Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 73
ÁHRIF HLÝNUNAR Á LÍFRÍKI JARÐAR OG ÍSLANDS
Ástand annarra gróðurlenda landsins er einnig talsvert undir þeim
mörkum sem núverandi veðurfar leyfir (Olafsdóttir o.fl. 2001). Hlýnandi
veðurfar mun því almennt hafa jákvæð áhrif á getu vistkerfa til að taka upp
kolefni og binda það í gróðri og jarðvegi. Meirihluti íslenskra láglendis-
plantna er nálægt norðurmörkum sínum og vaxtarþróttur þeirra eykst þtn
með hlýnun og efri hæðarmörk þeirra hækka. Þó getur hlýnun haft nei-
kvæð áhrif á tiltekin gróðurlendi, svo sem á rústamýrar, en þær eru votlent
gróðurlendi á sífrera sem finna má t.d. í Þjórsárverum, á Eyjabökkum og í
Guðlaugstungum. Líklegt er að eindregnustu þallaplöntum landsins, svo
sem fjallabláklukku, hreistursteinbrjóti, fjallavorblómi, snækobba og finn-
ungsstör, sem vaxa í um og yfir 1000 m hæð yfir sjávarmáli, fækki eða þær
hverfi úr flórunni (Hörður Kristinsson 2008).
Ymsir vistfræðilegir þættir, svo sem aukin skordýrabeit, geta dregið úr
jákvæðum áhrifum hlýnunar á framleiðni og vöxt gróðurs. Þá er líklegt
að ágengum plönmtegundum fjölgi og að þær valdi auknum usla (IPCC
2007). Þetta eru tegundir sem breiðast hratt út á kostnað þess gróðurs sem
fyrir er og mynda einsleitar breiður og má nefha alaskalúpínu og skógar-
kerfil sem dæmi. Oftast eru þessar tegundir framandi í vistkerfinu þar
sem þær valda usla, en innlendar tegundir geta einnig orðið ágengar ef
umhverfi breytist eða hömlum svo sem búfjárbeit er aflétt.
Dýr
I Loftslagsatlas jýrir evrópska varpfugla (Huntley o.fl. 2007) er spáð fyrir um
útbreiðslusvæði fugla í lok aldarinnar miðað við loftslagsþarfir þeirra nú.
Samkvæmt þeirri spá verða ekki lengur loftslagsskilyrði á Islandi um næstu
aldamót fyrir a.m.k. tvær norrænar varptegundir, þórshana og stuttnefju.
Ekki er ólíklegt að á öldinni þrengi verulega að varpi annarra norðlægra
tegunda, svo sem snjótittlings og hrafnsandar, og að verulegar breytingar
verði á varpstofhum margra sjófugla. Aukin skógrækt og útbreiðsla nátt-
úrulegra birkiskóga í kjölfar hlýnunar mun stuðla að fjölgun ýmissa spör-
fugla en getur jafhframt þrengt að ýmsum mófuglum ef mólendi stækkar
ekki að sama skapi og sækir út á mela og auðnir.
I lok aldarinnar verða á Islandi loftslagsskilyrði fyrir um 80 nýjar teg-
undir fugla sem nú verpa hér ekki að staðaldri. Um helmingur þeirra eru
spörfuglar sem margir eru háðir skóglendi. Olíklegt er að allar þessar teg-
undir berist til landsins eða finni hér búsvæði við hæfi, en fullyrða má að
varpfuglum muni fjölga mikið á Islandi á þessari öld (Halldór Björnsson
o.fl. 2008).
71