Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Qupperneq 50
HALLDÓR BJÖRNSSON OG TÓMAS JÓHANNESSON
Hlýnun (°C) Tilvik 1980-1999 til 2090-2099 Hækkun sjávarborðs (m)
Besta mat Líklegt bil
Árið 2000 0,6 0,3-0,9 ekki metið
B1 1,8 U-2,9 0,18-0,38
AIT 2,4 1,4-3,8 0,20-0,45
B2 2,4 1,4-3,8 0,20-0,43
AIB 2,8 1,7-4,4 0,21-0,48
A2 3,4 2,0-5,4 0,23-0,51
AIFI 4,0 2,4—6,4 0,26-0,59
Tafla 2. Hlýnun og hækkun sjávarfyrir sex sviðsmyndir. Einnig eru sýndar niður-
stöðurfyrir tilvik þar sem gert er ráðfyrir að styrkur gi'óðurhúsalofttegunda haldist
óhreyttur frá árinu 2000. Fyrsti dálkurinn sýnir besta mat á hlýnun frá síðustu
áratugum nýliðinnar aldar (meðaltal 1980-1999) til hka 21. aldar (meðaltal
2090-2099) og annar dálkurinn sýnir 5-95% vikmörk. Þriðji dálkurinn sýnir
líklega hækkun sjávarborðs (miðað við 5-95% vikmörk).
ar lausnir en fólki fjölgar jafnffamt stöðugt út öldina, þó hægar en í A2.
Þessar sviðsmyndir eru hver fyrir sig möguleg afleiðing mismunandi
atburðarása, en milliríkjanefhdin leggur ekki mat á hvaða sviðsmvndir eru
líklegastar. Ekki er sérstaklega gert ráð fyrir áhrifum af aðgerðum til að
draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en styrkur þeirra nær þó jafhvægi
í sviðsmyndum B1 og AIT (en T hér vísar til þess að í þessari sviðsmynd
leiðir tækniþróun til minni notkunar jarðefnaeldsneytis).
Mynd 3 sýnir þá hlýnun sem lostm gróðurhúsalofttegunda er talin
valda næstu 100 árin. Þremur mismunandi sviðsmyndum er fylgt til ársins
2100. Til samanburðar er sýnt tilvik þar sem styrkur gróðurhúsaloftteg-
unda í lofthjúpnum hættir að breytast árið 2000. Hægra megin á myndinni
er sýnd hlýnun í lok aldarinnar fyrir sviðsmyndirnar þrjár, auk sviðsmynd-
anna AIT, AIFI og B2. Myndin sýnir samantekt á niðurstöðum margra
loftslagslíkana og eru breiðu línurnar meðaltöl, en skyggðu svæðin gefa til
kynna óvissu. Tölulega samantekt á myndinni má finna í töflu 2.
Myndin sýnir að jafnvel þótt styrkur gróðurhúsalofttegunda hefði ekk-
ert breyst ffá árinu 2000 og héldist óbreyttur í framtíðinni myndi samt
hlýna um 0,6°C. Sviðsmyndirnar sýna mjög svipaða hlýnun fyrstu þrjá
áratugi aldarinnar, eða um 0,2 °C á áratug. Við lok aldarinnar er hlýnunin
48