Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 95
EFAHYGGJA OG AFNEITUN
En vandinn liggur ekki aðeins í því að viðmið frjálshyggjunnar geri
harðlínumönnum á hægri væng stjórnmálanna það ókleift að viðurkenna
niðurstöður ráðandi loftslagsvísinda. Þó að almenn sátt sé um það í vís-
indasamfélaginu að loftslagsbreytingar eigi sér nú stað er þessa sátt ekki að
finna úti í samfélaginu í sama mæli. Þeir sem hafa helgað sig viðfangsefn-
inu og hafa bestar forsendur til þess að skilja vandann eru nokkurn veginn
á einu máli, á meðan almenningur hefur nú um langt skeið verið hikandi
í afstöðu sinni þótt smám saman fjöigi þeim sem telja alvarlegar loftslags-
breytingar af mannavöldum raunveruleika.42 Hvers vegna? Þetta er for-
vitnileg spurning, en hún beinist ekki síst að því að athuga hvað verður um
upplýsingar á leiðinni frá vísindamönnum til almennings. Hvernig getur
almenningur vegið og metið þær upplýsingar um loftslagsmál sem berast
honum á degi hverjum í fjölmiðlum? Viðfangsefnið er svo flókið að fæstir
geta skilið það án hjálpar, heldur verða að styðjast við ýmiss konar milliliði
sem skýra umræðuna og leggja mat á hana. Og samkvæmt fjölmiðlunum er
enn rifist heiftarlega um málefnið.
Astæðan fyrir þessu misræmi er m.a. sú að fjölmiðlar brugðust upplýsinga-
skyldu sinni. Þeir lém olíufyrirtækin stýra fféttaflutningi af loftslagsvísind-
um bak við tjöldin, auk þess sem þrýstihópar sem stundum voru kostaðir af
hagsmunaaðilum í olíubransanum sáu fjölmiðlum fyrir villandi upplýsingum.
Olíufélögin læddu efa inn í umræðuna, en þessi efi var ekki af vísindalegum
toga. Honum var fyrst og fremst ætlað að verja hagsmuni þeirra og fresta eins
lengi og unnt væri öllum ákvörðunum sem gæm skaðað þau. A 8 síðna minnis-
blaði API (American Petroleum Instimte) frá því í apríl 1998, leita samtökin
leiða til að grafa undan viðurkenndum loftslagsvísindum með því að draga
fram mögulegar efasemdir eða sjónarmið, sem vom ekki endilega af vísinda-
legum toga.43 Höfundur aðgerðaáætlunarinnar segir „Sigurinn unninn“:
eða ölduvamarveggjum í mismunandi stærðum, osfrv). Punktur.“ Sjá: http://geirag-
ustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/477S12/ [sótt 2. desember 2008].
4_ Hér má vísa í niðurstöður alþjóðlegrar skoðanakönnunar sem unnin var af Gallup
International á árinu 2007.1 könnuninni vom 60 þúsund einstaklingar í 57 löndum
beðnir um að bregðast við eftirfarandi fullyrðingu: „Hækkun á hitastigi jarðar hefúr
nú þegar alvarleg áhrif á því svæði þar sem ég bý“. Niðurstaða könnunarinnar er
um margt sérstök, því að samkvæmt henni em Islendingar eina þjóðin af 57 þar sem
meirihluti landsmanna mótmælir fúllyrðingunni en á Islandi vom 59% henni ósam-
mála, en 29% sammála. Gallup Intemational: „Voice of the People: International
Earth Day“, bls. 2. Sjá: http://extranet.gallup-international.com/uploads/internet/
INTERNATIONAL%20EARTH%20DAY%202008.pdf [sótt 3. júní 2008].
43 API em hagsmunasamtök bandaríska oKuiðnaðarins.
93