Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 86
GUÐNI ELISSON
gert lítdð úr líkunum á hættulegum loftslagsbrejdmgum og er kannski eini
leiðtoginn í Evrópu sem hefur gert það. Hann studdi Bush bak við tjöldin
á nokkrum ftmdurn í Evrópu þar sem spurningar um veðurfar voru teknar
fjTÍr. [...] Afstaða hans til loftslagsbreytinga er óvenjuleg, rétt eins ogHð-
horf hans til efnahagsstjórnunar, sérstaklega í ljósi þess að græningjar og
sósíalistar eru fyrirferðarmiklir í landinu.“18 I anda þess sem Bate boðar
hafa íslenskir frjálshyggjumenn verið fyrirferðarmiklir gagnrýnendur lofts-
lagsumræðunnar í íslenskri umræðu.
Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að Hannes Hólmsteinn
Gissurarson skuli vera sá Islendingur sem helst hefur haldið „efasemdar-
rökunum“ á lofti í umræðunni hér á landi. í pistlinum „Vísindi eða iðn-
aður“ sem birtist í Fréttablaðimi í nóvember 2006 lýsir Hannes þtn þegar
nemandi í námskeiði hjá honum í stjórnmálaffæði spyr hvernig hann geti
„hafhað niðurstöðu þorra vísindamanna“ í loftslagsrannsóknum. Hannes
segir forsendu spurningarinnar hæpna:
Með henni er miðað við hina hefðbundnu mynd af vísindunum,
þar sem óháðir einstaklingar stunda sannleiksleit. Þeir eru eins
og Galileo Galilei, sem hélt fast við það gegn kirkjuvaldinu, að
jörðin snerist kringum sólina, og Marie Curie, sem þreyttist
ekki á að gera tilraunir með geislavirk efni, þótt það kostaði
hana loks lífíð. En hafa vísindin ekki breyst á tuttugustu öld?
Nú líkjast þau helst iðnaði, þar sem metnaðargjarnir gáfumenn
keppa um stöður og styrki. Tilgangurinn er ekki lengm- að finna
sannleikann, heldur að öðlast frama í háskólum. Til þess verða
keppendur að bjóða upp á eitthvað, sem eftirspurn er eftir. Og
miklu meiri eftirspurn er eftir spám um það, að heimurinn sé
í hættu, en um hitt, að hann sé það ekki. Ef menn segja, að
bráðnauðsynlegt sé að gera eitthvað gegn yfirvofandi hættu,
þá fá þeir um sig fréttir og hljóta stöður og styrki. Ef þeir
segja hins vegar, að ekkert þurfi að gera, þá dofnar áhuginn,
18 Roger Bate: „Can Iceland Be a Bridge over the Adantic?", Ameiican Enter-
prise Institute, 15. desember, 2005. Sjá: http://www.aei.org/publications/
publD.23584,filter.all/pub_detail.asp [sótt 5. júlí 2006]. Ég fjalla frekar um
stuðning Davíðs Oddssonar við umhverfisstefnu Bush Bandaríkjaforseta í grein-
um mínum: „Umhverfið og áróðurstækin: Stendur Sjálfstæðisflokknum ógn
af umhverfisvemd?“ og ,JSÆeð lögum skal landi sökkva: Hvers vegna er Sjálf-
stæðisflokkurinn stóriðjuflokkur?“, Lesbók Morginiblaðsim, 14. okt. 2006, bls.
8-10.
84