Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 82
GUÐNI ELÍSSON
Ennfremur er ritrýni notuð til þess að meta vísindalegt vægi þeirra
greina sem sendar eru til birtingar í vísindatímaritum. Þá fara venjulega
tveir til þrír sérffæðingar á sviðinu yfir efni greinarinnar, jafnt gögnin
sem aflað var, útreikninga, rannsóknaraðferð og túlkun niðurstaðna, með
það fyrir augum að finna galla eða veikleika. Ritrýnendmmir starfa í skjóli
nafnleyndar og geta því sett fram skoðanir sínar vafningalaust án þess að
óttast að það komi þeim hugsanlega í koll. Til þess svo að tryggja að rit-
rýnendur umbuni ekki kunningjum eða láti t.d. blindast af frægð viðkom-
andi vísindamanns (hann gæti Kka verið með öllu óþekktur eða umdeildur)
eru greinarnar sem þeir fá í hendur til yfirlestrar venjulega einnig nafu-
lausar. Ritrýning er öflugt öryggistæki sem tryggir upp að ákveðnu marki
að rannsóknir sem lúta ekki strangvísindalegri aðferð séu ekki gefhar út í
viðurkenndum tímaritum. Eins og Dessler og Parson benda á er ritrýning
engin allsherjarlausn, því að ómögulegt er að koma í veg fyrir að villur
slæðist inn í greinar. Stundum yfirsjást ritrýnendum einfaldlega augljós
mistök og erfitt er að koma auga á sumar rangfærslur, t.d. hvort höfund-
ar greina hafi mislesið tölm á mælitæki, skrifað þær vitlaust niður, eða
hvort efhasamband sem nota á í mæhngu hafi spillst. En þegar margir
hópar vinna að svipuðum rannsóknum er erfitt að ímynda sér að allir geri
samskonar mistök og að allir ritrýnendur séu blindir á þau.' Stundum er
reyndar líka hætta á að metnaður leiði thsindamenn í ógöngm, en á móti
kemur að flestir vísindamenn hafa einrúg í huga að líklegra er að illa unnin
rannsókn verði hrakin, rétt eins og heiður og trúverðugleiki ritrýnanda
hlýtur að vera í veði ef hann hleypir meinlegum \ illum í gegnum ritrýn-
ingarferlið. Um falsanir gildir það sama.
Vísindin eru sem aðferð yfirmáta íhaldssöm og varfærin. Sönnmiar-
byrðin hvílir á þeim sem setur fram kenningar sem ætlað er að víkka út
þekkingarsviðið eða bylta því. Róttækustu kenningarnar mæta mestri
fyrirstöðu, á þeim hvílir þyngsta sönnunarbyrðin.8 Þetta þýðir að sjálf-
sögðu ekki að ríkjandi hugmyndir geti ekki stýrt þekkingarleit kynslóða
vísindamanna. Akveðinn skilningur á eðli tilverannar, sem oft er ekki einu
sinni færður í orð, getur beint vísindamönnum í tilteknar áttir á kosmað
mikilvægra uppgötvana. Vísindamenn geta eins og annað fólk verið lit-
aðir af fordómum og memaði, þeir geta verið tregir til þess að viðurkenna
athuganir sem ganga þvert á ráðandi skoðun, þeir geta látdð stýrast af hug-
Dessler og Parson: The Science and Politics of Global Climate Change, bls. 28.
8 Dessler og Parson: The Science and Politics of Global Climate Change, bls. 29.
8o