Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 89
EFAHYGGJA OG AFNEITUN
Gagnrýnendur loítslagsvísindanna benda á að þau megi hugsanlega
afsanna, að í náinni framtíð stígi kannski fram á sjónarsviðið einhver
Kepler, Kóperníkus eða Einstein í veðurfarsrannsóknum og setji fram
kenningu sem kollvarpi ríkjandi hugmyndum. Af þeim sökum sé siðferði-
lega rétt að gera ekkert til að stemma stigu við losun gróðurhúsaloftteg-
unda. I fljótu bragði mætti ætla að þessi hugmynd sé í ætt við skilgreiningu
vísindaheimspekingsins Karls Popper á vísindakenningum, en hann taldi
aðalsmerki vísindanna vera „fallveltd þeirra“, svo notuð séu orð Þorsteins
Gylfasonar.26 Það frumskilyrði Poppers að vísindalega niðurstöðu verði
að vera hægt að hrekja eða afsanna er þó í höndum Hannesar Hólmsteins
og annarra andstæðinga vísindalegs „rétttrúnaðar“ notað til þess að gera
vísindin ómarktæk. Þetta gengur þvert á kenningar Poppers sjálfs sem
heldur því fram að skynsamlegt sé að bera traust til vísindalegra kenninga
á meðan þær hafa ekki verið hraktar, án þess þó að setja þá kröfu að þær
séu óhrekjanlegar.
Er vænlegt að byggja ekki stjórnvaldsákvarðanir á samtímavísindum
þar sem vísindi framtíðarinnar munu leysa þau af hólmi? Vilja Hannes
Hólmsteinn, Andrés og aðrir andstæðingar vísindalegs rétttrúnaðar að
sú „gagnrýna“ efahyggja sem þeir sýna loftslagsvísindunum verði gerð að
almennri reglu? Eigum við að hafna samtímaaðferðum í krabbameins-
lækningum sem vafasömum vísindum í ljósi þess að krabbameinsrann-
sóknir verða komnar miklu lengra eftir 150 ár en þær eru núna? Eigum við
að hefja sókn gegn krabbameins- og alnæmisrétttrúnaðinum í ljósi þess að
margt af því sem sett er ffarn í vísindatímaritum samtíðarinnar um þessi
mikilvægu rannsóknarsvið á eftir að vera endurskoðað og hrakið?
að þagga óbeint niður í þeim, hrekja þá úr húsi, gera þá ómarktæka með stimpl-
um“ (Sjá: Hannes Hóknsteinn Gissurarson: „Guðni gegn gagnrýninni hugsun“,
Lesbók Morgunblaðsins, 27. október 2007, bls. 16.) Pennarnir á Vef-Þjóðviljanum
beita svipuðum mælskubrögðum þegar þeir vitna í nýjustu bók Lomborgs, Cool
It: „Hræðsluáróður hefur lengi sett mark sitt á umræðuna um loftslagsmál.
Hrollurinn náði hámarki í nornaveiðunum á miðöldum. [...] Litlu ísöldinni í
Evrópu fýlgdi uppskerubrestur, hátt matarverð og hungur. Nornir voru hafðar til
blóra í upplausninni. Talið er að allt að hálf milljón manna hafi verið tekin af lífi
frá árinu 1500 til 1700 og það var sterk fýlgni milli kulda og nomaveiða um alla
Evrópu.“ Sjá: Vef-Þjóðviljinn, 25. september 2008: https://www.andriki.is/default.
asp?art=25092007 [sótt 2. desember 2008]. Sjá einnig Bjorn Lomborg: Cool It.
New York: Alfred A. Knopf 2008, bls. 124-125.
:6 Þorsteinn Gylfason hefur tekið kenningar Poppers saman á greinargóðan hátt í
„Er vit 1 vísindum?“, Tímarit Máls ogmenningar 3.-4. hefti 1975, bls. 245-266. Sjá
hér sérstaklega bls. 252.
87