Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 55
GRÓÐURHÚSAÁHRIF
ir (nema geimgeislarnir) geta haft áhrif á veðurfar, Fæstir þessir þættir eru
þó mjög sterkar mótbárur. Tökum sem dæmi sveiflur í útgeislun sólar.
Spurningin er sú hvort þær litlu sveiflur sem eru í styrk varmageislunar
frá sólinni nægi til að útskýra hitabreytingar á jörðinxú síðustu áratugi.
Þetta hefur verið grandskoðað og svarið er nei. Vandinn er sá að þessar
breytingar eru mjög lidar, og mun minni en það geislunarálag sem stafar
af losun gróðurhúsalofttegunda. Hefðu sólsveiflurnar áhrif þyrfd því að
vera hægt að magna þær upp og jafnframt að dempa eða losna við áhrifin
af aukningu gróðurhúsalofttegunda. Með þessu er því ekki haldið fram að
sveiflur í útgeislun sólar geti ekki haft áhrif á veðurfar á jörðinni, heldur
er einfaldlega verið að benda á að hlýnun jarðar síðustu áratugi stafar
ekki af aukinni sólgeislun. Hvað varðar náttúrulegan breytileika er spurt
hvort hlýnun síðustu áratuga sé of mikil til að hún geti átt sér náttúrulegar
orsakir, eða jafnvel verið hending - hvort hún sé dæmi um innri breytd-
leika eða eigi sér ytri orsakir (í þessu samhengi eru ytri orsakir aukin losun
gróðurhúsalofttegunda). Þetta er hægt að meta tölfræðilega og svarið er á
þá leið að það er ákaflega óhklegt að hlýnun rmdanfarinna áratuga hafi átt
sér stað án ytri orsaka.
4. Það er að kólna, ekki hlýna.
Mótbára 4 hefur birst í ýmsum myndum. Sú nýjasta er á þá leið að það
hafi hætt að hlýna árið 1998 (þó að 8 af 10 hlýjustu árunum séu frá því
eftír 1998), en eldri útgáfur þessarar mótbáru fullyrtu að gervihnattagögn
sýndu að jörðin væri að kólna en ekki hlýna (það reyndist ekki rétt), og að
gögn sýndu að hlýnunin á síðustu öld væri ekki óvenjuleg, t.d. hefði verið
álíka hlýtt á miðöldum. Þessar útgáfur hafa allar verið hraktar af ffæði-
mönnum, en eru engu að síður merkilega lífseigar í íféttum og umræðu
fjölmiðla um loftslagsbreytingar.
5. Breytingar á styrk gróðurhúsalofttegunda og hlýnun afþeirra völdum nú
eru miklu minni en oft hefur átt sér stað íjarðsögunni. Lífríki jarðar hefur
margsinnis aðlagast slíkum hreytingum.
Mótbára 5 um jarðsögulegar brevtingar hefur þá sérstöðu að hún er efnis-
lega rétt í öllum aðalatriðum. Það er túlkun hennar sem getur farið á milli
mála. Andrúmsloft og lífríki jarðar hafa gengið í gegnum miklar sveiflur í
jarðsögunni á hundruðum milljóna ára, þar sem dýra- og plöntutegundir
og jafnvel heilu vistkerfin hafa liðið undir lok. Þróuð samfélög manna
komu hins vegar fram fyrir nokkrum þúsundum ára og hafa aldrei þurft
53