Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 20
ÞORSTEINN VILHJÁLMSSON
inn er talinn mundu endast í 110-150 ár. Kvikasilfnr og silfur eru talin
munu ganga til þurrðar á skemmri tíma en olían og gasið, eða á 13-40
árum og heíur sú „spá“ að sjálfsögðu ekki „ræst“. Forsagnirnar um olíu og
jarðgas eru hins vegar ekki fjarri lagi en auk þess hafa gróðtuhúsaáhrifin
komið þar við sögu og spá bókarinnar um þau (koltvísýring í lofthjúpnum)
er furðu nærri lagi.1"
Eftir rækilega umræðu um aðferðir sínar og einstök atriði í reiknilík-
önum og forsögnum, sem hér hefur verið rakin í grófum dráttum, draga
höfundar saman meginatriðin í máli sínu sem hér segir:
Ef ekkert er að gert til að greiða úr [vandamálunum], jafhgildir
það í raun og veru öflugum aðgerðum. Með hverjum degi sem
veldisvöxmr heldur áffam óáreittur, færist heimskerfið nær
endimörkum vaxtarins. Með því að ákveða að hafast ekki að
eru menn að kalla yfir sig síaukna hættu á hruni. Við getum
ekki sagt til um með vissu, hve lengi menn geta leyft sér að
fljóta sofandi að feigðar ósi og skjóta sér undan því að taka upp
markvissa stjórn á vextinum, án þess að við missum af síðasta
tækifærinu til að temja hann. Með hliðsjón af þva, sem við vitum
nú þegar um efhislegar takmarkanir jarðar, grunar okkur, að
vaxtarskeiðið hljóti að verða á enda runnið innan hundrað ára.
Ef samfélagið bíður átekta, þar til þessar takmarkanir segja til
sín, svo að ekki verður um villst, verður um seinan að hefjast
handa.18
Sé tilefhi til áhyggju er einnig ástæða til að vona. Það yrði mönn-
um Grettistak, en ekki offaun, að reisa vísvitandi skorður við vextinum.
Leiðin til þess er þegar vörðuð, og mannkynið er fyllilega í stakkinn búið
til að stíga hin nauðsynlegu skref, þótt um órudda braut sé að ræða.
Kreppur og kjarnorkuvá
Bókin um Endimörk vaxtarins fékk góðan hljómgrunn hér á landi, að
minnsta kosti fyrst í stað. Magnús Kjartansson (1919-1981), sem þá var
iðnaðarráðherra, var líklega einna fyrstur til að vekja athygli á henni, í
erindi sem hann flutti á þingi norrænna sveitarstjórnarmanna á Laugarvatni
17 Sama rit, 80-81.
18 Sama rit, 204—205.
18