Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 87
EFAHYGGJA OG AFNEITUN
stöðum fækkar og styrki þrýtur. [...] Ég fullyrði ekki, að sumir
vísindamerm aðhyllist aðeins tilgátuna um loftslagsbreytingar af
mannavöldum (og raunhæfa möguleika á að snúa þeim við), af því
að efrirspum sé efrir henni. Ég segi aðeins, að þessi tilgáta virðist
enn ósönnuð og óeðlilegt sé á meðan að ætlast til þess, að við
gerbreytum lífsháttum okkar hennar vegna. Eru vísindin ekki allt
of mikilvæg til að láta vísindamönnunum einum þau eftir?19
En efasemdarmennirnir í hópi frjálshyggjumanna eru fleiri. Andrés
Magnússon, sem einnig er harðlínumaður til hægri í íslenskri samfélags-
umræðu, setur ff am svipaða kenningu í pistlinum „Er betra að brenna mat
en að borða hann?“ en þar lætur hann líta út fyrir að umræðan um lofts-
lagsmál lúti blindum rétttrúnaði: „Umhverfisspámennirnir mega enda ekki
til þess hugsa að hvika frá neinni kreddu, sama hverjar afleiðingamar em.
Afstaðan er enda fremur grundvölluð á trúarhugmyndum en rökhyggju og
vísindum. Samanber ákefðina hjá hlýnunarprédikumnum við að benda á að
svo og svo mörg prósent alþjóðlegra vísindamanna aðhyllist tilgátuna um
loftslagshlýnun af mannavöldum.“20 Andrés bætir við í athugasemdadálk-
inum við pistil sinn að síðan megi „spyrja að því hvaða skilning þeir leggja
í empírísk vísindi, sem leggja nafh sitt við vísindi sem samkomulagsatriði“
og hann minnir „á þann víðtæka consensus, sem menn á borð við Kepler
og Einstein hrundu einir síns liðs.“ Af þessu má ráða að Andrés bíði hins
nýja Keplers eða Einsteins sem kollvarpa muni ríkjandi skoðunum í lofts-
lagsvísindum og sýna fram á að jörðin sé ekki að hitna.21
Vef-Þjóðviljinn, sem er málgagn íslenskra frjálshyggjumanna, vísar einn-
ig til Galíleós, Brúnós og Kópemíkusar í umfjöllun sinni um A1 Gore,22
og Vilhjáhnur Eyþórsson, annar harðlínumaður á hægri kantimun, notar
sömu nafnarunu í grein um „staðreyndakúgun“ sem birt var í tímaritinu
Þjóðmdl, en það er, rétt eins og Vef-Þjóðviljinn, lengst til hægri í íslenskri
19 Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Vísindi eða iðnaður?“, Fréttablaðið, 24.
nóvember 2006, bls. 34.
20 Andrés Magnússon: „Er betra að brenna mat en að borða hann?“, Eyjan, 16. apríl
2008.
21 Magnús Karl Magnússon, læknir og vísindamaður á svið lífvísinda, andmælir
rangfærslum Andrésar um „empírísk vísindi“ í athugasemd við færsluna og skýrir
hvað felst í vísindalegri sátt.
22 Sjá Vef-Þjóðviljann, færslu 29. ágúst 2006: http://www.andriki.is/default.
asp?art=29082006. Vef-Þjóðviljinn vísar einnig tdl Kópemíkusar og Galfleós í færslu
um A1 Gore frá 5. apríl 2008. Sjá: http://www.andriki.is/default.asp?art=03092006
[sótt 10. nóvember 2008].
85