Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 28
ÞORSTEINN VTLHJALMSSON
Ný og sterkari gögn sýna að mest af hlýmminni á síðustu 50
árum sé af manna völdum.
I fjórðu og nýjustu skýrslunni frá 2007 segir nefndin síðan:
Hlýrnrn af manna völdum í loftslagskerfinu er víðtæk.3-
Lesendur, sem eru ókunnugir vísindmn og starfsháttum sem tíðkast þar,
ættu að gefa sér tíma til að skoða þessar textabreytingar vel, hugleiða þær
og bera saman við vinnubrögð á ýmsmn öðrum sviðum mannh'fsins, til
dæmis í stjórnmálum. Viðhorfsbreytingar af þessu tagi eru eitt af megin-
einkennmn vísinda; vísindamönnum er eiginlegt að „hafa það sem sannara
reynist“ eins og Ari fróði orðaði það forðum ásamt mörgum öðrum bæði
fyrr og síðar. Það er síður en svo nein hneisa firir vísindamann að skipta
þannig um skoðun í ljósi nýrra gagna og viðhorfa. Hitt væri í rauninni
meiri hneisa að halda í gamlar og úreltar hugmjmdir lengur en eðlilegt
getur talist í ljósi nýrrar þekkingar.
Fyrirtækin og orkan
Á öðrum sviðum mannlífsins vinna menn hins vegar oft öðruvísi. Stjórn-
endur íyrirtækja telja sig þannig þurfa að gæta hagsmuna þeirra eins og
þeir sýnast vera, en þ\h miður er stundum þrautin þyngri að greina þessa
hagsmrmi rétt, einkum þegar öldurótið í umhverfinu keyrir um þverbak.
Það er mörgum erfitt að „hafa það sem sannara reynist“, það er að segja að
bregðast tímanlega við ytri breytingum þannig að þær verði fyrirtækinu til
framdráttar í stað þess að valda skakkaföllum. Þetta á við í umhverfismálum
og mati á vistkreppunni og ýmsu sem tengist henni, ekki síður en í öðru
sem upp kemur. Þannig hafa til að mynda bandarískir bílaffamleiðendur
lengst af verið heldur seinir til að skilja þau viðhorf nýrra tíma að bílar eigi
að vera léttir og sparneytnir, og má nú sjá þess stað í afkomu fyrirtækjanna
og almennri stöðu. Einnig er hugsanlegt að íslenskur sjávarútvegur og
jafnvel einstakar byggðir í landinu gjaldi þess um þessar mtmdir að menn
hafi verið tregir til að taka viðvaranir fiskifræðinga nógu alvarlega og laga
sig að þeim og öðrum aðstæðum.
Orkumál eru snar þáttur vistkreppunnar eins og kunnugt er, og orku-
3- Þessar þrjár tilvitnanir eru hér teknar eftir Henson, 2008, 9.
26