Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 67
ÁHRIF HLÝNUNAR Á LÍFRÍKI JARÐAR OG ÍSLANDS
Mosar ogfléttnr
Mosar og fléttur eru algengari á norðurslóðum en víðast hvar annars stað-
ar á jörðinni. Um 4—5% af þekktum mosategundum í heiminum finnast
norðan trjáhnu og um 11% af þekktum fléttutegundum. A hinn bóginn
finnast þar aðeins um 0,7% þekktra tegunda blómplanma (Matveyeva og
Chemov 2000). Norðurslóðir hafa að þessu leyti hnattræna þýðingu fyrir
ýmsar lágplöntur. Hátt hlutfall þeirra þar skýrist væntanlega af því að þær
dreifa sér með gróum og hafa mikið þol gagnvart kulda og þurrki og auk
þess er samkeppni frá hávaxnari gróðri lítil á þessum slóðum. Gera má
ráð fyrir að hlutfall mosa og fléttna í flóm norðurslóða, þar á meðal Islands,
minnki eftir því sem frjósemi eykst og stórvaxnari háplöntutegundir
sækja á.
Dýr freðmýranna
Nokkrar dýrategundir em að mestu bundnar freðmýmnum eða heim-
skautaeyðimörkinni árið um kring. Meðal þeirra em sauðnaut, sumar
undirtegundir hreindýra, heimskautarefurinn eða tófan, læmingja- og
stúfmúsategundir, snæugla, ískjói o.fl. Rúmlega 100 milljón farfuglar af
um 280 tegundum hafa sumardvöl á norðurhjara, en dreifast yfir veturinn
á nánast öll búsvæði jarðarinnar (Scott 1998). Þeir em því mikilvægur
tengihður við önnur svæði jarðarinnar. Dragist freðmýrar saman um allt
að helming á þessari öld er augljóst að þrengt getur að mörgum þessara
tegunda.
Dýr norðurhafa
Gangi spár efdr og sumarís í norðurhöfum dregst saman um 50—100% á
þessari öld er einsýnt að ýmsar dýrategundir sem nýta hann og ísjaðarinn
sem búsvæði geta orðið iha úti. Þar á meðal em hvítabjörn, hringanóri,
kampselur, haftyrðill og ísmáfur. Viðkoma hringanóra við St. Lawrensflóa
í Kanada hefur verið htil sem engin í íslausum árum (1996, 1981, 2000-
2002). Fæða hvítabjama er að stærstum hluta hringanóri, auk þess sem
vetrarumhleypingar geta valdið því að híði þeirra bráðna og faUa saman
(ACIA2004).
Breytingar á útbreiðslusvæðum dýrasvifs og uppsjávarfiska vegna hita-
breytinga í sjó geta einnig haft afgerandi áhrif á viðkomu gríðarstórra
bjargfuglastofha við Norður-Atlantshaf.
<55