Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 63
ÁHRIF HLÝNUNAR Á LÍFRÍKI JARÐAR OG ÍSLANDS
þeirra viðkvæmustu á jörðinni og því má búast við gríðarlegum breyting-
um á gerð og starfsemi þeirra.
Líklegt er að frumffamleiðsla fari vaxandi ffam efdr öldinni í vistkerf-
um, svo sem gresjttm, sem á annað borð eru þolin gagnvart loffslagsbreyt-
ingum. Þetta er þó háð því að ekki verði veruleg aukning á gresjueldum
eða skordýraplágum. Meðalhlýnun andrúmslofts jarðar um allt að 2°C
er almennt talin hafa jákvæð áhrif á ffumframleiðslu vistkerfa á norður-
og suðurhveli en neikvæð áhrif á ffamleiðslu vistkerfa um miðbik jarðar-
innar.
Aukin kolehúsbinding vegna stækkunar og tilfærslu skóga til norðurs
gæti allt eins jafhast út vegna breytinga á endurkasti sólarljóss, skógarelda,
metanlosunar ffá ffeðmýrum og skógardauða við suðurjaðar barrskóga-
beltisins. Þótt skógar í Norður-Ameríku og Evrasíu njóti góðs af meðal-
hlýnun um allt að 2°C þá geta regnskógar hitabeltisins skaðast af slíkri
hlýnun. Líklegt er til dæmis að tíðni og útbreiðsla skógarelda aukist vegna
hækkandi hitastigs og meiri þumtiðra á sumum svæðum. Ahrif hlýnunar á
skóga hitabeltisins velta þó mikið á því hvernig landnýtingu verður háttað
í framtíðinni. Við meðalhlýnun jarðar um 3°C eða meira verða áhrifin í
vaxandi mæh ófýrirsjáanleg og Hklega neikvæð víðast hvar.
Hlýnun um 1,5 til 3°C leiðir Hklega til 20M0% ffamleiðniaukningar í
næringarsnauðum höfum á heittempruðum svæðum en um 20M0% minni
ffamleiðni lífríkra norður- og suðurhafa. Með minnkandi hafisbreiðum á
norður- og suðurhveh rýma og tapast búsvæði fyrir tegundir sem háðar
eru hafís, svo sem hvítabimi og mörgæsir. Á næstu 50 árum munu mik-
ilvæg kóralrif og kóralsvæði að öllum líkindum rýma vemlega vegna hlýn-
unar sjávar og sum þeirra geta horfið algerlega fyrir aldarlok. Yfirborð
heimshafanna súrnar líklega um allt að 0,5 pH-stig á þessari öld. Þetta
mun að öllum líkindum hafa vemleg áhrif á margar sjávarlífvemr, svo
sem kórala, krabbadýr, smokkfiska, sjávarsnigla og skeldýr, sem nota kalk í
skeljar og aðra stoðvefi.
Að mati Milliríkjanefhdarinnar (IPCC 2007) mun hlýnun um allt að
3°C hafa jákvæð áhrif á landbúnaðarframleiðslu á tempruðum og kald-
tempmðum svæðum, en neikvæð áhrif á heitari svæðum. Framleiðslugeta
jarðarinnar í heild eykst líklega ef meðalhlýnun er minni en 3°C en
minnkar ef hún fer yfir þau mörk. Breytingar á tíðni illviðra, gresju- og
skógarelda, pesta- og sjúkdómsfaraldra munu hafa umtalsverð áhrif á land-
búnaðar- og skógarframleiðslu og auka á óvissu um öflun fæðu og trefja.