Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 51
GRÓÐURHÚSAÁHRIF
mest í þeim sviðsmyndum þar sem losun er mikil (A2 og AIFI) en minnst
í B1. Ovissumörkin breikka með hlýnun og eru einnig meiri við lok ald-
arinnar en um miðbik hennar.
Yfirborð sjávar mun hækka á 21. öldinni bæði vegna hlýnunar heims-
hafanna og bráðnunar jökla. Um 70-75% af áætlaðri hækkun er vegna
varmaþenslu en afgangurinn vegna bráðnunar jökla utan heimskautasvæða
og hveljökla heimskautanna. Tafla 2 sýnir líklega hækkun yfirborðs sjávar
fýrir mismunandi sviðsmyndir. Talnabilið í töflunni eru 90% vikmörk
hækkunar sjávaryfirborðs en auk þessa eru óvissuþættir sem ekki er lagt
tölulegt mat á.5 Þessir óvissuþættir tengjast mögulegum breytingum á
flæði íss frá Grænlandi og Suðurskautslandinu. Eins og stendur er vís-
indaleg þekking ekki nægilega mikil til að hægt sé að leggja tölulegt mat á
aukið ísflæði frá hveljöklunum en það gæti bætt 0,1-0,2 m við efri mörkin
í töflu 2 miðað við að aukningin yrði í beinu hlutfalli við hlýnun. Ekki er
hægt að útiloka að efri mörk sjávarborðshækkunar séu enn hærri.6
Hlýnunin á mynd 3 dreifist ekki jafnt yfir jörðina, heldur er hún meiri
yfir meginlöndum en yfir heimshöfunum og mest nærri heimskautasvæð-
um, sérstaklega á norðurhveli. Einnig er hlýnunin meiri að vetri til en að
sumri.
Verulegar líkur eru á að hitabylgjur verði meiri, algengari og lengri, en
kuldaköst fágætari. Færri frostdagar á miðlægum og háum breiddargráð-
um lengja gróðurtímann. Horfur eru á að lágmarkshiti að næturlagi hækki
meira en hámarkshiti að degi til, sem leiðir til þess að dægursveifla hita
minnkar.
Nokkur svæðisbundinn breytileiki verður á hækkun sjávarborðs og
hlýnun á 21. öldinni mun valda hækkun yfirborðs sjávar næstu aldirnar,
jafnvel þótt styrkur gróðurhúsalofttegunda nái jafhvægi.
Bráðnun jökla (þ.m.t. Grænlandsjökuls) mun einnig halda áfram, þó
að talið sé að á Suðurskautslandinu verði nægilega kalt til að halda aftur
af víðfeðmri bráðnun. Ovissan er talsverð og með aukinni snjókomu gætd
íshvelið á Suðurskautslandinu jafnvel vaxið á næstu öld.
Samfara aukningu á hringrás vatns í lofthjúpnum er líklegt að úrkoma
aukist milli 20°S og 20°N og mjög líklegt er að úrkoma aukist norð-
5 Þessi vikmörk þýða að um 10% líkur eru taldar á að rétt gildi liggi utan þess bils
sem gefið er upp. Ovissuþættir sem ekki er lagt tölulegt mat á geta þó aukið við
hækkunina.
6 S. Rahmstorf, ,A semi-empirical approach to projecting future sea-level rise“.
Science 315 (2007), bls. 368-370.
49