Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 54
HALLDÓR BJÖRNSSON OG TÓMAS JÓHANNESSON
1. Styrkur koldíoxíðs er ekki að aukast.
Það einkennir oft umræðu um loftslagsmál í fjölmiðlum að mótbára er
kynnt með réttri staðhæfingu, svo er gjarnan bætt við annarri sem er röng
og loks er dregin kolröng ályktun. Mótbára 1 er þannig venjulega krmnt
með þeirri sönnu staðhæfingu að ekki sé auðvelt að mæla styrk C07.
Síðan er bent á að lengsta mæhröðin komi frá Mauna Loa á Hawaii sem
sé eldfjall og því sé verið að mæla aukningu CO, ffá fjallinu en ekki ffá
iðnaði í órafjarlægð. Þessi mótbára er fljótafgreidd. Rétt er að vanda þarf
til verka þegar CO, í lofti er mælt. Það er hins vegar afskaplega ólíklegt að
síendurteknar mælingar gætu af hendingu sýnt aukningu á styrk CO, ára-
tugum saman - sérstaklega þegar haft er í huga að sömu mælingar virðast
ná árstíðasveiflunni rétt. Þó að lengsta mæliröðin komi frá Mauna Loa er
CO, nú mælt víðsvegar um heiminn, m.a. á Stórhöfða í Vestmannaeyjum.
Allir mælistaðir sýna sambærilega aukningu í styrk CO, milli ára.
2. Styrkaukning gróðurhúsalofttegunda er mannkyninu óviðkomandi.
Það er mismunandi hvernig mótbára 2 er lögð upp. Stundum er einfald-
lega látið nægja að benda á að eldfjöll losa CO, og þ\d sé vöxtur CO, í
andrúmslofti ekki af mannavöldum. Þeir sem fara ýtarlegar í málið ræða
gjarnan fyrst hringrás kolefnis í náttúrunni, en árstíðabundin sveifla í
CO,-styrk (mynd 1) stafar af flæði kolefhis milli andrúmslofts, líffíkis
og hafsins. I samanburði við þessa sveiflu kann losun mannkyns að virð-
ast lítil. Einfaldasta leiðin til að afgreiða þessa mótbáru er að benda á
að hægar breytingar eru að verða á hlutfalli samsætna kolefhis í CO, og
þessar breytingar bera ótvíræð merki um að það kolefhi sem bætist nú við
í andrúmsloftinu komi ffá jarðefhaeldsneyti. Einnig má benda á að losun
eldfjalla er þrátt fyrir allt ekki mikil í samanburði við losun mannkyns, og
að árstíðasveiflur kolefnis milli lofthjúpsins, líffíkis og hafsins hafa lítil
áhrif á ársgrundvelli. Nánar má lesa um samsæmhlutfall kolefhis og breyt-
ingar á því í kafla 2.3 í WGI-AR4 (sérstaklega mynd 2.3).
3. Aukning gróðurhúsalofttegunda veldur ekki hlýnun.
Færa má rök fyrir mótbáru 3 á ýmsa vegu. Benda má á að aukning geisl-
unarálags sé mjög lítil í samanburði við aðra þætti í geislunarbúskap jarð-
ar. Þessi mótbára er þó yfirleitt lögð fram án beinnar umræðu urn gróður-
húsaáhrif og öðrum áhrifaþáttum kennt um. Þar má nefha breytingar í
útgeislun sólar, breytingar í geimgeisltm, eldgos og sveiflur í hafstraum-
um, að ógleymdum náttúrulegum breytileika. Vitað er að allir þessir þætt-
52