Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 45
GRÓÐURHÚSAÁHRIF
suðurhveli sem og í hitabelrinu. Á síðasta áratug hefur jökulhvelið þykkn-
að um miðbik Grænlands en heldur þynnst við ströndina. Líklegt er að
ísmassi beggja stóru jökulhvelanna (á Grænlandi og Suðurskautslandinu)
hafi minnkað á tímabilinu 1993-2003. Á þessu tímabili hefur massatap
jökla utan heimskautasvæða og stóru hveljöklanna lagt drjúgan skerf (20-
50%) til hækkunar sjávarborðs í heimshöfunum.
Hafis á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í Norður-
Ishafi sem hefur skroppið saman um 7,4% á áratug. Sumarið 2007, efrir
að skýrsla IPCC kom út, náði útbreiðsla hafíss á norðurhveli sögulegu
lágmarki. Hafísútbreiðsla í september 2007 var 61% af meðaltali sept-
embermánaða fyrir árin 1979-2000. Samdráttur vetraríss er minni og á
ársgrundvelli hefur útbreiðsla hafíss minnkað um 2,7% á áratug. Ásuður-
hveli jarðar hefur orðið smávægileg aukning á útbreiðslu hafíss, en hún
er þó ekki tölfræðilega marktæk. Hafísinn á suðurhveli er ólíkur ísnum
á norðurhveli að því leyti að hann hverfur nánast allur að sumarlagi og
útbreiðsla hans að vetrarlagi ræðst að hluta af því hversu greiðlega ríkjandi
vindáttir flytja hafísinn frá Suðurskautslandinu.
Ymsar vísbendingar eru um að lægðabrautir hafi hnikast nær heimskauta-
svæðum og lægðir dýpkað. Áratugasveiflur eru þó verulegar og erfitt að
merkja langtímabreytingar. Bæði á Norður-Atlantshafi ogNorður-Kyrrahafi
hefur ölduhæð vaxið á liðnum áramgum og a.m.k. í Norður-Atlantshafi
hefur þessi þróun verið tengd breytingum á lægðagangi.
Tíðni hitabeltislægða hefur ekki aukist síðan á 8. áratugnum, en hita-
beltislægðir hafa orðið öflugri og fleiri stórir fellibyljir hafa myndast.
Verulegur breytileiki er í fjölda fellibylja, bæði ár frá ári og milli mynd-
unarsvæða. Þannig hefur tíðni hitabeltislægða og fellibylja aukist í Norður-
Atlantshafi á síðustu áramgum, en gögn frá því fyrr á 20. öldinni eru ekki
nægilega ýtarleg til að hægt sé að leggja mat á hversu óvenjulegt núver-
andi ástand er. Stærð myndunarsvæðis byljanna og styrkur þeirra ræðst
nokkuð af sjávarhita og þessi aukning yfir Atlantshafinu helst í hendur við
hlýnun yfirborðssjávar í hitabeltinu.
Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961-2003 og
leiða auk þess í ljós að varmainnihald efsm 700 m heimshafanna hefur
aukist frá miðjum 6. áratugnum. Eðlismassabreytingar vegna hlýnunar
heimshafanna haldast í hendur við hækkandi sjávaryfirborð. Á heildina
htið hefur selta aukist í efri lögum sjávar á hlýsvæðum en minnkað á kald-
ari svæðum. Aukning á styrk C02 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upp-
43