverju ensku þorpi á
10. öld (Morris 1989, kafh IV), grafhaugum fækkar milli 7. og 8. aldar og
viðhafharöxum á bronsöld. A þessar breytingar, sem voru áður taldar stafa
af tdlviljanakenndri varðveislu, má nú Kta sem raunvemleg mynsmr í
tjáskiptakerfinu. Það er varla við því að búast að fdnnast muni mikið af
textum eftír Pikta héðanaf, því að „þeir tjáðu sig með táknum“. A hinn
bóginn hefur fjöldaframleiðsla orðið til þess að efnismenning vestrænnar
nútímaþölskyldu er eilíf endurtekning og hún er ólæs á smíðisgripi;
einstaklingsbundna reynslu sína tjáir hún í bréfum og ljósmyndum.
Innan sama texta eða hlutar getur einnig verið að finna mismikinn
tjáningarkraft, eins og „laukur Tilleys" gefur til kynna (sjá hér að fram-
an). I handritinu Harley 603 í British Library, sem er uppskrift Utrecht-
saltarans, gerð í Kantaraborg á árunum 1000-1030, er karlungaskrift
forritsins breytt og myndirnar em gerðar af mörgum lýsendum, sem hafa
hver um sig ólíka afstöðu til myndanna í forritinu. Sumir líkja efrir á
alveg ósjálfstæðan hátt (Hönd IB), aðrir staðfæra myndimar með ein-
kennum gripa og bygginga síns eigin tíma (Hönd IA) og enn aðrir sleppa
fram af sér beislinu með einkar framlegum, skapandi athugasemdum um
pólitískt ástand í samtímanum. Dæmi þess er að finna hjá Hönd IF, þar
sem hugrakkur og fimur saxneskur Davíð grýtir risavaxinn, brynvarinn
normannskan Golíat (Carver 1986b, nú fyllri umfjöllun hjá Noel 1995).
Imyndir, myndhverfingar, vísanir og fyrn-ingar (e. archae-izing) mynda
hinn hefðbundna höfuga drykk engilsaxneskrar fornleifafræði; hann er
þó ekki alltaf og hvar sem er á boðstólum. Stundum skoðum við skóga
og akra, hirti, fiskigildrur og sjávarföll. Okkur verður ljóst, að líf Engil-
saxa var hvorki vinnan ein, né tilfinningamar einar, en það var heldur
ekki hugsunin ein.
247