Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 40
HALLDÓR BJÖRNSSON OG TÓMAS JÓHANNESSON
hversu mikið er hægt að auka magn vamsgufu í andrúmslofti; sé of mikið
af henni þéttist hún og fellur til jarðar sem úrkoma. Um CO, gegnir öðru
máh en þó var talið að líftími þess í andrúmsloftí væri of stuttur til þess að
það næði að byggjast upp. Tahð var að hafið gleypti alla C02-losun mann-
kynsins. Aramgir hðu áður en í ljós kom að hvorug þessara mótbára var
á rökum reist. Bæði CO, og fCO eru gróðurhúsalofttegundir en Urka á
ólíkum bylgjulengdum og upptaka hafsins er ekki eins hröð og tahð var.
Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir hóf Charles David Keeling að mæla
styrk CO-, í andrúmslofti á eyjunni Mauna Loa í Kyrrahafi í lok 6. áramgar
20. aldar. Eftír einungis örfá ár sýndu mælingar hans að styrkur C02 jókst
ár frá ári (mynd 1).
Framfarir sem orðið hafa frá því á dögum Arrheniusar, m.a. í eðhsfræði,
veðurfræði og reiknifræði, að ógleymdri tölvubyltingunni, gerðu mönnum
kleift að setja fram reiknilíkön af lofthjúpnum, svonefnd loftslagslíkön.
Þessi líkön sýndu að þegar styrkur CO, í andrúmslofti tvöfaldast hlýnar
um 1,5 til 4,5°C sem er minna en útreikningar Arrheniusar benm til.3
Sá möguleiki að vaxandi styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpn-
um ylli hnattrænni hlýnun varð síðan til þess árið 1988 að sett var á fót
Milliríkjanefhd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þessi stofn-
un hefur það hlutverk að taka saman vísinda-, tækni-, félags- og efna-
hagslegar upplýsingar um loftslagsbreytingar af mannavöldum og miðla
þeim til ríkisstjórna og annarra stefnumótenda. A ensku heitir nefndin
Intergovernmental Panel on Climate Change sem er skammstafað IPCC.
Vísindalegar rannsóknir á þessu sviði eru mjög þróttmiklar og nefndin
gerir reglulega úttekt á stöðu þekkingar á loftslagsbreytingum af manna-
völdum, á afleiðingum þessara breytinga og á aðlögun og viðbrögðum til
þess að sporna við þeim. Uttektirnar eru gerðar á opinn og gagnsæjan hátt
en IPCC stundar hvorki rannsóknir né hefur eftirlit með veðurfari, heldur
byggja samantektir nefndarinnar að megninu til á greinum sem birtar hafa
verið í ritrýndum tímaritum.
Uttektir nefndarinnar eru unnar í þremur vinnuhópum. Vinnuhópur I
(WGI) fjallar um vísindalega þekkingu á veðurfari og loftslagsbreytingum.
Vinnuhópur II (WGII) metur tjónnæmi (e. vulnerability) félags-, efhahags-
og náttúrulegra kerfa, neikvæðar og jákvæðar afleiðingar loftslagsbreyt-
inga og möguleika á aðlögun. Vmnuhópur III (WGIII) metur leiðir til
3 J.G. Charney, Carbon Dioxide and Climate: A Scientific Assessment. Technical
Report. Washington DC, National Academy of Sciences 1979.
38