Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 59
GROÐURHUSAAHRIF
verið að gera sér grein fyrir vísindalegum gnmni staðhæfinga sem birtast í
fjölmiðlum. Það er eðlilegt að í lýðræðislegri umræðu komi ólík sjónarmið
fram, en mikilvægt er að greina á milli vísindalegra staðreynda, vanga-
veltna sem hugsanlega byggja að einhverju leyti á vísindalegum grunni og
svo hreinnar hagsmunapólitikur.
Það er umhugsunarefni að í umræðum í fjölmiðlum er gjarnan tek-
ist á um loftslagsbreytingar eins og hvert annað pólitískt viðfangsefhi.
Utúrsnúningum, skrumskælingu á staðreyndum, brigslyrðum og ýmsum
stílbrögðum er beitt til að klekkja á andstæðingnum. Þarna vill gleym-
ast að umræður um loftslagsbreytingar snúast um raunveruleika sem er
óháður skoðunum okkar og hugmyndum, öfugt við ýmis samfélagsleg
deiluefni. Náttúrunni stendur á sama um skoðanir umhverfisvemdarsinna
eða skjólstæðinga hugveitna á hopi jökla, hækkun sjávarmáls, þurrkum
á Miðjarðarhafssvæðinu o.s.frv. Hvort sem menn em með eða á móti
ákveðnum aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum er það
væntanlega allra hagur að viðurkenna staðreyndir. Síðan má nota þekk-
ingu á raunveruleikanum til að laga sig að óumflýjanlegum breytingum og
gera ráðstafanir sem samkomulag næst um, telji menn það raunhæft eða
æskilegt. Það getur hins vegar ekki verið neinum í hag til langframa að
beita blekkingum og rangfærslum um raunverulega stöðu mála, ekki síst ef
menn beina blekkingunum að sjálfum sér ekki síður en öðrum.
Loftslagsbreytingar eru eitt af mörgum umhverfisvandamálum sem
blasa við mannkyninu. Mikilvægt er að ákvarðanir um viðbrögð við þess-
um vandamálum grundvallist á staðreyndum og upplýstri umræðu.
ABSTRACT
The greenhouse effect. Scientific facts and pubfic debate
The scientific and public debate about human-induced global warming is
discussed from two perspectives. First, the scientific evidence for global
warming during the last 100-200 years is summarised and the attribution
of this warming to human activities is described. There is a clear consen-
sus among scientists about the main scientific aspects of this problem, but
considerable uncertainty remains in projections of future climate change.
57