Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 80
GUÐNI ELISSON
sýkislegar öfgar. Sökin lægi því hjá fjölmiðlum, stjómmálamönnmn, vís-
indasamfélaginu, atvinnumörmum í umhverfisvernd og öðrum shkum,
sem tækju höndum saman með reglulegu milhbili og hræddu líftóruna úr
almenningi.3
Þessar efasemdir era óréttmætar. Það ríkir vísindaleg sátt um lofts-
lagsbreytingarnar og hér verður reynt að skýra forsendumar sem búa að
baki henni, en sáttin er ekki einfalt meirihlutaálit eins og gagnrýnendur
hennar vilja vera láta. Eirmig verður varpað fram þeirri spumingu hvort
rétt sé að kalla gagnrýnina á sátt vísindasamfélagsins efahyggju. Síðast en
ekki síst verður rætt um hlutverk fjölmiðla í umræðunni. Umfjöllun þeirra
birtist ýmist í dómsdagsfréttum eða svokölluðu jafiivægi í fréttaflutningi,
en hvorttveggja er til þess fallið að drepa umræðunni á dreif í stað þess að
birta sem sannasta mynd af loftslagsvísindum í reynd.
Eru vísindin vafasamur meirihlutasáttmáli?
I vísindasamfélaginu er almenn sátt um það að loftslagsbreytingar eigi sér
stað. Vísindamenn em sammála um: 1) að veðurfar á jörðinni fari hlýn-
andi; 2) að orsaldr þessarar hlýnunar megi rekja til athafiia mannsins; og 3)
að verði ekkert gert í því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda muni
halda áfram að hlýna og það gerist hraðar en ella. Þessar staðreyndir rekur
William M. Connolley, veðurfarsfræðingur hjá Landmælingum bresku
heimskautastofhunarinnar, í pistli í vefritinu RealClimate undir árslok
2004.4
Enn benda öll gögn til þess að þær tilgátur séu réttar sem raktar em í
liðunum þremur úr pistli Connolleys, en þær leiða okkur að fjórðu full-
juðingunni: 4) Hlýnun veðurfars á jörðinni er vandamál og okkur ber að
bregðast við því með beinum hætti. Connolley telur ekki sömu sáttina
vera um þennan lið og hina meðal sérfræðinga í loftslagsvísindum af þeirri
3 Þessi skoðun birtist t.d. í athugasemdum Egils Helgasonar við bloggfærslu sína
„Fræði Als Gore“, 2. aprfl 2008. Sjá http://eyjan.is/siIfuregils/2008/04/02/fræði-
als-gore/ [sótt 8. nóvember 2008]. Um þetta má einnig lesa í bók Christophers
Booker og Richards North: Scared to Death. From BSE to Glohal WarmmgWhy
Scares Are Costing Us the Earth. London og New York: Continuum 2007.
4 William M. Connolley: ,Just what is this Consensus anjnvay?" (22. desember
2004). Sjá http://www.realclimate.org/index.php/archives/2004/12/just-what-is-
this-consensus-anyway/#more-86 [sótt 11. apríl 2008]. RealClimate er ein merk-
asta vefsíða um loítslagsmál sem finna má í heiminum, en að henni standa aðeins
vísindamenn sem starfa á sviðinu.
78