Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 44
HALLDÓR BJÖRNSSON OG TÓMAS JÓHANNESSON
tækari en fyrir öldina í heild sinni, m.a. hefur á síðustu áramgum hlýnað
}’fir hafsvæðinu suðvestan við Island en þar kólnaði tímabundið í nokkra
áramgi eftir miðja síðusm öld. Samfara hlýnuninni hefur frostdögum
fækkað í heiminum. Eins sýna veðurathuganir að óvenjuköldum dögnm
fækkar en heitum dögum fjölgar. Ein birtmgarmjmd þessa er að hitabylgj-
ur eru tíðari.
Breytingar á úrkomu eru ekki eins eindregnar og hitabreytingar, en
náttúrulegur breytileiki á úrkomu, svæðisbundinn jafnt sem tímaháður,
er mjög mikill. Víða er þ\d erfitt að greina marktæka leimi í úrkomu-
breytingum, þó að athuganir sýni breytingar á tíðni úrkomu, magni og
úrkomutegund. A tímabilinu 1900-2005 má sumstaðar merkja verulegar
langtímabreytingar á magni úrkomu, hún hefur aukist um austanverða
Norður- og Suður-Ameríku, í Norður-Evrópu og Norður- og Mið-Asíu.
Urkoma hefur minnkað í suðurhluta Afríku, á Sahel-svæðinu, umhverfis
Miðjarðarhafið og í sunnanverðri Asíu. Bæði á Sahel-svæðinu og víða
umhverfis Miðjarðarhafið eru þurrkar vaxandi vandamál.
A norðlægum slóðum fellur meiri úrkoma en fyrr sem rigning, en
minni sem snjór. Tíðni steypiregns (þegar mjög mikið rignir í einu) hefur
víða aukist, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildarúrkomu.
Afleiðing þessa er sú að tíðni flóða og þurrka hefur einnig aukist. Stun
svæði þurfa því að glíma samtímis við aukna þurrka og auldn flóð, en bæði
eru líkleg til að valda búsifjum. Merkja má samband milli úrkomubreyt-
inga og hitabreytinga. A meginlöndum er fylgnin víða neikvæð á sumrin,
þ.e. hlý sumur og þurrkar fylgjast að, sem og köld sumur og vætutíð.
Þegar nær dregur heimskautasvæðum er annað orsakasamhengi á veturna,
norðan við 40°N og sunnan við 40°S verður meiri úrkomu vart á hlýjum
vetrum og minni á köldum.
Snjóhula hefur minnkað víðast hvar, sérstaklega að vorlagi (mynd 2).
Á norðurhveli færðust vorleysingar fram um nærri tvær vikur á tímabihnu
1972-2000. Snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áðm
auk þess sem ársmeðaltöl sýna að útbreiðsla snævar er nú minni en áður.
í fjalllendi minnkar snjóhulan meira neðarlega í hlíðum þar sem hlýnun
hefur meiri áhrif. A suðurhveli jarðar er minna um snjóhulugögn en þau
sýna ýmist minnkun eða engar breytingar á síðastliðnum þórum áramg-
um. Flatarmál þess svæðis á norðurhveli þar sem frosts í jörðu verður vart
minnkaði á 20. öldinni og yfirborðslagið á sífrerasvæðum hlýnaði.
Hop jökla frá því á 19. öld er víðtækt og nær jafht til jökla á norður- og
42