Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 66
SNORRI BALDURSSON
ljósgrænar með víðáttumiklum votlendissvæðum á sumrin en snæviþaktar
á vetrum, endurkasta mun meira sólarljósi árið um kring en dökkgrænn
barrskógurinn.
Nokkrir óvissuþættir gætu haft áhrif á hnikun gróðurbelta til norðurs.
Þar sem úrkomuaukning fer ekki saman við hækkandi lofthita getur aukin
útgufun valdið ofþornun og staðbundinni eyðimerkurmyndun. Svipað
gemr gerst þar sem lofthiri eykst hratt að vori og ljóstrillífun hefst áður
en jörð nær að þiðna; trén ná því ekki að draga vatn úr jarðveginum. A
flatlendum ffeðmýrasvæðum má búast við að jörð blotni í fyrstu er efsta
sífreralagið þiðnar. Þar sem landi hallar og laus áfoksjarðvegur er ríkjandi
má á hinn bóginn búast við að þurrkur verði vandamál þegar dýpkar á
sífrerann og jarðvatn leitar burm undan hallanum.
Landnýting gemr líka haft mikil áhrif á það hvort skógar færist til
norðurs. Sums staðar í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og
Rússlands hafa skógarmörk hopað til suðurs undanfarna áramgi vegna
hreindýrabeitar eða vegna þess að hreindýrabændur hafa rutt skóg til
eldiviðar. Víða í norðurhéruðum Rússlands bætist við staðbundið rask,
jarðvegseyðing og mengun vegna olíuvinnslu, sem einnig hefur valdið
því að trjálínan hopar til suðurs ffekar en að fylgja loftslagsbreytingunum
norður á bóginn.
Viðbrögð einstakra lífuerutegunda og -hópa
Viðbrögð lífverutegunda við umhverfisbreytingum, sem eru meiri en
nemur þolmörkum þeirra, geta verið með þrennum hætti: Þær aðlagast
nýjum aðstæðum, flytja sig um set eða farast. Skammlífar tegundir með
hraða viðkomu, svo sem örvemr og smádýr ýmiskonar, geta hugsanlega
þróast og aðlagast hröðum umhverfisbreytingum eins og þeim sem spáð
er á norðurslóðum. Þessi valkostur er hins vegar vart fyrir hendi hjá þorra
plantna og hryggdýra. Þess vegna gera vísindamenn ráð fyrir því að megin-
viðbrögð lífverutegunda verði tilflutningur til norðurs í samræmi við hnik-
un loftslagsskilyrða og gróðurbelta. Suðrænar tegundir sækja væntanlega
inn á norðurhjara þegar hlýnar og heildarfjöldi tegunda eykst. Þó má búast
við að margar tegundir sem hafa sérhæft sig í lífi á norðurslóðum eigi
undir högg að sækja. Þar á meðal eru ýmsir mosar og fléttur, hánorræn
landdýr, farfuglar sem nýta túndruna til viðkomu á sumrin og tegundir
háðar hafis (Callaghan o.fl. 2004).
64