Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 16
ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON
er getið. Hún kom út árið 1972 og vakti mikla athygli um allan heim. Þó
að slíkt sé auðvitað ekki einhh'tur mæhkvarði á gildi bókar gefur það samt
einhverja vísbendingu um að hún hafi hitt í mark og fallið í góðan jarð-
veg. Bókin kom út á íslensku árið 1974 hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins undir heitinu Endimörk vaxtarins,12 Þýðendur voru
Þorsteinn Vilhjálmsson og Finnbogi Guðmundsson en einn helsti hvata-
maður útgáfunnar var Þorsteinn Sæmtmdsson og er hans getið í eftir-
mála.
A titilsíðu bókarinnar eru skráðir fjórir höfundar en nokkrum síðum
aftar er tilgreindur 17 manna hópur sem stóð að rannsóknunum sem
bókin er byggð á. Forystumaður hans var Bandaríkjamaðurinn Dennis
L. Meadows (1942-) sem hefur verið prófessor í stjórnunarfræðum
(e. management), verkfræði og félagsvísindum við þrjá viðurkennda há-
skóla í Bandaríkjunum og er nú einn af virtustu fræðimönnum á sviði
kerfisvísinda (e. system dynamics) í heiminum. Aðrir höfundar á titilsíðu
eru Donella H. Meadows (1941-2001), bandarískur lífeðhsffæðingur og
kerfisvísindamaður, prófessor við Dartmouth College, Jörgen Randers
(1945-), norskur prófessor í stjórnunarfræðum við norska Verslunar-
háskólann og fyrrverandi rektor skólans, og bandaríski vísindamaðurinn
Wilham H. Behrens m sem tengdist Tækrúháskóla Massachusetts (MIT)
á þessum tíma eins og hin öll, en að öðru leyti hefur ekki tekist að finna
verulegar heimildir um hann.
Eins og áður sagði tmnu 13 aðrir vísindamenn að „Massachusetts-
rannsókninni" eins og hún var stundum kölluð. I hópnum voru menn
frá ýmsum löndum, svo sem Tyrklandi, Iran, Þýskalandi og Indlandi, auk
Bandaríkjanna og Noregs sem þegar er getið. Einnig má nefna að bókin
um Endimörk vaxtarins var byggð á vinnu Jay W. Forresters (1918-), próf-
essors í kerfisvísindum við MIT.13 Hann hefur verið kallaður faðir þeirrar
ff æðigreinar sem snýst um að gera líkön (e. models) í tölvum af kerfum sem
hafa í sér fólgna svörun (e. feedback), þannig að áhrif eins þáttar á annan í
kerfinu leiða af sér ný áhrif frá þeim seinni á þann fyrri. Kerfisrannsóknir
af þessu tagi eru nú mikið notaðar víða í samfélaginu, til dæmis í iðnaði,
viðskiptum, stefnumótun og í rannsóknum á hegðun stórra og smárra
samfélaga.
Þessari lýsingu á tilkomu bókarinnar Endimörk vaxtarins er ætlað að
12 Meadows o.fl., 1972 og 1974.
13 Sjá t.d. Forrester, 1973.
H