Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 12
ÞORSTEINN VILHJALMSSON
Þolmörk
^— Þolmörk
---/---V—/—V
—'
/ m— Stærð hóps
Tími
Tími
Mynd 4a og 4b. Ef áhnf þohnarkanna eni ekki nógu fljótvirk þegar stofiistærðm
nálgast þau getur húnfarið firarn úr þeim en lagað sig að þeim síðar, stundum með
sveiflum (Meadowso.fi., 1974, 101).
stofninn fer upp fyrir mörkin um tíma en lækkar síðan aftur niður fyrir þau
(mynd 4a). Einnig gemr gerst að ekki komist á stöðugt ástand efrir ofvöxt
heldur sveiflist stofnstærðin í sífellu kringum þolmörkm (mynd 4b).
Og í fjórða lagi getur það komið fyrir að þolmörk stoftisins lækki efrir
að hann er kominn yfir þau og sú lækkun verði varanleg þannig að stofn-
inn verður miklu minni efrir þetta (mynd 5).
Þetta getur til dæmis gerst þegar geitur, hirtir eða sauðkindur ganga
of nærri beirilöndum sínum og valda þannig óafturkræfum uppblæstri eða
öðrum varanlegum landspjöllum.5 Ymsir hafa líka getað séð fyrir sér að
þetta hafi komið fyrir eða geti komið fyrir fiskistofhana kringum Island.
Þannig gemr þessi ferns konar hegðun komið við sögu víða í líffíkinu,
bæði þegar stofhar dýra eða planma eru ótruflaðir og eins þegar menn
hagnýta þá.
„Gott og vel,“ segir nú lesandinn, „þetta kann að vera gott og blessað
fyrir venjulegar lífverur en það á alls ekki við um manninn hér á jörðinni
því að bæði er jörðin svo gríðarlega stór að hún getur borið miklu fleira
fólk að öðru óbreyttu, og eins em mennirnir sífellt að búa í haginn fyrir
sig þannig að sama svæði getur borið fleira fólk en áður.“ Þetta hafa marg-
ir vissulega sagt áður og það var ríkjandi viðhorf að minnsta kosti fram yfir
miðja síðustu öld og er kannski ennþá.
Eg sagði „ríkjandi viðhorf* en við vimm að oft eru einhverjir sem
ganga gegn slíkum skoðtmum. Sá fyrsti, og líklega frægasri, sem gerði það
5 Meadows, 1972, 92; 1974, 101-102.
io