Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 42
HALLDÓR BJÖRNSSON OG TÓMAS JÓHANNESSON
skammstöfuninni WGI-AR4. Eins og bækur hinna vinnuhópanna hefur
hún að geyma tvo inngangskafla. Sá styttri nefnist „Ágtip fyrir stefnumót-
endur“ („Summary for Policy Makers“, SPM) en mun ýtarlegra er svo-
nefnt „Tæknilegt ágrip“ („Technical Summary“, TS) og þar á eftir koma
tölusettir kaflar. Hér eru notaðar skammstafanirnar SPM og TS þegar
vitnað er í ágripskaflana. I skýrslu vísindanefhdarinnar eru ýtarlegar tilvís-
anir í WGI-AR4 fyrir hvert þeirra atriða sem nefnt er hér fyrir neðan.
Hér verður fyrst fyallað stuttlega um hvaða breytingar hafa orðið á
styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, síðan verður fjallað um
þær breytingar sem hafa orðið á veðurfari og ýmsum veðurfarstengdum
þáttum í náttúrunni og loks verður fjallað um spá um þróun veðurfars á
21. öld.
Breytingar á giróöurhúsalofttegundum, loftörðum
og varm,ageislun í lofthjúpnum
Frá upphafi iðnbyltingar (frá því um 1750) hafa athafhir manna valdið því
að styrkur koldíoxíðs (CO,), metans (CH^) og köfnunarefhisoxíðs (N,0)
í andrúmsloftinu hefur aukist verulega. Styrkur CO, í andrúmslofti er
nú 37% meiri en fyrir iðnbyltingu og styrkur bæði koldíoxíðs og metans
er nú meiri en verið hefur í a.m.k. 650 þúsund ár, eða eins langt aftur í
tímann og hægt er að sjá út frá upplýsingum úr ískjörnum. Þessar þrjár
lofttegundir eru helstu langlífu gróðurhúsalofttegundirnar en aukning
þeirra stafar ýmist af bruna jarðefnaeldsneytis eða breytingum á landnotk-
un. Aukning á styrk CO, er einkum vegna bruna jarðefhaeldsneytis en í
minna mæli af völdum breytinga á landnotkun. Hins vegar er aukning á
styrk N70 fyrst og fremst tengd landbúnaði og breytingum á landnotkun.
Finna má yfirlit um hvaða lofttegundir valda gróðurhúsaáhrifum í öðrum
kafla í WGI-AR4.
Aukning gróðurhúsalofttegunda breytir varmabúskap lofthjúpsins.
Mælikvarði á þetta er geislunarálag sem er aukning varmageislunar til
yfirborðs jarðar. Aukin gróðurhúsaáhrif leiða til jákvæðs geislunarálags.
Geislunarálag vegna aukningar C07 er 1,66 W/m2 en samanlagt álag allra
langlífra gróðurhúsalofttegunda að C07 meðtöldu er 2,63 W/m2. Ryk í
IPCC, Climate Change 2007. The Physical Science Basis. Contributíon of Working
Group I to the Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on
Climate Change. Cambridge, Cambridge University Press 2007. Skýrslan er
aðgengileg á tölvutæku formi á vefsetri IPCC: www.ipcc.ch.
4°