Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 24
ÞORSTEINN VILHJÁLM S S ON
tryggi að þrónnin fullnægi þörfum samtímans án þess að skerða
möguleika komandi ktmslóða til að mæta sínmn þörtínn.-4
Þetta lirðist \assulega gagnsætt tíð fyrstu sýn en leynir á sér þegar að er
gáð, til dæmis vegna þess að ekki er fallljóst við hvaða tímakvarða á að
miða þegar við tölnm um að þróun sé sjálfbær: 10 ár? 100 ár? 1000 ár? Af
þessu kvikna því enn deilur um sjálfbæmi vatnsorkuvera og jarðvarma-
virkjana svo að nefnd séu dæmi sem við Islendingar þekkjtmi velu'
Höfundar Endimarka vaxtarins hafa líka sjálfir fylgt eftir verki sínu
með því að skrifa nýjar bækur, fyrst 20 árum síðar26 og síðan atíur 30
árum síðar.2 I þessum bókum er rakið hvemig og að hvaða leyti forsagnir
upphaflegu útgáfimnar ffá 1972 hafa ræst, og að hvaða leyti ekki, ásamt
því hvaða áhrif þær hafa haft. Einnig em settar fram nýjar niðurstöður úr
nýjum og endurbættum reiknilíkönum. Einn kafli í hvorri bók er helgaður
ósonlaginu sem var mjög til umræðu á síðasta áratug 20. aldar. Svokölluð
klórflúorkolefni (chlorofluorocarbons, CFCs) sem voru meðal annars
notuð í úðabrúsa og kælikerfi vom þá farin að þynna ósonlagið yfir heim-
skautunum með ýmsum afleiðingum fyrir lífið á jörðinni. Með samstilltu
átaki neytenda og alþjóðasamtaka tókst þó að finna önnur og skaðlausari
efni í staðinn og draga þannig úr hættunni. Þessi saga er því einmitt lýs-
andi dæmi um það að merrn geta náð árangri í því að takmarka kreppuna
og vinna gegn henni ef gripið er til nægilega skilvirkra aðgerða. Slík mál
sýna einnig glöggt hvernig „spá“ eða viðvtírun getur komið í veg fyrir að
hún verði að vemleika og jafnframt að við erum \dirleitt ekkert endilega
að tala um „heimsendaspár“ heldur ábendingar sem menn geta hæglega
bmgðist við á árangursríkan hátt.
Endimörk og efahyggja
Ekki hafa allir orðið á eitt sáttir um vistkreppuboðskap og loftslagsbreyt-
ingar ffekar en við er að búast þegar rætt er um ffamtíð sem er rneira
eða minna óviss, mikið er í húfi fyrir mannkynið allt og hagsmunir ólíkra
24 The World Commission ..., 1987, 8.
Ymsir telja þannig að virkjanir á jökulám hafi varanleg og óaífurkræf áhrif á
umhverfið vegna setsins sem safnast í uppistöðulón þegar áramgir líða. Einnig er
hugsanlegt að lón hér á landi valdi spennu í jarðskorpunni og jarðskjálftum. Ahrif
jarðvarma\Trkjana eru ekki heldur þekkt til hlítar ef til lengri tíma er litið.
26 Meadows o.fl., 1992.
2' Meadows o.fl., 2008.
22